Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2002, Page 9

Freyr - 01.09.2002, Page 9
Gunnar og Pálmi á Akri reka veturgamla heimahrúta heim haustið 2002. F.v. Póll, undan Túla, Ægir, keyptur frá Mávahlið á Snaefellsnesi, Hreinn, Skreppur, Sprettur og Bliki. (Ljósm. Jóhanna Pálmadóttir). fundist í einni kind hjá mér fóru Vatnsnesingar eitt sinn og keyptu lambhrúta hjá Reyni í Hvammi, út af Akri sem fyrr er nefndur. Þetta var vitaskuld glannaskapur, þar sem riða hafði verið landlæg í Vatnsdal í tugi ára og alltaf öðru hvoru í Hvammi, en sem betur fór kom þetta ekki að sök. Var ó þessum tíma aldrei rcett um að fara í heildar jjárskipti á þessu svœði? Pálmi: Nei, það var ekki gert og ég vil ekki leggja neinn dóm á framkvæmd þessara mála. Allt var þetta mjög einkennilegt. Þar sem tveir bændur bjuggu á sömu jörð gat hafa verið riða hjá öðr- um lengi en ekki hjá hinum. Svo þegar niðurskurðurinn hefst þá var jafnvel skorið niður hjá öðr- um bóndanum en ekki hinum. Ég man einnig að í Kárdals- tungu í Vatnsdal hafði verið landlæg riða eins og víðar í sveitinni. Hún gerist síðan svo mögnuð að bóndinn, Rúneberg Olafsson, hættir að setja á lömb af heimastofninum og ætlar að láta æmar ljúka sínu skeiði, en þá hættir að drepast og hann fer aftur að setja á lömb úr heima- stofninum. Þar hefur aldrei ver- ið riða síðan og þetta er einn af örfáum bæjum í Vatnsdal þar sem ekki hefur verið skorið nið- ur vegna riðu. Menn hafa þannig ekki vitað hvar þeir standa í viðureigninni við þennan vágest en gríðarlegt tjón, erfiðleikar og sárindi hafa fylgt þessari baráttu við riðuveiki- na og vonandi er sigur að vinnast. Og svo hafa kynbœtur á fénu farið forgörðum? Pálmi: Já, já, en það hafa verið kynbætur á öðmm stöðum á land- inu og oftast hafa menn fengið betra fé en þeir vom með áður. Það er umhugsunarefni hvers vegna riðan gaus svona heifitar- lega upp á sumum svæðum. Hún hafði t.d. verið í Vatnsdal frá því á fyrrihluta 20. aldarinnar og hafði sama og ekki breiðst út um héraðið. Svo allt í einu, um og upp úr 1970, fer hún að breiðast út án þess að vitað sé hvað olli. Jóhanna: Bændur höfðu t.d. alla tíð hjálpað hver öðmm í fjár- ragi og féð gengið saman á affétt- um allan þennan tíma og gerir enn. Pálmi: Auðvitað fómm við óvarlega og notuðum áhöld hver hjá öðmm, rúningsmenn fóm á milli bæja og sala á líffé fór fram milli bæja, sem líklega hefúr dreift sjúkdómnum mest en það hafði nú löngum tíðkast. Hvaðan kemur svo fé eftir síðari niðurskurðinn? Pálmi: Það var skorið niður 1989 og ég kaupi lömb aftur haustið 1992. Ég ákvað að hafa fjárlaust í þrjú ár til að auka ör- yggið. Sótthreinsun og allt það umstang er gríðarlega umfangs- mikið. Ég valdi mér bæði bú og svæði við ný fjárkaup og keypti lömb á þremur bæjum á Snæ- fellsnesi; Hjarðarfelli, Mávahlíð og Berserkseyri, og tveimur bæj- um í Þistilfirði, sem vom hvað kunnastir fjárræktarbæir þar, þ.e. Holti og Syðra-Álandi. Ég fékk fallegt og afúrðamikið fé, en þetta var nokkuð ólíkt fé, að vestan og norðan, e.t.v. ívið frjósamara úr Þistilfirðinum og ullarbetra þó að það væri sumt gult en það var mjólkurlagnara af Snæfellsnesinu í það heila tekið. Af báðum svæðum voru afbragðs einstaklingar innan um. Síðan hafa þessir stofnar blandast hér. Ég fékk góða hrúta frá öllum þessum bæjum, en þeir urðu mis- jafnlega langlífir eins og gengur. Hrútur frá Mávahlíð, sem ég kall- aði Jökul, var afburða vel gerður og fékk 88 stig á sýningu, tvæ- vetur. Hann var sonur Álfs þar og albróðir Spaks en þeir voru kunn- ir kynbótahrútar í Mávahlíð. Frá Hjarðarfelli fékk ég tvo sterka Freyr 8/2002 - 9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.