Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 19 Fram komst aftur í toppsæti DHL-deildar karla í handbolta um helgina eftir að bikarmeistarar Stjörnunnar undirstrik- uðu úrslit bikarúrslitaleiksins með því að vinna annan sann- færandi sigur á Haukum. íslandsmeistarar Hauka misstu toppsætið fyrir vikið. Er Stjarnan að blanda sér í toppbarattuna? Bikarmeistarar Stjörnumanna nálgast óðum toppbaráttu DHL- deildar karla en liðið vann fímm marka sigur á toppliði Hauka, 33-28, um helgina. Stjarnan hefur nú leikið 13 leiki í röð án taps, á leik inni á efstu þrjú liðin og er nú sex stigum á eftir Fram þeg- ar sjö umferðir eru eftir af íslandsmótinu. Líkt og að undanförnu voru það stórleikir Patreks Jóhannessonar, Tite Kalandaze og Roland Eradze sem lögðu grunn að sigurinum. Stjarnan hefur tekið 9 af 10 mögulegum stigum eftir að DHL- deildin fór í gang á ný eftir EM-fnið og þótt að margt þurfi að gerast td þess að Stjarnan nái efstu liðunum er aldrei að vita hvað gerist, sérstak- lega þegar Garðarbæjarliðið tapar ekki leik. Patrekur Jóhannesson átti stór- leik gegn Haukum og skoraði 9 mörk og ekki stóð Tite Kalandaze honum langt að baki með 7 mörk. Það var þó líkt og í bikarúrslitaleiknum, markvörðurinn Roland Eradze sem gerði útslagið í seinni hálfleiknum þegar hann varði hvað eftir annað frá Hafnfirðingum úr dauðafærum. Sama þróun í báðum leikjum Leikurinn þróaðist nánast eins og bikarúrslitaleikur liðanna á dög- unum. Haukar höfðu 11-9 forustu í hálfleik í bikarúrslitaleiknum en Stjarnan vann seinni hálfleikinn 15- 9 og þar með leikinn með fjórum mörkum. í Ásgarði á laugardaginn þá voru Haukarnir líka með eins marks forskot í hálfleik, 19-18, en Stjarnan vann seinni hálfleikinn aft- ur, 15-9, og þar með leikinn með fimm mörkum, 33-28. Roland Era- dze varði 20 skot í leiknum og skor- aði meðal annars eitt mark yfir endi- langan völlinn. Likt og í Höllinni sjö dögum áður þá fundu skyttumar í liði Hauka, Andri Stefan og Árni Þór Sigtryggsson, enga leiðir að marki Stjörnunnar en saman skomðu þeir aðeins 4 mörk á laugardaginn, báðir langt undir sínu meðalskori. Ungu strákarnir markahæstir Fram vann nauman sigur í Eyjum, 34-32, í jöfnum og spennandi leik og hinir ungu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar em því komnir aft- ur upp á topp deildarinnar en Safa- mýrarpiltar hafa ekki unnið Islands- meistaratitilinn í heil 34 ár eða síðan Fram vann titilinn í 8. sinn vorið 1972. Ungu skytturnar, Jóhann Gunnar Einarsson (9 mörk) og Rúnar Kárason (5 mörk) vom markahæstir í Framliðinu en Jóhann Gunnar hefur verið í frábæm formi eftir EM-fríð og skorað 41 mark í 5 leikjum eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Hörð barátta um úrvalsdeild- arsæti Valsmenn unnu Fylkismenn í Laugardalshöllinni á föstudagskvöld- ið og fylgja því toppliðunum eftir en tap Fylkismanna þýddi að Stjaman komst upp fyrir þá í fjórða sæti deild- arinnar. Hjalti Þór Pálmason skoraði 10 mörk fyrir Valsmenn í leiknum en besti maður liðsins var markvörður- inn Hlynur Jóhannesson sem varði 19 skot (2 vítí) þar af 16 þeirra eftir hálfleik. FH, HK og ÍR unnu einnig öll góða sigra á föstudagskvöldið og það stefnir í mikla baráttu um að komast inn í úrvalsdeildina. ÍR-ingar hafa ekki tapað eftir áramót og em einir ásamt Stjömumönnum sem hafa af- rekað slfla. ooj@dv.is Stjarnan 9 Fram 8 Haukar 8 ÍR 8 Valur 6 | HK 6 FH 6 Fylkir 4 Afturelding 4 I Víkingur/Fjölnir 4 1 Þór Ak. 3 (BV 2 KA 2 Selfoss 0 STAÐAN I DHL-DEILD KARLA: GÆÐIOG GOÐ ÞJONUSTA! Ktistín W W W . V i «# rvc r i jr TANGARHOFDA 1 SÍMI 557 7720 DV-myndir Anton Brink

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.