Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 34

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 34
Húsin og búrin Hús fyrir feldkanínur geta eflaust verið af ýmsum gerðum. I Dan- mörku eru þær hafðar jafnt í göml- um fjósum sem loðdýraskálum. Þar virðast flestir vera a.m.k. með fullorðnu dýrin á undirburði, oftast hálmi, enda er hann bæði góður og ódýr hjá þeim. Dýr á neti þurfa að geta staðið á einhverju öðru, t.d. í trékassa með hálmi í. Hann skal vera þannig staðsettur að kanínan geti staðið í honum þegar hún er að éta hey, sjá mynd 3. Atlæti feldkanína verður að vera gott, s.s. hrein og þurr búr og ekki of stórir möskvar í botni búra og trekk þola kanínur illa. A Hvanneyri eru feldkanínumar í loðdýraskála og læðumar í refabúr- um með hálmi og virðist það gefa góða raun. Sjáum þó hvað setur á útmánuðum þegar got em í gangi, frost verður mikið og jafnvel vind- kæling. Ýmsar gerðir búra eru til og koma margar gerðir til greina. Byrjendur ættu að kynna sér að- stæður, s.s. búr hjá nálægum kan- ínubónda, áður en hafist er handa við að útbúa aðstöðu heimafyrir. Fóðrunin I Danmörku em þessar kanínur fóðraðar á heilfóðri, en fá þó með gróft hey eða hálm. Þar sem við höfum ekki eins ódýrt kjamfóður og Danir, þurfum við að reyna að hafa hey meginuppistöðuna í fóðrinu hjá okkur. Ýmsar aðrar fóðurtegundir má gefa með, en þó ekki í miklu magni í einu. Aðgengi að heyinu þarf að vera gott, alltaf nóg hey hjá þeim og nógu stórir möskvar í heykörfunni. Látið ekki kanínumar éta hey í gegnum þaknet búrsins, því fylgir of mikið álag á viðkvæma afturfætur. Nota skal kanínuköggla 2 sem viðbótarfóður með heyi. Fylgjast þarf vel með verði á kjamfóðri og að það sé ekki of gamalt. Best er að geyma það í lok- aðri (loftheldri), ógegnsærri tunnu á eins köldum stað og kostur er. Klár- ið aldrei gamla kjarnfóðrið án þess að blanda því saman við nýtt í nokkra daga. Brynningarmál þurfa að vera í lagi, helst nipplakerfi fyrir dýr eldri en tveggja mánaða. Hvolparnir þurfa aðgang að vatni þegar þeir fara á stjá en þeir fara fyrst að ráða við nipplana á öðmm mán- uði. Brynningarkerfi þarf að hafa dökkar slöngur til að hindra þör- ungamyndun. Nipplum og vatns- döllum þarf alltaf að halda hreinum. Pörun, got og uppeldi Ekki ætti að nota högna til pör- unar fyrr en 5 mánaða gamla og læður ekki fyrr en 6 mánaða. Kanínulæður virðast ekki hafa hefðbundinn gangferil eins og flest önnur húsdýr okkar, því er litið svo á að læðan sé að ganga þegar hún þiggur þjónustu högn- ans. Læða sem er að ganga hefur þrútna og fjólubláa skeiðarbarma. Þegar högni riðlar á henni, teygir hún úr sér og lyftir upp afturend- anum. Sé hún hins vegar ekki að ganga, hniprar hún sig saman úti í horni eða verður árásargjörn gagnvart högnanum. Læður sýna manni oft einkenni þess að þær séu að ganga ef strokið er eftir hrygg þeirra, tekið ofan í bakið aftan við herðarnar og þeim lyft aðeins. Við pörun er læðan ætíð flutt í búr högnans, þá er hann á heimavelli, öruggur með sig og þetta tekur fljótt af. Annars þyrfti hann að byrja á að skoða búr læðunnar gaumgæfilega og lyktarmerkja. Fylgjast verður með pöruninni og leynir það sér ekki, þegar högninn hefur læðuna því að hann stekkur innundir hana að aftan (oft með hósti eða stunu) og veltur svo oft út á hlið. Egglos verður hjá læðum 10-12 tímum eftir pörunina. Meðgöngu- tíminn er 30-31 dagur. í Danmörku er það stundað að para læður aftur 17 dögum eftir got. Það er gert svo að sem stystur tími líði milli gota. Þá þarf að venja hvolpana undan 4ra vikna gamla. Gott er að vigta alla hvolpa við frá- færur, þannig gefst samanburður milli gota. Meðfylgjandi er vaxtar- kúrfa feldkanínuhvolpa á tilrauna- stöðinni á Foulum í Danmörku, sjá mynd 4. Takist vel til með fóðrun og uppeldi, ættum við að geta náð sambærilegum vexti hérlendis. Við gotið þarf að huga að því að nóg hey eða hálmur sé í gotkassanum. Ekki er ráðlegt að láta gotkassa við eða í búrið of snemma, þ.e. ekki fyrr en viku fyrir got því að hann á ekki að vera heimili læðunnar, heldur geymslustaður fyrir hvolpana. Vel hefur reynst að skipta sér sem allra minnst af hvolpunum fyrstu tvær vikurnar, en þó er nauðsyn- legt að skoða gotið og fjarlægja dauða hvolpa. Læðan á einungis að fara í kassann 3-5 mín. á sólar- hring (nóttunni) til að gefa þeim að drekka. Hún mjólkar hvolpun- um í um 5 vikur (alls um 7 kg af mjólk) og þarf hún mikið kjarn- fóður svo að hún mjólki vel. Hæstri nyt ná læðurnar um 20 dögum eftir got. Gotkassinn þarf 30 - FREYR 1/2000 3. mynd. Trékassi með hálmi, staðsettur við heykörfu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.