Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 42

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 42
(Freysmynd). Snyrtar gulrófur í verslun. smærri en Ragnarsrófan. Hér á undan er frá því sagt að fræi af rússnesku rófunni Krasnöje selsköje hafi verið dreift um landið árin 1924-1926 og vafalaust einnig síðar, þótt þess sé ekki getið sér- staklega. Hún var talin henta sér- staklega vel í lágsveitum sunnan- lands, því að hún átti að þola hvass- viðri öðrum rófum betur. Þess vegna er mjög líklegt að hún hafi lent austur í Fljótshverfi. Hafi þetta svo verið einu rófumar sem rækt- aðar vora á Kálfafelli þessi 22 eða 24 ár er ekkert óeðlilegt við það að stofninn hafi haldist hreinn allan þennan tíma. Rannsóknastofnun landbúnaðarins fékk árið 1984 fræ frá Maríubakka í Fljótshverfi af rófum sem komnar voru frá Kálfa- felli og ekki höfðu verið ræktaðar utan sveitar. Þær eru nákvæmlega eins og Kálfafellsrófunni var lýst 1948. Nefna má eitt atriði, sem gæti vakið efasemdir um þessa ætt- færslu. A sjötta áratugnum var Kálfafellsrófan einhver ár í sömu tilraun á Varmá og yrki frá Weibull í Svíþjóð, sem nefnt var Kras-noja seleskja án þess að athugasemdir væru gerðar. Þetta atriði er þó ekki þungt á metunum. í fyrsta lagi er ekki öruggt að um hafi verið að ræða sömu rófu og hét Krasnöje selsköje fyrr á árum. í öðru lagi er alls óvíst að starfsfólk á Varmá hefði áttað sig á því þótt sama yrkið (Krasnöje/Kálfafells) væri tvrtekið í tuttugu liða tilraun, enda engar lýsingar gerðar á rófunum. Eftir að þessar línur voru fyrst settar á blað hafa tveir merkismenn, þeir Oli Valur Hansson og Magnús Oskarsson, lýst sig ósammála þess- um ályktunum. Þeir kannast báðir við rússnesku rófuna frá sjötta ára- tugi aldarinnar. Þeir segja að hún hafi verið með grænan koll og þar hafi verið áberandi munur á henni og Kálfafellsrófunni, en sú síðar- nefnda er rauðfjólublá að ofan. Þessu vil ég svara nokkrum orðum. Húðlitur rófna er ráðinn í aðeins tveimur erfðavísasætum og þar sitja erfðavísar sem annað hvort hefta litarframleiðslu eða gera hana mögulega. Einn stakur erfðavrsir getur ráðið því að rófan tekur lit. Arið 1916 mælti Weydahl nokkur úr Noregi á prenti með rófunni „grpnfarga Krasnoje Selskoje" til matar. Nú má spyrja: Hvers vegna þurfti Weydahl að taka fram litinn á rófunni, sem hann mælti með, ef ekki hefur verið í ræktun samnefndur stofn með öðrum lit? Þar að auki segja rússnesku- mælandi menn mér að krasnöje þýði rauður, en selsköje muni dregið af staðar- nafni og nafnið þannig svipað og Rogalandsrauð- ur, en það er nafn á gamal- kunnu kartöflu- afbrigði. Rauði liturinn hefur því verið einkenni á þessum stofni í upphafi og ekkert mælir á móti því að rauðar hafi þær verið rússnesku rófumar sem hingað bárust 1923. Nesrófa í Garðyrkjuritinu 1953 er sú rófa sögð til orðin við sambræðslu tveggja stofna og úrval úr þeim. Eftir lýsingu að dæma hefur hún út- litið að mestu frá íslensku rófunni eða Ragnarsrófunni öðru nafni. Þessi rófa er ennþá til, en hefur ekki verið í tilraunum nú um langa hríð. Hún er hins vegar komin í ræktun núna allra síðustu árin og nýtur nokkurra vinsælda. Finn- dís Harð- ardóttir í Dilksnesi í Homafirði hef- ur stuðlað að endurreisn hennar. Gulrófur undir aldarlok Kálfafellsrófan hefur verið rækt- uð til fræs og sölu frá 1952. Ekki eru aðgengilegar prentaðar heim- ildir um þá frærækt, en í sögusögn- um minnir hún á hrakfallabálk. Fræið mun hafa verið ræktað í Dan- mörku kynslóð eftir kynslóð og ekki vandað nóg til, enda fleira um arfanæpu og repju þar en austur í 38 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.