Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 6

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 6
Styrkir eru helmingur af tekjum bænda í Svíþjóð Stofnun um stjóm búvörufram- leiðslu í Svíþjóð, Jordbruksverket, (SJV), birti nýlega skýrslu með út- reikningum um stöðu styrkjakerfis í landbúnaði í ESB og Svíþjóð. Samkvæmt námu opinber framlög rúmlega helmingi tekna bænda að meðaltali í stærstu búgreinunum. Af styrkjunum voru skv. skýrsl- unni hátt í 60% niðurgreiðslur vegna hærra verðlags innan ESB en á heimsmarkaði, en 40% voru styrkir sem greiddir voru beint til bænda. Samkvæmt þessum út- reikningum koma 30% af tekjum í landbúnaði frá niðurgreiðslum, 20% frá beinum framlögum og 50% frá söluverði afurðanna. Hlutur styrkja í tekjurn bænda, sem stunda nautgriparækt og sauð- fjárrækt, er 60-70%, í Norður-Sví- þjóð þó 75%. Lægsta hlutfall styrkja er hins vegar í svína- og ali- fuglarækt, 20% og 25%. Sam- kvæmt skýrslunni stafar þessi mun- ur af því að síðamefndu búgrein- amar falla ekki undir kerfi búvöra- stjómar innan ESB. Framangreindir útreikningar byggja á aðferð sem rekja má til OECD. Þar er unnið með hugtakið PSE (Producer Support Estimate), sem nefnd hefur verið á íslensku „tekjuígildi stuðnings“. Hugsunin á bak við þessa útreikninga er sú að evrópskir neytendur gætu fengið hliðstæða lækkun á verði matvæla ef innflutningur á þeim væri gefinn frjáls. Útreikningamir era hins vegar ekki jafn óvéfengjanlegir og ætla mætti af sænsku skýrslunni, hagnaðurinn er að hluta óraunveru- legur. Mjólk frá Nýja-Sjálandi Stærsti hlutinn af niðurgreiðsl- unum er á mjólk. Þar er um að ræða að styrkurinn er reiknaður sem munurinn á verði á nýmjólk í Svíþjóð og Nýja-Sjálandi að við- bættum flutningskostnaði þaðan. Þar sem óhugsandi er að flytja ný- mjólk svona langa leið í miklum mæli eru notaðar tölur um flutn- ingskostnað á osti og smjöri. Á Nýja-Sjálandi er verð á nýmjólk af- ar lágt vegna mikillar framleiðslu umfram sölu innanlands, jafnframt því sem staðsetning landsins á hnettinum kemur í veg fyrir útflutning á nýmjólk. Auk þess býr landið við afar góð náttúruleg skilyrði fyrir búfé sem sækir fóður sitt af beit, þar á með- al mjólkurkýr, þannig að unnt er að framleiða mjólk fyrir verð sem er óhugsandi í miklum hluta Evrópu, þar með talin Svíþjóð. Verð til framleiðenda mjólkur á Nýja-Sjá- landi era s.kr. 1,20 á kg en rúmlega s.kr. 3,00 í Svíþjóð en þó fækkar mjólkurframleiðendum þar hratt. Hvað fjarlægð varðar væri hins vegar unnt að flytja inn nýmjólk til Svíþjóðar frá löndum Austur- Evrópu. Þar era hins vegar þau vandamál á ferð að framleiðslufer- illinn fullnægir ekki heilbrigðis- kröfum ESB. Út frá þessu má því halda því fram að reiknaður mark- aðsstuðningur eigi sér ekki fulla stoð í raunveruleikanum. Verðmunur Hluti af verðstuðningnum varðar þó afurðir sem hafa meira geymslu- þol. Þar má nefna korn, sykur, jurtafeiti, frosið kjöt o.fl. Þessar afurðir er auðvelt að flytja inn frá löndum þar sem veðurfar og framleiðsluskilyrði eru hagstæðari en í Svíþjóð og í stórum hluta ESB og framleiðslukostnaður því lægri. I mörgum þessara landa er hins vegar leyfð notkun hjálparefna við framleiðsluna, sem sænskir neyt- endur sætta sig ekki við, svo sem hormónar, lyf, erfðabreytt fóður o.fl. í áðumefndri skýrslu er sýndur munur á verði búvara í ESB og á heimsmarkaði. Hins vegar er þar ekki sýndur munur á framleiðenda- verði milli landa innan ESB. Þar má nefna að ítalskir kúabændur fá 24% meira fyrir mjólkina en spænskir kúabændur og finnskir kombændur 33% hærra verð fyrir korn sitt en írskir kornbændur. Þetta gerist þrátt fyrir að styrkja- kerfið sé hið sama innan allra landa ESB. Sænskir neytendur greiða meira fyrir matinn heldur en þeir gerðu ef hann væri allur fluttur inn. Út- reikningar SJV gefa hins vegar ýkta mynd af þessum mun. (Unnið upp úr Internationella Perspektiv nr. 35/1999). ESB bannar erfðabreytt matvæli í mötu- neytum sínum Þing ESB hefur, samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- samtökunum Vinum Jarðarinn- ar, (Friends of the Earth), bann- að notkun á erfðabreyttum mat- vælum í öllum mötuneytum, veitingahúsum og kaffihúsum á vegum þess. Samkvæmt sömu heimildum hefur þing ESB gert óformlegan samning við fyrir- tæki sem sér um útvegun vist- anna að tryggja það að þær séu ekki úr erfðabreyttu hráefni. (Bondebladet nr. 3/2000). 2 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.