Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 11
o Ugluungi sem móðirin skildi eftir einan síns liðs á Osabakka í vor fékk inni í dýragarðinum Slakka í sumar. o Nýreist Gestastofa var opnuð í Skálholti sunnudaginn 25. júlí, húsið er bráðabirgðahús og gert er ráð fyrir því að hægt verði að flytja það síðar og nýta til annarra þarfa. í húsinu er yfirlitssýning um 950 ára sögu Skálholtsstaðar. o Laugarássbúar fyrr og nú stóðu fyrir Laugarássgleði laugardaginn 14. ágúst. Brottfluttir komu margir á föstudeginum og var safnast saman á tjaldstæðinu í Laugargerði. Gengin var gleðiganga um þorpið á laugardeginum. o Iceland River Jet er nýtt fyrirtæki sem gerir út á hraðbátaþjónustu á Hvítá. Afgreiðsla ferðanna er á Hótel Gullfossi, farþegar eru keyrðir niður að nýju brúnni yfir Hvítá og þaðan er siglt upp ána. o Þyrluflug ehf. er líka nýtt fyrirtæki sem býður fólki í útsýnisflug yfir Gullfoss, Geysi, Langjökul og víðar og er lagt upp í það frá Geysi. o Grunnskólinn var settur þann 20. ágúst og hófst kennsla mánudaginn 23. ágúst. I vetur eru 107 nemendur í Reykholti og 39 á Laugarvatni. Starfsmenn eru 32 í 23 stöðugildum. Sigurlaug Angantýsdóttir í dyrum söluskálans á Heiðmörk. o Leikskólinn Álfaborg er fullsetinn, á eldri deild eru 16 börn og tveir starfsmenn en á yngri deild eru 17 börn og þrír starfsmenn. o Sú nýbreytni var tekin upp við Grunnskólann í Reykholti að nú geta nemendur og starfsmenn gerst áskrifendur að ávöxtum og grænmeti. Er það mötuneyti skólans sem sér um að útvega nýmetið og sneiða það niður til neyslu. o Knútur Ármann og Helena á Friðheimum buðu sveitungum og vinum að koma og fagna með sér laugardagskvöldið 21. ágúst í tilefni 15 ára búsetu á Friðheimum og 15 ára brúðkaupsafmælis þeirra. o Skorið var á plast á 62 heyrúllum á Vatnsleysu um miðjan ágúst. Málið var kært til lögreglunnar. o Símatíma skrifstofu Bláskógabyggðar var breytt og er nú allan daginn frá níu til þrjú ef frá er talinn matartíminn á milli tólf og eitt. o Þann 5. september gengust Upplit, Menningarmiðlun og Ferðaþjónustan í Uthlíð fyrir göngu að Kolgrímshóli undir nafninu „Hver var þessi Kolgrímur?“ og hélt Skúli Sæland erindi í Réttinni að göngu lokinni. o Vinningurinn í lottóinu laugardaginn 4. september kom á miða sem keyptur var í Bjarnabúð. Vinningurinn var 5 milljónir króna. o Farið var á tjall vikuna 4. til 9. september í blíðskapar veðri og Tungnaréttir haldnar laugardaginn 11. september, sömuleiðis í góðu veðri. Heimtust milli 3.000 og 4.000 fjár af fjalli og er mál manna að smalast hafi mjög vel. Héldu Tungnamenn upp á það að vanda með söng og gleði í réttunum fram eftir degi. í eftirsafni heimtust ekki nema 13 kindur og hefur ekki fréttst af neinum kindum síðan. Engar kindur fundust við Brekknaleit Hlíðamanna í haust. o Magnús í Austurhlíð og Guðmundur sonur hans sáu um grenjaleit í vor og sumar að venju. Gáðu þeir í alls 51 greni en lágu á 11 grenjum. Náðu þeir báðum dýrunum á flestum þeirra nema á fjórum þar sem þeir náðu aðeins öðru dýrinu. Alls náðu þeir 67 dýrum, 18 fullorðnum og 49 yrðlingum. Er það ívið minna en í fyrra, en þá náðu þeir 71 dýri, sem var metár. Þess má geta að grenjaleitir hafa verið stundaðar frá Austurhlíð mann fram af nranni síðan á fyrri hluta síðustu aldar. Magnús var fyrst á grenjum með Kristni föður sínum, (tók við af Jóhanni bróður sínum þegar hann féll frá 1999), en Kristinn tók við af Guðmundi tengdaföður sínum um 1963. Karólína Gunnarsdóttir á Akri. o Aðfaranótt 25. september var tvívegis brotist inn í verslunina /söluskálann á Geysi og þaðan stolið verðmætum fatnaði. o Utför Kristins Kristmundssonar, fyrrum skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni fór fram frá Skálholti 3. október að viðstöddu fjölmenni. o Atvinnulífsfundur var haldinn í Aratungu 11. okt á vegum Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu. o Drengjakór Hafnarfjarðar skemmti á Kaffi Kletti þann 15. október, en hann hefur nokkra brottflutta Tungnabúa innan sinna vébanda. o Árshátíð Eldri borgara var haldin í Aratungu þann 15. október og brugðu meðlimir Drengjakórs Hafnarfjarðar sér yfir í Aratungu og tóku lagið þar fyrir fólkið. 11 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.