Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 27
búinn að semja við Árna Eyland hjá Sambandinu. Svo fer ég suður, en Bjarni gleymdi að láta mig hafa farareyri. Það þurfti að kaupa olíu á ýtuna og fá vörubfl til að flytja hana. Vörubíll fannst, en fyrst var að ná ýtunni út. Hún var í kassa, sem stóð á Sam- bandslóðinni, ég fékk kúbein og var sagt að rífa kassann utan af. Svo þurfti að keyra ýtuna yfir á skólalóð Vesturbæjarskólans, þar sem var brekka, tii að keyra ýtuna upp á bílinn. Bensínið fékk ég skrifað, því það var bensínstöð á Laugarvatni. Sonur Árna sagði mér til hvernig átti að setja hana í gang og keyrði hana svo sjálfur vestur á Skúlagötu. Þegar við komum á Laugarvatn var Bjarni ekki úti að taka á móti ýtunni, hefur kannski verið á þingi. En Olli (Þorkell) og hinir skólakrakkarnir skoppuðu í kring og þótti ég merkilegur maður! Rafgeymirinn var óhlaðinn, svo það þurfti að snúa í gang. En það tókst að koma ýtunni í gang og keyra hana niður af pallinum. Ég hafði unnið áður á traktor hjá Búnaðar- félagi Hrunamanna, svo ég þekkti aðeins inn á vélar. Fyrsta verk mitt á ýtunni á Laugarvatni var að grafa fyrir nýju skólahúsi Menntaskólans á Laugarvatni. Það var mikill gröftur. Kjallarinn, sem nú er mötu- neyti skólans, var lengi notaður sem bílageymsla Þorkels. Og af því að ég var áðan að minnast á brunann á Torfastöðum, þá var ég sendur frá Laugar- vatni til að grafa þar fyrir nýju íbúðarhúsi, hlöðu og fjósi eftir brunann. Það hafði kviknað í fjósinu, sennilega af því að askan var sett undir kýrnar. Seinna fengu þeir Guðjón í Skálholti og Þorsteinn á Vatnsleysu mig til að grafa fyrir nýjum sökkli undir kirkjuna á Torfastöðum, þegar steyptur var grunnur undir hana. Ég var á Laugarvatni 1940-1951. Vann mest fyrir búið á ýtunni. Bara verst hvað illa gekk að fá borgað. Þegar ég hætti átti ég mikið inni hjá Bjarna, en Bergsteinn sá við honum, hann vissi af peningi og gerði upp við mig áður en aurinn var notaður í annað! Við Jóna kynntumst á Laugarvatni, en hún var þá í eldhúsinu við skólann í einn vetur. Síðan fór hún til Helga í kaupavinnu hér í Laugarási og svo aftur í Húsmæðraskólann á Laugarvatni annan vetur. Þann vetur trúlofuðum við okkur. Á Laugarvatni höfðum við bara herbergið sem ég bjó í og annað til í Björkinni og þar fæddist fyrsta barnið, Indriði, sumarið 1951. Flutt í Laugarás Um haustið 1951 flutti ég með konu og barn í Laugarás, í 29 fermetra kofa hangandi hérna í brekkubrúninni. Ég málaði kofann og veggfóðraði og hann varð bara notalegur. Ég skírði hann Lindar- brekku af því að það eru tvær lindir hér í brekkunni. Það var Hulda, kona Knúts læknis, sem vildi endi- lega að ég keypti lóðina af Sigurði í Tóbakinu (Björnssyni) en hann hafði keypt af Jóhanni Sæmundssyni prófessor, sem reisti kofann á stríðs- árunum úr rússneskum bílakössum og vín- og tóbakskössum. Ég fékk lóðina á sama verði og hann hafði keypt, 36 þúsund minnir mig. Lóðin var hálfur hektari og allt upp á rönd! Þarna í gamla húsinu bjuggum við þangað til við fluttum í nýja húsið 1981. Helgi kom hingað í Laugarás 1946, var fyrst í kjallaranum á læknishúsinu, en svo þurfti læknirinn á húsnæðinu að halda. Helgi byggði þá nýtt hús sumarið 1949, þegar Jóna var í kaupavinnu hjá honum, og flutti inn fyrir jól. Oddvitarnir hér í uppsveitunum keyptu Laugar- ásjörðina 1923 undir lækninn, en Skúli læknir var þá í Skálholti. Þeir sáu jörðina auglýsta og fengu hana ódýrt. Helgi Ágústsson, oddviti Hrunamanna fór ríðandi á Eyrarbakka með sölusamninginn og lét þinglýsa honum. Eigandinn vildi seinna rifta samningnum, en það var ekki hægt af því að búið var að þinglýsa honum. En þá vantaði hús undir lækninn. Á Geysi var hús frá konungskomunni, það var rifið og flutt á klökkum í Laugarás. Guðmundur á Kjaranstöðum flutti húsið og Jóhann, faðir Ingólfs á Iðu sá um bygginguna. Fólk tók okkur vel hér í Laugarási. Ég vann hin og Lindarbrekka í kvöldsól. Gamla húsið fremst á brekkubrúninni, skemman og gróðurhúsið á bakvið. Nýja íbúðarhúsið til vinstri. 27 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.