Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 28
þessi störf, við að stinga upp hús hjá Jóni Vídalín og við gróðurhúsabyggingu hjá Skúla í Hveratúni. Fyrsta sumarið í Laugarási var ég gæslumaður í Krossinum (Sumarbúðum Rauða-krossins í Laugarási), sá um ljósavélarnar. Ég lenti líka fljótlega í því að vinna á ýtu sem þeir áttu Loftur á Felli og Bjössi í Skálholti. Skálholt Svo fékk ég vinnu í Skálholti. Við Ingólfur á Iðu tókum að okkur að byggja skála fyrir væntanlegan vinnuflokk við uppgröft og kirkjubyggingu, en Brynjólfur Melsted, verkstjóri hjá Vegagerðinni, tók að sér verkstjórn við skálann og keyrði allt efni í hann. Við þekktumst síðan ég var 17 ára í vegavinnu frá Sandlækjarholtinu að Stóru Laxá. Ingólfur fékk svo vinnu á vörubíl og hætti, svo þá var ég einn eftir það. Skálinn var notaður á fyrstu Skálholtshátíðinni 1956. Þarna bjuggu fornleifafræðingar, innlendir og útlendir. Asa frá Holti í Stokkseyri var ráðskona, en eldhús og ráðskonuherbergi var líka í skálanum, sem var 5-6 m breiður og um 30 m langur. Þegar farið var að byggja og allt komið á fullt, átti að staðsetja Biskupshúsið. Og þá var eini staðurinn, þar sem það skyggði ekki á aðrar byggingar, þar sem skálinn stóð. Þá átti að flytja skálann, en hann slitnaði í sundur! Stubbur úr honum var þó notaður sem skýli við kirkjubygginguna. Verkstjóri við húsið hans Bjössa (Skálholtsbýlið) var Jón Sæmundsson og sótti ég um vinnu hjá honum. Hann vildi ekki ráða mig, en Leo, málarinn sem málaði húsið hans Bjössa að innan, vildi fá mig til að mála. Hann þekkti mig frá Laugarvatni, en hann var bakari þar. Kona hans, Steinunn, var ráðskona hjá Grími á Syðri-Reykjum. Svo fór ég að vinna við aðrar byggingar, það þurfti að byggja verkfærahús hjá Bjössa. Kristinn Sæ- mundsson frá Ósabakka tók að sér skemmuna og ég vann með honum. Þeir bræður, Jón og Kristinn, drukknuðu um veturinn í Hvítá, fóru niður um vök. Þá kom Tómas í Auðsholti og við kláruðum skemm- una. Svo fór ég að vinna við kirkjubygginguna. Það var flokkur frá Almenna byggingfélaginu sem tók verkið að sér, smiðir frá Selfossi, Eyrabakka og Reykjavík. Ég gekk inn í það. Við vorum sex smiðir frá þessu félagi, sem unnum við uppslátt og við að steypa upp á fyrstu hæð. Friðgeir Kristjánsson, smiður frá Hvoli í Ölfusi, ég og fleíri heimamenn, steyptum upp turninn næst, svo var þakið sett á kirkjuna næsta sumar. Við Friðgeir áttum eftir að vinna oft saman síðar við að byggja fjós og fleira vítt og breytt um sveitir, m.a. byggðum við yfir Sigurð á Villingavatni. Það var Hörður Bjarnason, sonur Bíó-Bjarna frá Galtafelli, sem var arkitekt að kirkjunni, en Guðjón Arngrímsson var ráðsmaður og hafði eftirlit með byggingarframkvæmdunum. Herði fannst Guðjón Skálholtsorðan og forsetabréfið. vilja ráða of miklu og rak hann, en Guðjón lét Sigur- björn biskup ráða sig aftur til að vakta staðinn allan by ggingartímann! Þegar verið var að steypa kirkjutuminn var Hörður arkitekt í Bretlandi og erfitt að ná í hann til að ákveða hæðina á turninum. Þurfti að bíða þangað til hann kom heim, til að ákveða endanlega hæð. Ég varð handlangari þegar farið var að múra kirkjuna. Hrærði múr í tvo múrara og halaði múr- föturnar upp á einfaldri trissu. Náði að hafa við þeim! Þegar kom að því að innrétta kirkjuna, vildu þeir Guðjón, Tryggvi yfirsmiður, vinur hans úr Hafnarfirði og Magnús Már, formaður byggingar- nefndar í Skálholti, hafa mig með. Þess vegna vann ég áfram við innréttingu á kirkjunni. Við hellulögn- ina inni í kirkjunni varð ég aðstoðarmaður Þóris Bergsteinssonar, hellulagnarmeistara og þótti nokkuð góður í að skera hellurnar til. Þeir voru ánægðir með mig karlarnir og vildu hafa mig í vinnu, og það var gott. Vinnan við kirkjuna var samt oft stopul, það voru engir peningar og aðallega unnið á sumrin. Yfirsmiður við byggingu prestssetursins í Skálholti hét Stefán og hafði verið yfirsmiður við byggingu Aratungu og félagsheimilisins í Arnesi m.a. Hann féll frá meðan verið var að byggja prestssetrið og Guðmundur Sveinsson frá Ósabakka tók þá að sér að klára verkið. Og þegar kirkjan var búin, var byrjað á skólabyggingunni. Við Ingólfur á Iðu byggðum líka upp Sumarbúð- irnar í Skálholti. Skálinn var fluttur innan úr Búrfelli, einhverjir Selfyssingar gáfu húsið til þess að börnin hefðu góða aðstöðu. En mötuneytið var fyrst í kjall- aranum á Biskupshúsinu. Ég held ég geti sagt að það séu bara tvö hús í Skálholti, sem ég hef ekki unnið við, Organistahúsið og Rektorshúsið. Reyndar ekki Oddsstofu heldur. En af því að ég þekkti innviðina í öllum húsum var ég oft síðan kallaður í Skálholt ef eitthvað var að. Sr. Guðmundur Óli kallaði reyndar alltaf á Ingólf á Iðu Litli-Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.