Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 15
Iþróttamenn 2008. Aftari rö f.v.: Ástrún, Hjalti Pétur, Teitur, Marta, Smári. Fremri röð f.v. Brynhildur, Margrét, Jón Óskar, Jóna Sigríður. Ljósm. SS samstarfssamning til u.þ.b. fimm ára en það vildi stjóm björgunarsveitarinnar ekki sem sagði okkur að sennilega yrði þetta síðasta árið sem við fengjum að vera með. Sökum fjárhagsstöðu íþróttadeildarinnar var ekki hægt að réttlæta það að taka á sig tap núna og fá svo ekki að vera með í sölunni á næstu árum. I framhaldi af þessu var samstarfinu því miður slitið. Það á eftir að gera samstarfið upp en töluvert var til af flugeldum frá síðasta ári sem íþróttadeildin á 30% í svo einhver upphæð ætti að koma inn núna en síðan ekki meir. Þetta kemur mjög illa út fyrir deildina þar sem þetta var aðalfjáröflunin en eins og flestir vita þá eru æfingagjöldin hér með því lægsta sem þekkist. Núna er því mjög mikilvægt að fá sem flesta á öllum aldri í félagið svo við fáum hærri greiðslur frá UMFI en eins og bent hefur verið á áður er það mikill hagur fyrir alla, bæði félagið og félagsmenn, að sem flestir séu skráðir í félagið. Eins er mikilvægt að minna fólk á að greiða bæði félags- og æfingargjöldin fljótt og vel. í félagsstarfi sem þessu, sérstaklega í svona litlu samfélagi, er mjög erfitt að vera með hörku í innheimtu og loka á þá sem ekki hafa greitt gjöldin þó að það sé víða gert. Að lokurn vill fráfarandi stjórn þakka þjálfurunum og öllum íþróttahetjunum okkar fyrir frábær ár því án þeirra væri starfið frekar líflaust. Fráfarandi stjórn íþróttadeildar Umf.Bisk. Helga María, Alice og Kristín Björk ( r CBjamaSuc) ^ Brautarhóli - Biskupstungum ^ ) Bjamabiið ReykhoCti Verslun og bensínafgreiðsla Opið alla daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga og sunnudaga 11:00 til 18:00 Allar almennar matvörur og olíur 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.