Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Síða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Síða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: Fáein orð með hugleiðingum Ut af fyrirspurn Halldórs Halldórssonar fv. formanns Ættfræðifélagsins í Fréttabréfinu í janúar 2003, bls. 22 spyr Halldór Halldórsson um Jón Vilhjálmsson. Eg bæti þessu við það litla sem segir um það í Fréttabréfinu í mars 2003. Jón var fæddur 1880. Faðir hans var Vilhjálmur Kristinn f 1851, drukknaði frá konu og níu börnum 1895 og voru börnin þá frá 9 til 15 ára. Vilhjálmur var sonur Vilhjálms í Stórahólmi í Leiru og í Alfhól- um (1824-1889), Sigurðssonar í Ártúnum í Rangár- vallasýslu f. 1791 og Sigríðar (f. 1821), dóttur Jóns í Álfhólum í Landeyjum f. 1792. Kona Vilhjálms var Guðnv Kristín f. 1854. Hún var dóttir þeirra Magnúsar hausta, (er nefndi sig „skaftfeld") f. 1830, bónda í Ásmúla Rang. 1852-55 og drukknaði af flutningaskipi 1866 (hann var æfintýramaður), Magnússonar húsmanns á Klaustri o.v. (1804-1835), Jónssonar á Klaustri og (án hjóna- bands?) Jóhönnu Margrétar f. 1830, Jónsdóttur prests í Kálfholti f. 1798, Sigurðssonar. Vilhjálmur og Guðný Kristín bjuggu í Húnakoti í Þykkvabæ. Böm þeirra voru: 1. Jón fyrrnefndur f. 1880. Stýrimannapróf Reykja- vík 1906. 2. Vigdís f. 1881. Vinnukona í Litlu-Tungu í Holt- um 1901. 3. Jóhanna Guðný f. 1882. 4. Sigríður f. 1885. Er í Stóra-Rimakoti 1901. 5. Guðjón f. 1886. Er í Brekku í Þykkvabæ 1901 og Borgartúni 1910. Drukknaði 1913. 6. Kristín f. 1887. Fylgir föðursystur sinni frá Litla-Bakkakoti, Rang. 1904 og að Ásmundar- stöðum í Holtum. Er þar enn 1910. D. 1961. 7. Vilhjálmur Magnús f. 1889. Ólst upp í Raftholti í Holtum frá 1896 og er þar enn 1910. Búsettur á Siglufirði en lengst af verka- og verslunarmað- ur í Reykjavík d. 1968, faðir Þórðar verkamanns í Reykjavík f. 1921. 8. Stefán f. 1890. Er í Mel í Þykkvabæ 1901 og 1910. Síðar fjölskyldufaðir í Vestmannaeyjum og trúmaður mikill. D 1973. 9. Þórunn f. 1892. Fylgdi móður sinni og er með henni í Kaldárhöfða, Ám. 1901. Maður hennar var norskur, John Martin Símonsen er mun hafa stundað leiguakstur í Reykjavík en hvarf, að því mér er sagt. Dótturdóttir þeirra er Þórunn Askenasy. Svo virðist sem heimili ekkiunnar. Guðnýiar Kristínar hafi levstst upp: Hún flytur frá Húnakoti 1897 (fyrst niður í Landeyjar?) og 1901 er hún komin að Kaldárhöfða. Bömin tvístrast í ýmsar áttir en hún gat þó látið Þórunni sem þá er fimm ára fylgja sér. Mér sýnist sem sum bamanna hafi lent á góðum heimilum. En í tilvikum ámóta og þessum tíðkaðist það - að ég held - um allt land að börnin voru „boðin upp“, þ.e. sveitarfélagið ráðstafaði bömunum til þeirra sem tóku þau fyrir lægst gjald. Þáverandi valdastéttir landsins hafa talið það þjóna betur sínum eiginhagsmunum að ala þannig upp verðandi vinnu- lýð, í stað þess að nota meðlagsgreiðslumar til að styðja ekkjumar til sjálfsbjargar, svo þær mættu halda heimili fyrir sjálfa sig og böm sín. Svona óréttlæti ól af sér harðskeytta verkalýðsstétt með ríka réttlætistilfinningu og skýra þjóðfélagssýn. Vegna þrýstings frá slíkum mönnum vom svona „þræla- fjötrar" slitnir og grunnur lagður að þeim lífskjörum sem við búum við um okkar daga. Þess ber að geta, að á þessum tíma var fátæktin víst hvergi meiri í Rangárvallasýslu en í Þvkkvabæn- um. (Kannske höfðu þeir sitthvað til sins máls, þeir Islendingar sem á öldum áður, töldu þéttbýlismynd- un hættulega varðandi afkomu fólksins í gæftaleysis- og harðindaámm). Hins vegar tilheyrði Þykkvibær- inn þá stóm sveitarfélagi sem var Holtamannahrepp- ur („hinn fomi“) er náði yfir allt svæðið milli Þjórsár og Ytri-Rangár, að Landsveit undanskilinni. En Holtamannahreppur hefur varla verið í fjárþröng og því vel getað stutt Guðnýju Kristínu til að halda heimilinu saman. Síkvartandi fólk okkar kynslóðar mætti minnast þess, að líf fólks á þessum tíma - og svo hafði lengi verið - var ævilöng barátta fyrir tilvemnni, þ.e. fyrir mat, fötum og lágmarks húsaskjóli. Guðný Kristín tíndi kornöx melgresisins. sem þá óx (og vex enn) á söndunum sunnan byggðarinnar og bakaði úr fræinu brauð. (Helga Sigurðardóttir frá Saurbæ í Holtum, amma mín, f. 1863 kom þangað í heimsókn, þegar hún var ung stúlka. Hún smakkaði á brauðinu, skynj- aði fátækt fólksins og á gamals aldri var henni þetta minnisstætt). Seinna — eftir að Guðný Kristín var flutt í burtu - um aldamótin 1900 voru karlar í upp- sveitunum, með vandlætingar- og hneykslunartón að tala um að Þvkkbæingar ætu hrossakiöt. „Ég fann bara virkilega af honum hrossakjötslyktina" sagði einn þeirra. Þarna voru Þykkbæingar öðrum fram- sýnni og tel ég það þeim til lofs, að hafa á undan mörgum öðrum brotið af sér aldagamlar trúarvenjur austan úr Arabalöndum (Gyðingalandi), sem neydd- ar voru yfir okkur með kristnitökunni og í stað þess http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.