Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 25

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 25
1. tafla Áætluð not dráttarvéla á 300 kinda búi Verk Verkhluti Dr.vél Stærri Dr.vél Minni klst/ein. stærð eining klst. ALLS Fjárfest. mkr. a Grænf., endurv., ávinnsla... 129 plægt og herfaö X 2,5 3 hektarar 9 0,7 sáning og frág. X 1,5 3 hektarar 5 0,1 dreif tilb.áb. X 0,3 40 hektarar 14 0,2 búfj.áburður X X 0,4 60 tonn 28 0,6 flutningar áb. ofl. X X 20 1 búið/áætl. 23 0,6 b Heyskapur 315 sláttur X 0,6 40 hektarar 28 0,4 forþ. og rakstur X 1,45 40 hektarar 67 1,0 rúllubinding X 1,1 40 hektarar 51 1,6 rúllupökkun X 1,1 40 hektarar 51 1,2 flutningur X X 1,3 40 hektarar 60 0,2 c Haustverk 9 fjárflutningar X 0,025 300 kindur 9 0,3 d Gjafir og vetrarverk 97 rúllumeðferð X 0,4 210 dagar 97 0,1 e Önnur verk 86 viðhald ofl. X X 75 1 búið/áætl. 86 0,2 3,5 2,0 5,5 Samtals 635 12,7 Stærri dráttarvé 54 346 Minni dráttarvél 46 290 saman góð tök til heyskapar, t.d. sakir landþrengsla og annarra ann- marka lands í ræktun, og kosta- mikil sumarlönd fyrir sauðfé. VÉLANOTKUN - VÉLAÞÖRF Reynum nú með einföldum hætti að meta vélanotkun sauðfjár- bús. Á þann veg má gera sér nokkra grein fyrir því hvaða þörf- um vélamar eiga að mæta, en það er meginmál þegar kemur að mati á hagkvæmni vélafjárfestingarinn- ar. Meðfylgjandi tafla er áætlun um vélanotkunina, gerð fyrir bú með um það bil 300 vetrarfóðruð- um kindum. Tölur um vinnumagn á hveija einingu verks em sóttar í vinnumælingar Bútæknideildar Rala (sjá m.a. www.rala.is/but) en líka er höfð hliðsjón af vinnu- skýrslum búreikningabænda og fleiri athugunum. Gert er ráð fyrir tveimur dráttarvélum, stærri og minni, og verkum skipt á milli þeirra eftir erfiði. Við alla verktíma er bætt 15% vegna tafa og biðar. Undirstrika verður að hér er um lauslega áætlun að ræða sem gagn- rýna má á margan veg. Alls er dráttarvélanotkunin álitin vera liðlega 600 klst á ári. Tveir þriðju notkunarinnar er vegna fóð- urræktar og heyskapar. Gert er ráð fyrir að stærri dráttarvélin (75-90 hö) sé vel búin og gangi við öll verk á búinu. Sú minni (45-60) er hins vegar hentug til léttari verka. Má gera ráð fyrir að verðmætahlut- föll dráttarvélanna séu nærri 1’'A:l (t.d. sú stærri 3,5 mkr. en sú minni 2,0 mkr., sjá aftasta dálk 1. töflu með áætluðu nývirði vélanna). Nú má reyna að meta leiðir til spamaðar. Fremur litið er að vinna við breytta notkun þeirra tækja sem þegar em til á búinu, sbr. það sem áður var skrifað. Þegar gerða fjárfestingu þarf hins vegar að nýta sem best. Ef til vill er það leið til hagræðis að afla verkefna utan búsins, svo sem við almenn þjónustuverk og jarð- vinnslu en þó fremur heyskap til þess að nýta betur fjárfestingu t.d. í stærri dráttarvélinni og tækjum til rúlluheyskapar (möguleikar á bústækkun eða sameiningu tvegg- ja eða fleiri búa, etv. samrekstri þeirra, er ekki útilokaður kostur til skoðunar hér...). Sé horft til talnanna í 1. töflu einna sýnist áhrifamesta breyting- in geta falist i þvi að leysa hlut- verk stærri (og dýrari) dráttarvél- arinnar og tækjanna, sem hún annast, með öðmm hætti: - jarðvinnslu - útmokstur/dreifmgu á skít - rúllubindingu Þá er fallin brott fjárfesting, sem á nývirði er talin vera ríflega 6 mkr. - réttur helmingur allrar véla- fjárfestingar þessa bús. Tæknilega er það gerlegt að leysa þessi verk með öðmm hætti - nágrannasam- vinnu eða verktöku. Nokkuð af fasta kostnaði vélanna mundi þá sparast með öllu en annað verða að breytilegum kostnaði, eins og áður var vikið að. Þetta væri á hveiju Freyr 5/2003 - 25 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.