Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 7
Hvað segirðu til • I desember kom snjóakafli sem varði um það bil fram að jólum, þá fór að hlýna og rigna og hélst veðrið þannig út janúar. í byrjun febrúar kólnaði allverulega og var snjór og frost fram í miðjan febrúar. Þá hlánaði í nokkra daga áður en frostið tók til aftur og hefur verið nokkuð viðvarandi síðan þó með hléum. • íþróttadeild Umf.Bisk. hélt aðalfund sinn 11. desember 2008 á Kaffi Kletti. Meðal hefðbundinna aðalfundastarfa var tilnefning ungmenna fyrir íþróttastarf árið 2007. Davíð Oskarsson fyrir körfubolta, Rúnar Guðmundsson fyrir glímu, Eyrún ída Guðjónsdóttir fyrir fimleika, Ástrún Sæland fyrir körfubolta og glímu. Að lokum var Rúnari og Ástrúnu veitt viðurkenning sem íþróttamenn ársins 2007. • Kvenfélag Biskupstungna hélt jólamarkað í Aratungu þann 16. desember. Þar var á boðstólum ýmiss varningur, allt frá málverkum til ullarsokka. Sungin voru jólalög og var söngurinn annars vegar á vegum kórs 2.-4. bekkjar grunnskóla Bláskógabyggðar og hins vegar tóku Steinunn Bjarnadóttir og Henríetta Osk Gunnarsdóttir lagið við gítarundirspil. • Messuhald um hátíðarnar var með hefðbundnu sniði messur í öllum kirkjum og aðventukvöld í þeim flestum. • Uppsveitadagatalið kom út í janúar en það er gefð út af Skúla Sæland f.h. Menningarmiðlunar ehf. í samstarfi við Sigurð Sigmundsson og Skálholtsstað. I því eru að þessu sinni myndir teknar af Sigurði og Sigurgeiri Sigmundssonum frá Syðra Langholti í Hrunamannahreppi. • Opnuð var ljósmyndasýning í Skálholti á vegum sömu aðila sem heitir „Sveitasýn. Sjónarhorn Sigga í Syðra á uppsveitir Árnessýslu“ og sýnir myndir Sigurðar frá Syðra-Langholti og er hún opin nú síðari hluta vetrar. • Magnús Einarsson í Kjarn- holtum hélt upp á 60 ára afmæli sitt þann 24. janúar og bauð hann vinum og sveitungum til veislu í Aratungu í tilefni af því. # Þann 31. janúar var þorrablót Tungnamanna haldið í Aratungu með hefðbundnu sniði. Skemmtiatriðin sá Haukadalssókn um að þessu sinni og hljómsveitin Leynibandið spilaði fyrir dansi. Þorrablót eldri borgara var haldið 6. febrúar og voru þar sýnd sömu skemmtiatriði og á þorrablóti Tungnamanna og síðan spilað á harmonikku fyrir dansi. • Uppsveitabrosið var afhent í fimmta sinn núna eftir áramótin. Að þessu sinni kom það í hlut læknanna hjá Heilsugæslunni í Laugarási þeirra Péturs Skarphéðinssonar og Gylfa Haraldssonar fyrir Fjölmenni skemmti sér við velheppnað þorrablót Haukadalssóknar. Ljósm. SS Stoltir íþróttamenn: Ástrún, Davíð, Eyrún ída og Jóna Sigríður f.h. Rúnars bróður síns. Ljósm. Aðalheiður Helgadóltir 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.