Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Page 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2004, Page 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2004 Fulltrúar Ættfræðifélagsins lögðu land undir fót í haust og heimsóttu Héraðsskjalasafnið í Borgarnesi. Þar hittu þeir m.a. Ásmund Una Guðmundsson frá Akranesi (lengst t.v) sem hefur verið tíður gestur á síðum Fréttabréfsins á undanförnum árum. Við hlið hans sitja Ólafur H. Óskarsson, Anna Kristín Kristjánsdóttir og Olgeir Möller. Lengst t.h. er Ingi- björg Júlíusdóttir. hafa ætíð greitt götu félagsins, þegar um gagna- söfnun hefur verið að ræða. Starfsmenn Prentsmiðj- unnar Odda hf lögðu sig fram við að greiða fyrir verkinu og vanda til allra hluta. Ættfræðifélagið stendur í þakkarskuld við alla þessa aðila. Allt þetta kostar að sjálfsögðu mikla fjármuni. Menningarsjóður veitti félaginu útgáfustyrk að upp- hæð 300 þús. kr. til útgáfu Manntals V- VI, Mennta- málaráðuneytið veitti 100 þús. kr. styrk til verkefnis- ins og Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar veitti félaginu 300 þús. kr. í sama skyni. Er það að sjálfsögðu mikilvægt fyrir félagið að fá slíka styrki - ekki síst fyrir þá viðurkenningu sem í þeim felst. Ættfræðifélagið hafði vonast eftir góðum stuðn- ingi til þessa verkefnis úr Borgarsjóði Reykjavíkur (menningarmálanefnd), en félagið fékk þaðan 200 þús. kr. styrk fyrir fimm árum, þegar lagt var af stað með vinnu við manntal Reykjavíkur 1910. Litið var á styrk þennan sem hvatningu til að fullvinna verkið, sem aftur gaf góð fyrirheit um frekari stuðning, þegar það lægi fyrir fullbúið, enda er verkefnið fyrst og fremst unnið í þágu Reykvíkinga, sem best geta nýtt sér upplýsingar, sem þar kunna að leynast. Ætt- fræðifélagið sótti haustið 2002 um frekari styrk til menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, þegar séð var fyrir endann á útgáfunni. En til mikillar furðu varð ekkert úr stuðningi úr þeirri átt - var hafnað án nokkurra röksemda! Félagið endumýjaði í nóvember sl. umsókn sína um styrk frá menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, en mér segir svo hugur um að lítils megi vænta úr þeirri átt, en enginn veit vissu sína fyrr en orð berast úr þeirri átt. 6. Sumarferðin - fundur heima í héraði Hin árlega Sumarferð Ættfræðifélagsins féll niður annað árið í röð. Þá gerði stjómin tilraun til að ná til félaga á Vesturlandi með því að boða þá bréflega á fund í Safnahúsinu á Bjamarbraut 4-6 í Borgamesi laugardaginn 29. nóvember 2003 milli kl. 14.00 og 17.00 til kynningar á starfsemi félagsins og koma á innbyrðis sambandi félaganna á Vesturlandi. Því miður komu aðeins tveir félagar á fundinn og einn gestur, svo lítið varð úr væntingum stjómar í þá veru. 7. Heimasíða ÆF Heimasíðan eða vefsíða Ættfræðifélagsins hefur notið mikilla vinsælda, ef marka má þá tölu heim- sókna sem hún hefur fengið frá upphafi. Á þessu starfsári tók Þórður Tyrfngsson að sér að endumýja heimasíðu félagsins og nú er hún öllum aðgengileg, sem þangað vilji leita. 8. Félagsfundir Ættfræðifélagið hefur löngum efnt til funda með félögum sínum, þar sem menn hafa fengist til að halda margvísleg erindi tengd ættfræði. Eins og tíðk- ast hefur hafa þessir fundir verið á fimmtudögum, síðasti fimmtudagur hvers mánaðar að vetri til er frátekinn til slíkrar iðju. Félagið á innhlaup í fundarsal í Þjóðskjalasafni fyrir þessa fundi og aðrar samkomur félagsins. Efni hvers fundar hefur verið og verður kynnt með ýmsu móti - aðallega í Fréttabréfinu, ef vitað er um fyrir- lesara fyrir útgáfudag, með auglýsingu (tilkynningu) í pósti, í tölvupósti og með tilkynningum í fjölmiðlum. A. Páll Lýðsson, bóndi og sagnfræðingur, hélt erindi 30. janúar, 2003, sem hann nefndi „Ættartölu-Bjarni og samtíð hans“. B. Aðalfundur félagsins var haldinn 27. febrúar 2003 í fundarsal Þjóðskjalasafnsins. C. Guðmundur Sigurður Jóhannsson, ættfræð- ingur, hélt erindi 22. maí 2003, sem hann nefndi „Helstu heimildir sem fyllt geta í skörð kirkjubóka“. D. Guðfinna Sigurbjörg Ragnarsdóttir, mennta- skólakennari, hélt erindi 25. september 2003, sem hún nefndi „Um ættir og nöfn“. E. Gunnar B. Guðmundsson frá Heiðarbrún, hélt erindi 30. október 2003 sem hann nefndi „Islenskar fomættir“. 9. Samskipti við útlönd Eitt af verkefnum Ættfræðifélagsins samkvæmt lög- um þess er að koma á og viðhalda sambandi við ætt- fræðinga og ættfræðifélög í útlöndum. Því miður hefur fram til þessa þessu verkefni ekki verið nægur gaumur gefinn. Að vísu hefur félagið skipst á tíma- ritum við nokkur norræn bræðrafélög. Heimasíðan hefur leitast við að svara fyrirspumum, sem borist hafa að utan. Formaður tók þátt í ráðstefnu „Nordisk Slákt- forskarstraff* í Mariehamn á Álandseyjum dagana 24. 4. - 27. 4. 2003, sem haldið var á vegum Nord- gen, og hélt þar erindi um íslenska ættfræði fym og http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.