Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 12
Mig langaði ekkert að vera þarna í kringum allt þetta fólk. Af hverju er ekki hægt að gera þetta bara í einrúmi með fjölskyldu sinni, hugsaði ég. Eftir jarðarförina fór ég heim og lagðist upp í rúm. Ó, ó, ó, hvað ég sakna hans, hugsaði ég og sofnaði út frá hugsunum mínum. Þegar ég vaknaði fór ég fram, settist við eldhúsborðið með mömmu. „Hanna mín, við þurfum að flytja til Englands til afa og ömmu.“ Eg var alveg orðlaus. „Af hverju?“, spurði ég. Hún sagðist ekki geta verið hérna lengur, hún hafði bara flutt til Islands til að vera með pabba. Þar með var þessari umræðu lokið. Eg fór inn í eldhús og fékk mér mjólkurglas og skúffuköku. Ég átti að pakka niður. Mig langaði ekki til að flytja því mér leið betur á íslandi en í Englandi. Ekki nóg með það að pabbi dó heldur eigum við líka að flytja til Englands. Ég hlakkaði ekki til, við áttum að fara eftir þrjá daga. Ég ákvað að fara til Lindu, ég varð að segja henni þetta. Þegar ég kom heim til hennar fórum við beint inn í herbergið hennar. - „Ég er að fara að flytja til Englands,“ sagði ég hreint út. - „Af hverju?“ Spurði Linda. - „Við ætlum að búa hjá afa og ömmu. Mamma sagði að eina ástæðan fyrir því að hún flutti til Islands var af því að hún kynntist pabba.“ - „Ekki fara! Þú mátt ekki fara,“ bað hún mig. - „Mig langar ekkert að fara en ég verð að fara fyrir mömmu. Þetta er erfitt fyrir okkur báðar.“ - „Kemurðu ekki örugglega að heimsækja mig?“ - „Jú auðvitað, ég ætla að reyna að koma sem oftast.“ - „Takk, en hvenær flytjið þið?“ - „Eftir þrjá daga.“ - „Þrjá daga!“ - „Já, ég á eiginlega að vera að pakka niður núna en ég varð að koma.“ - „Já, takk fyrir það.“ Ég fór ekki fyrr en um fimm leytið. Þá hafði mamma hringt og sagt að ég yrði að pakka núna. Ég hljóp alla leiðina, það var svo kalt. Ég var með vettlinga, húfu og trefil en samt var mér ótrúlega kalt. Þegar ég kom heim fór ég strax að pakka, það var svo margt eftir að gera. - „Hanna! Ertu ekki að koma?“ - „Jú er alveg að koma!“ - „Drífðu þig, við erum að verða of seinar,“ kallaði mamma. - „Já mamma, ég er að drífa mig!“ Ég tók töskuna og gekk út úr tóma herberginu mínu. - „Mikið var,“ sagði mamma. Við hlupum út í bíl og brunuðum af stað. Þegar við komum á flugvöllinn var búið að seinka vélinni. Veðrið var ekki svo gott, snjókoma og svolítill vindur. Við fengum okkur hressingu og Litli Bergþór 12 __________________________________ settumst við borð. Nú var vélin komin og við þurftum að fara. Þegar við komum í flugvélina leituðum við að sætunum 12A og 12B. Þegar flugvélin var komin á loft sofnaði ég. Mig dreymdi að ég væri komin til Englands og mamma væri komin með nýjan mann og ég ætti orðið tvær mjög góðar vinkonur. Þegar ég vaknaði var flugvélin við það að fara að lenda. Ég fékk mér tyggjó til að fá ekki hellu. Þegar flugvélin hafði lent dreif ég mig út því að ég hafði svo mikla innilokunarkennd. Það var gott að komast út úr flugvélinni og anda að sér fersku lofti. Ég hugsaði með mér hvort þetta væri nokkuð svo slæmt. Moskító Margrét Hallgrímsdóttir Verðlaunasaga úr 9. bekk. Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði fyrst að borða l'lugur. Mér fannst þær bragðast vel og maður gat gert hvað sem er við þær. Mamma sagði alltaf að hana undraði hvers vegna ég væri ekki dauður... Ég sagði bara á móti að ég væri með svo sterkt blóð að ekkert gæti á það fengið. 20 árum seinna var ég orðinn þekktur flugnafræðingur og fólkið í heimalandi mínu bar mjög mikla virðingu fyrir mér, enda var ég eini flugnafræðingurinn í landinu. Svo gerðist það að moskítófaraldur barst til landsins og margir veiktust. Ég var sendur á staðinn til að kanna málið. Þegar komið var á staðinn sá ég að þetta var tegund sem hafði verið útdauð í nokkrar milljónir ára. Ég hugsaði með mér hvernig þetta væri mögulegt og kallaði á aðstoðarmann minn. Hann kom með nokkur kíló af bókum og við flettum upp í þeim lengi vel og loksins þegar við vorum að fara að gefast upp þá rákumst við á gamla og snjáða bók neðst í bunkanum. Þegar við vorum búnir að fletta í bókinni í smá stund fundum við kaflann um þessar flugur. Þá kom í ljós að eina móteitrið sem til væri í heiminum við þessum flugum væri í þeim sjálfum og til þess að ná í það þyrfti að bíta af þeim aftari helminginn en alls ekki borða hausinn. En hængurinn var að það var mjög erfitt að fanga þessar flugur.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.