Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Page 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Page 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 Hreiðar Karlsson: Sagan af Guðnýju Bjöm Jónasson afabróðir minn frá Narfastöðum flutti til Ameríku árið 1883, ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Sigríði Kristjánsdóttur og allri fjölskyldu hennar. Þau settust að í Norður Dakóta, nálægt bænum Mountain, og bjuggu þar langa ævi. Bjöm skrifaðist á við fólkið sitt á Narfastöðum áratugum saman. Bréfin hans fjalla einkum um daglegt líf, búskaparhætti, veðurfar og sameiginlega kunningja, auk þess sem Bjöm leitaði fregna að heiman. Eitt umræðuefni hans sker sig þó nokkuð úr, meðal annars af því hve Bimi var mikið niðri fyrir í viðkomandi bréfi. Frá þessu skal nú reynt að greina. Sumarið 1884 dvöldu Bjöm og Sigríður um skeið í Winnipeg og á þeim tíma kom þangað hópur innflytjenda frá Islandi. í þeim hópi var meðal annars Jakob Helgason frá Hallbjarnarstöðum ásamt Kristjönu konu sinni og dótturinni Kristínu. Bjöm greinir frá því, að í fylgd með þeim Jakobi hafi verið einstæð móðir, Guðný að nafni og ungur sonur hennar. Hins vegar gramdist honum mjög, hvemig háttað var ferðum þeirra Guðnýjar. I stuttu máli á þessa leið. Kristján á Ulfsbæ hafði beðið Jakob fyrir þau mæðginin eins og hvern annan pakka vestur yfir hafið. Þau höfðu aðeins brýnustu fjármuni til ferðarinnar og ástæða þess að þau áttu eftir rúrna þrjá dollara við komuna til Winnipeg var sú, að drengurinn fékk frítt far með jámbrautarlestinni. Jakob átti síðan að koma Guðnýju í hendur „Kristjáns“ eins og hann segir og þar átti hún að lifa á þeim fjármunum sem Kristján vestra skuldaði Kristjáni á Ulfsbæ. Hins vegar átti hún langan veg ófarinn frá Winnipeg og á leiðarenda. Jakob var ekki á þeirri leið heldur ætlaði annað. Hann hafði hvorki peninga né aðstæður til að fylgja Guðnýju á áfangastað, Kristján hafði ekki efni á að sækja hana. Hún sjálf hafði engin ráð á þessu ferðalagi heldur. Með öðmm orðum, Bimi þótti þetta ferðalag fáránlega vitlaust og var bæði sár og reiður. Málið leystist þó svo að Guðný og drengurinn voru á vegum Björns og Sigríðar um einhverja daga eða vikur í Winnipeg og fylgdust síðan með þeim suður eftir til „Kristjáns“. Upp í skuld Það er ekki beinlínis tekið fram í bréfi Bjöms hver þessi Kristján var, sem átti að gera upp skuld sína með því að fóðra einstæða móður af Islandi. Allt bendir þó til að þar sé um að ræða tengdaföður Björns, Kristján Jónsson sem kenndur var við Amar- vatn en bjó á Ingjaldsstöðum síðustu ár sín á Islandi. Kristján var raunar bróðir Sigurðar Jónssonar lang- afa míns en kona Kristjáns var Sesselja Sigurðar- dóttir frá Stafni, systir Sigurveigar langömmu minnar á Hallbjamarstöðum. Þá er enn ósvarað aðalspumingunni, hver hún var þessi Guðný, sem þannig var send milli heimsálfa. Kristján á Ulfsbæ átti enga Guðnýju fyrir dóttur, en fyrst datt mér í hug að umrædd Guðný væri dóttir hans. Þá hugkvæmdist mér að líta í bréfið sem til er frá Jakobi Helgasyni frá þessu sama hausti 1884. Og þar kom árangur - „Guðný Jónsdóttir“ varð honum samferða af Islandi. Þá þurfti enn að líta í Vestur- faraskrána og hún brást ekki. Arið 1884 fóm vestur frá Valadal á Tjömesi Guðný Jónsdóttir „bústýra“ 25 ára gömul og sonur hennar, Helgi Magnús Jónsson, sem sagður var 5 ára. Enn var þó óljóst hvaðan þau voru komin og upprunnin eða hvers vegna þau voru send yfir Atlantshafið með Jakobi frænda mínum. Prestssonur Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar greiddi úr þessu. Guðný Jónsdóttir, dóttir Jóns Jónssonar blinda, hafði alið aldur sinn á ýmsum bæjum í Aðal- dal, Reykjahverfi og Mývatnssveit og lauk þeim ferli í Valadal (sem nú heitir Voladalur), áður en hún fór vestur. Það virtist ekkert vafamál. Ekki var eins ljóst um soninn, Helga Magnús Jónsson. Konráð segir að faðir hans sé „Jón pr. Þorsteinsson“, en getur þess neðanmáls að í foreldraskrá sé Jón Jónasson í Saltvík skráður faðir drengsins. Þetta var orðið spennandi. Hver var þessi Jón prestur? Fljótlega kom í ljós, að á árunum 1877 - 1879 var prestur á Húsavík Jón Þorsteinsson, sonur séra Þorsteins Pálssonar á Hálsi. Hann flutti fram í Bárðardal 1879, árið sem Helgi Magnús fæddist og sat á Halldórsstöðum allt þar til hann fór að Sauða- nesi 1898 sem aðstoðarprestur sr. Amljóts Olafs- sonar (Konráð Vilhj. og Sögu Húsavíkur ber ekki alveg saman um ártöl). Raunar missti hann hempuna um það leyti, líklega vegna drykkjuskapar og kvennamála (Indriði I). Árið 1906 fékk hann veit- ingu fyrir Skeggjastöðum og síðar á sama ári Möðru- völlum í Hörgárdal, þar sem hann sat til æviloka. Lífshlaup Guðnýjar Bjöm segir ekki nánar af örlögum Guðnýjar fyrsta kastið eftir að hún kemur vestur. Mörgum árum seinna segir hann hins vegar nokkuð frá lífshlaupi hennar. Guðný giftist Áskeli Jónssyni Bergmann. Áskell var hálfbróðir Friðriks J. Bergmanns sem var þekktur klerkur meðal Vestur Islendinga. Þau eign- uðust 5 syni - í aldursröð: http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.