Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 33
okkur til dáða að halda áfram og þá fórum við útí að flytja inn tvo aðra hunda frá Bretlandi. Þeir voru súkkulaðibrúnir og vorum við með fyrsta albrúna labrador gotið á íslandi. Þessir hundar opnuðu augu margra fyrir því að það væru til þrír litir á labrador retriever en enn í dag er samt fólk að spyrja mig hvaða týpa af hundi þetta sé sem er við hlið mér. í dag erum við að rækta undan okkar hundum, þ.e.a.s. hundum sem við ræktuðum sjálf. Er það mjög gefandi, eins og í allri ræktun, að sjá hvernig til tekst og læra hvernig og hvaða ættlínur passa saman og hverjar ekki. í dag erum við með eitt til tvö got á ári og reynum alltaf að koma með fyrsta flokks hunda sem henta sem venjulegir heimilishundar eða þrautþjálfaðir vinnu- og veiðihundar. Okkar hundar verða aldrei eingöngu sýningarhundar, þó að þeim eigi öllum eftir að ganga vel á ræktunarsýningum, því að okkur finnst að hinn fullkomni labrador eigi að hafa báða þessa eiginleika, annað sé ekki nógu gott. En eins og með Elvis forðum þá er það ekki þar með sagt að þegar maður er orðinn ræktandi að hundum að prakkarastrikin hætti. ÓneiH Þau eru enn til staðar og það sem ber hæst er atvik sem átti sér stað á Þorláksmessu fyrir nokkrum árum. Þá stóð jólaundirbúningurinn sem hæst og ég var að gera marga hluti í einu eins og að græja jólamatinn fyrir þá á heimilinu sem ekki borða villbráð á jólunum, (jól = Rjúpa). Eg hafði tekið úr frystinum fimm kílóa kalkún sem var að þiðna hægt og rólega uppá borði. Eins og margir karlmenn þá var ég annars hugar þennan dag, líkt og aðra daga, og ekki alveg að pæla í þessum risakalkúni þannig að ég gleymdi því að hundarnir fimm voru lausir! Og hvað haldiði? Það Fjölskyldan í göngutúr. þurfti ekki að spyrja að því, þeir átu jólamatinn á Þorláksmessu... og fóru létt með það! Nú voru góð ráð dýr! Þar sem að ekki var búið að loka búðunum á Selfossi setti ég persónulegt hraðamet á Hundai Starex niður á Selfoss. En lenti þar í því að kalkúnn- inn var, að sjálfsögðu, búinn í búðunum. Þá var ég komin útí horn. Það var ekkert annað að gera en að hringja í konuna og sjá hvort hún myndi ekki sætta sig við „hátíðarkjúkling“! Það var erfitt símtal, alveg langt uppi á topp tíu skalanum yfir erfið símtöl. Það eru þó fleirí góðar og ánægjulegar stundir sem við upplifum með hundunum okkar. Þetta hundastúss er fyrir löngu orðið lífsstíll og hundarnir orðnir hluti af fjölskyldunni. Eg er að upplifa æskudrauminn. Karl Jóhann Bridde www.blaskogalabrador.is Bjarnabúð Reykholti Verslun og bensínafgreiðsla Opið alla dagafrá 9:00 til 18:00 Laugardaga ogsunnudaga 11:00 til 18:00 Allar almennar matvörur og olíur 33 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.