Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 6
um hann í þeim efnum. Hann var í hreppsnefnd Biskupstungnahrepps í um 16 ár eða frá 1970 til 1986. Hann tók frá unga aldri ötullega þátt í starfi Ungmennafélags Biskupstungna, var í stjórn þess um tíma, þar af formaður um skeið. Hann var heiðursfélagi Ungmennafélagsins. Hann hefur um langan tíma, ásamt öðrum, haldið úti blaði Ungmennafélagsins, Litla-Bergþóri og hefur lengi verið formaður ritnefndar þess merka blaðs. Arnór starfaði mikið að félagsmálum bænda. Hann lét mjög að sér kveða í þeim efnum er hann var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda á árunum 1991 til 1997, en þá voru miklir umbrots- og mótunartímar varðandi málefni þeirra. Hann starfaði með Björgunarsveit Biskupstungna og var fengur fyrir Björgunarsveitina að hafa mann sem gjörþekkti landið á þann hátt sem Arnór gerði. Arnór var einnig í Landgræðslufélagi Biskupstungna og Sauðfjárræktarfélagi Biskupstungna. Að sjálfsögðu var hann alla tíð í Hestamannafélaginu Loga, en hann vann við að skrá sögu þess félags þegar hann dó. Arnór starfaði einnig mikið fyrir kirkjuna. Hann var í sóknarnefnd Torfastaðasóknar og lagði mikla rækt við starfið þar. Hann sá um fjárreiður sóknarinnar og kirkjugarðsins. Hann mætti árlega á héraðsfundi Arnesprófastsdæmis og var leiðandi í nánu samstarfi hinna fjögurra sókna Skálholtsprestakalls og sá um sameiginlegar fjárreiður þeirra. Arnór stundaði alla tíð fræðimennsku og ritstörf. Hann ritaði ásamt öðrum um Biskupstungur í bókina og byggðalýsinguna Sunnlenskar byggðir sem Búnaðarsamband Suðurlands gaf út 1980 en ljóst er að það hefur verið mikið verk. Hann er höfundur meginefnis í árbók Ferðafélags íslands árið 2001 og nefnist þáttur hans „Á Kili“ en þar leiðir hann lesandann mjög ýtarlega um töfraheima hálendisins, auk þess sem hann lagði til fjölmargar ljósmyndir í bókina. Einnig setti hann saman smáritið Fótgangandi um fjallasali, tólf gönguleiðir á Kili sem ferðafélagið gaf út 1998, en Arnór lagði til allar ljósmyndir í það rit. í Litla-Bergþóri er eftir hann urmull pistla og greina sem hann hefur birt þar. Auk þess hefur hann skrifað og flutt á mannamótum fjölda merkra fræðsluerinda sem ekki hafa komið út. Arnór var með fróðustu mönnum um hálendið, Biskupstungurnar og nærliggjandi sveitir. Var þá sama hvort um var að ræða þekkingu á örnefnum, jarðfræði, dýralífi eða sögu byggðarinnar. Það er því engin furða að ferðahópar sóttust eftir að fá hann til að veita leiðsögn. Fór hann bæði með hópum upp á hálendið og yfir Kjöl auk þess sem hann veitti fólki leiðsögn um Biskupstungur og nærliggjandi sveitir. Þær ferðir voru ógleymanlegar þeim sem í þær fóru. Arnór var ókvæntur og barnlaus. Samt má segja að hann hafi átt feiknastóra fjölskyldu sem hann lagði rækt við. Þar á ég ekki eingöngu við ættfólk hans, systkini og systkinabörn heldur einnig allt það fólk sem hann tengdist í gegnum félagsstörf sín. Hann bjó yfir mikilli greind og vegna yfirburða þekkingar og reynslu hans af félagsmálum, var hann einkar ráðagóður. Hann var mjög nákvæmur í öllu og gat myndað sér mjög sterkar og ákveðnar skoðanir á málum. Virtist þeim sem ekki voru á sama máli og hann þá oft sem gjörsamlega ómögulegt væri að hagga honum. Fannst mönnum hann þá jafnvel einstrengingslegur og þver. En reynsla mín var sú að þær skoðanir sem Arnór myndaði sér voru jafnan byggðar á rökum, yfirvegun og innsæi. — Hann var traustur og hreinskiptinn og þess vegna var gott að sækja til hans styrk og ráð. Er ég þakklátur fyrir þá vináttu, hlýju og stuðning, sem Arnór hefur veitt mér þau ellefu ár sem ég hef verið sóknarprestur í Biskupstungunum. Arnór sinnti skepnunum sínum af mikilli alúð, en hann var ekki eingöngu í hirðishlutverkinu gagnvart þeim, heldur líka nemendum sínum, kirkjunni sinni, sveitinni sinni, menningararfleifðinni og landinu. Arnór var oft einn fótgangandi á hálendinu eða annars staðar úti í náttúrunni. Þessar gönguferðir voru honum mikilvægar enda ritar hann á einum stað: Nánast verður sambandið við landið með því að ganga um það á eigin fótum. Þannig gefst tœkifœri til að skoða hvert smáatriði, gróðurinn, moldina, grjótið og vatnið, finna ilm þess og snertingu, um leið og notið erforms og lita landslagsins. (4) Nýtt landslag blasir við Arnóri, er hann hefur nú lagt í nýja ferð, yfir dauða og gröf, um þá heima sem okkur eru ósýnilegir og ókunnir. í þá ferð tekur hann með sér margvíða mynd af dýrð þeirrar fósturjarðar sem umfaðmaði hann hér. En við sem eftir lifum geymum í hugum okkar góðar minningar um bróður sem í lífsstarfi sínu öllu vann með Hinum Hæsta að því að „halda áfram þeirri sköpun, sem byrjað var á í upphafi vega. “ Egill Hallgrímsson Skálholti Beinar tilvitnanir: 1. Arnór Karlsson: Óbirt handrit úr fórum hans. 2. S.H.: „Einn, en ekki einmana. Viðtal við Arnór Karlsson.“ Vikan 11. tbl 1963 bls. 43. 3. Arnór Karlsson: Sigþrúður og Karl. Minningarrit 2004. Bls. 15 og 16. 4. Arnór Karlsson: Fótgangandi um fjallasali, tólf gönguleiðir á Kili. Ferðafélag Islands 1998, bls. 3. Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.