Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2003, Side 19

Freyr - 01.06.2003, Side 19
Verðmæti ræktunarlands Yfirlit Ræktanlegt land á Islandi er auðlind sem einungis er nýtt að litlum hluta. Flatarmál þess neð- an 200 metra hæðarlínu er talið vera 1,5 millj. ha (Bjöm Jóhann- esson 1960). Þar af eru einungis um 120 þús. ha í notkun eins og er eða 8%. I greininni verða færð rök að því að í framtíðinni muni eftirspum eftir góðu ræktunar- landi vaxa. Verð á landi einu sér ræðst nú fyrst og fremst af eftir- spum þéttbýlisbúa. Hætta er á að land, sem selt er til annarra nota en landbúnaðar, verði ekki að- gengilegt til ræktunar þegar á því þarf að halda. I greininni er drep- ið á lagaákvæði, sem snerta land- notkun, og bent á að núverandi löggjöf er að sumu leyti ófull- nægjandi. Einkum og sér í lagi þarf að skilgreina ræktanlegt land í lögum. Þar er nú einungis að finna hugtökin ræktað land og annað landbúnaðarland. Nýting ræktunarlands Ræktað land hérlendis er um 120 þús. ha. Af því em 90% varanleg tún, en 10% er plægt á ári hveiju. Sá hluti skiptist í grænfóður (6.000 ha), kom (2.500 ha) og nýrækt (3.500 ha). Heildarfóðumotkun á landinu er um 300 millj. fe. í gróf- fóðri og um 70 millj. fe. í kjamfóðri á ári og er þá talið fóður handa öll- um tegundum búfjár, (hrossum, sauðfé, nautgripum, svínum og hænsnum). I grófum dráttum má því telja að 80% notaðs fóðurs sé gróffóður og 20% kjamfóður. Kjamfóður er að stærstum hluta kom. Allt gróffóður er ræktað inn- anlands og auk þess 10-12% af því kjamfóðri sem notað er. Spyija má, hvort þörf verður á að taka nýtt land í ræktun á næstu ár- um. Tilefni til þess geta orðið nokk- ur og skulu hér nefiid þau helstu: 1. Flytja alla fóðuröflun inn í landið. Fóður fýrir svín og hænsni og kjamfóður fyrir mjólkurkýr er nú að mestu flutt inn. Til að rækta allt fóðurkom okkar innanlands þurf- um við á að halda allt að 25 þús. ha. lands. Þessi komrækt rúmast hvergi nærri öll innan þess lands sem nú er í ræktun þótt gert sé ráð fyrir endurvinnslu túna. Því þarf að taka nýtt land til ræktunar og gætu það orðið 10-12 þús. ha. 2. Rcekta nytjajurtir til annars en inatar og fóðurs. Uppi em áform um að framleiða hér ýmiss konar iðnvaming sem unninn er úr nytjaplöntum. Þar er einkum þrennt sem til nýjunga má telja. I fyrsta lagi er stefnt að því eftir Áslaugu Helgadóttur og Jónatan Hermannsson, Rannsókna- stofnun land- búnaðarins að framleiða lífvirk prótein úr byggi með erfðatækni (Júlíus Kristinsson 2003). I öðm lagi virðist ræktun á líni eiga framtíð fyrir sér þar sem feygingarverk- smiðju hefur verið komið á fót. I þriðja lagi má nefna að nú er ný- hafið Evrópuverkefni sem miðar Ræktanlegt land á íslandi er talið vera um 1,5 milljón hektarar, þar aferu aðeins 120 þúsund eða 8% i notkun. Myndin er frá Stóru-Hildisey I Austur- Landeyjum. (Ljósm. Áskell Þórisson). Freyr 5/2003 - 19 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.