Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 16

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 16
leikskóli, grunnskóli, framhalds- skóli og háskóli. Önnur skólastig en grunnskóla verður að sækja til þéttbýlisstaða og í mörgum tilfell- um verður viðkomandi að flytja búferlum til að sækja sitt nám. Leikskólar eru ætlaðir bömum undir skólaskyldualdri og eru nú starfandi hátt á þriðja hundrað leikskólar um allt land. Uppbygg- ing þeirra skiptir miklu máli fyrir hvert byggðarlag en auk uppeldis- starfs em leikskólamir atvinnu- skapandi, bæði fyrir faglæra starfsmenn sem ófaglærða. Enn- fremur gefa skólamir heimavinn- andi foreldri tækifæri til að stunda vinnu. Starfandi em leikskólar á nær öllum þéttbýlisstöðum lands- ins og einnig í nokkrum dreifbýl- issveitarfélögum. í flestum þeim sveitarfélögum, sem hafa land- búnað sem aðalatvinnugrein, er leikskóli ekki fyrir hendi. Gmnnskólinn er eina skólastigið sem er lögbundið á Islandi og því verða öll böm á skólaskyldualdri (6-16 ára) að sækja þann skóla. Arið 1995 var rekstur gmnnskól- ans færður yfir til sveitarfélaga en það hafði þær afleiðingar í för með sér að fámennum grunnskólum á landsbyggðinni fækkaði vemlega. Einnig hefúr sameining sveitarfé- laga leitt til fækkunar fámennra skóla. I kjölfarið þarf víða í dreif- býlinu að aka nemendum um lang- an veg í skóla. Sveitarfélög og í raun foreldrar standa því frammi fyrir þeirri spumingu hversu lang- an veg er hægt að láta böm sækja skóla og hvort og hvenær þau hafa aldur til að dveljast á heimavist, verði heimanakstri ekki komið við. Gmnnskólar em tvímælalaust lífæðar hvers byggðarlags og víða eina umtalsverða starfsemin á veg- um sveitarfélagins og tekur oft til sín 60-90% af rekstrargjöldum sveitarsjóðs. Hvað framhaldsskólann varðar þá em fjölbreyttustu námsfram- boðin í Reykjavík og þar em öfl- ugustu sérskólamir. I heild má segja að þokkalega fjölbreytt námsframboð sé aðeins fyrir hendi á Akranesi, Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, og S-Þingeyj- arsýslu, Egilsstöðum, Neskaups- stað, Selfossi, Vestmannaeyjum og Keflavík, auk höfúðborgarsvæðis- ins. Það er því um langan veg að fara fyrir marga nemendur í hinum dreifðu byggðum landsins ef þeir vilja nýta sér þau námstilboð sem framhaldsskólinn hefúr upp á að bjóða. Þetta gildir einnig um há- skóla en þeir em aðeins á fjómrn stöðum á landinu. Háskólar hafa í auknu mæli farið að bjóða upp á fjamám sem gerir fleirum kleift að stunda það skólastig. Slíkt fjar- nám er þó bundið við ákveðna þéttbýlisstaði þar sem fýrir hendi er fjarfúndarbúnaðir. Heilbrigðismál Uppbygging heilbrigðisþjón- ustu hér á landi er nákvæmlega skilgreind í lögum um heilbrigðis- þjónustu nr. 56/1973. Þar er stað- setning og stærð heilsugæslu- stöðva ákveðin, verkefnum lýst og landfræðileg þjónustusvæði dregin upp. Þó hefúr töluverðrar kreppu gætt í heilsugæslu á lands- byggðinni sökum þess hve erfitt er að ráða lækna þar til starfa. Ekki hefur tekist að skapa starfmu þann virðingarsess, sem því ber, og á meðan sækjast ungir læknar ekki eftir að velja sér heimilis- lækningar sem sérgrein og að helja störf á landsbyggðinni. Þetta skapar ákveðin vandamál fyrir dreifbýlið því að góð þjón- usta á sviði heilbrigðismála er eitt af lykilatriðum fyrir búsetu fjöl- skyldufólks í hinum dreifðu byggðum landsins. Samgöngur Grundvallaforsendur fyrir traustu atvinnulífí og búsetu em góðar samgöngur á láði, legi og í lofti. Samgöngur eru mikilvægur þáttur til þess að tryggja eðlilega byggðaþróun á landinu öllu. Samgöngubætur kalla á umtals- verðar ljárfestingar í nýbygging- um, endurbótum og viðhald á vegum, jarðgöngum, höfnum og flugvöllum. Sá misskilningur hef- ur verið ríkjandi að umbætur á samgöngum sé stuðningur við dreifbýlisbúa. Samgöngubætur skila sér í bættu félagslegu um- hverfi þjóðarinnar allrar því að markmið með þeim hlýtur að vera að þær bæti stöðu atvinnurekstrar og búsetu óháð landssvæðum. Hingað til hefúr ríkið staðið eitt að framkvæmdum á sviði sam- gangna ef Hvalíjarðargöngin eru undanskilin. Til höfuðborgar- svæðisins fer um þriðjungur af því fjármagni sem veitt er til vega- mála. Innan við helmingur stofn- og tengivega eru með bundnu slit- lagi og margir þéttbýlisstaðir með 200 íbúa eða fleiri eiga um malar- vegi að fara inn á hringveg. Lang- flestir svokallaðir sveitavegir eru malarvegir og ástand þeirra er misgott sem og viðhald. Enn vantar töluvert upp á að skipu- lagður snjómokstur sé á sveita- vegum þó að flestir aðalvegir landsins fái daglega vetrarþjón- ustu. Þróun síðustu ára hefur verið sú að áætlunarflug hefúr lagst af á nær öllum minni flugvöllum landsins og aðeins er haldið uppi reglulegum flugsamgöngum til átta áfangastaða hérlendis. Þróun í hafnamálum hérlendis er lík því sem verið hefúr á meg- inlandi Evrópu. Flutningahöfnum hefúr verið skipt á eina aðalhöfn, sem er í Reykjavík, og safnhafnir og svæðishafnir eru fyrir hvert samgöngusvæði. Bættar lands- amgöngur hafa aukið hlut land- flutninga og dregið úr þörf fyrir vöruhafnir. 116 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.