Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 Vatnagarðar við Klepp. Á Kleppi, sem snemma byggðist úr iandi Laugarness, hóf Eiríkur Hjörtsson búskap með fyrstu konu sinni Guðnýju Eyjólfsdóttur frá Bústöðum. Viðeyjarkirkja blasir við en þar var Hjörtur sonur þeirra skírður 1798. Málverk eftir Eirík Jónsson í eigu Bjargar Guðnnnsdóttur. ur frá föðurafanum. Mikið samband virðist hafa verið við afann og ömmuna, þau lögsagnarahjónin Odd og Oddnýju, og í kirkjubókum sést að Oddur Hjaltalín er við skím beggja Sesseljanna, dótturdætra sinna. Ekki er gott að ráða í daglegt líf ungu hjónanna í Breiðholtinu, en trúlega hefur afkoma þeirra verið góð, miðað við það sem þá gerðist. Ekki var ómegðinni fyrir að fara, aðeins þrjú börn á framfæri, þjóðfélagið stéttskipt, húsmóðirin af góðum ættum og skyldmenni í áhrifastöðum ef á þurfti að halda jafnt á veraldlega sem andlega sviðinu. Móðurbróðir Rannveigar, Sigurður Erlendsson meðhjálpari frá Götuhúsum, var mikill áhrifamaður og talinn einn af merkustu mönnum Reykjavíkur á sinni tíð. Hann var m. a. við að taka út kaupstaðar- svæðið ásamt sýslumanni árið 1792. Þau Sighvatur Sighvatsson b. á Grjóta, sonur Gunnhildar eldri og ættfaðir Einars Benediktssonar skálds, og Rannveig voru einnig systkinabörn. Metta hin danska Vel getur verið að Rannveig hafi fengið eitthvað af þeim léttleika og gleði sem fylgdi Jóni Oddssyni Hjaltalín afa hennar, en Rannveig var um tíu ára þegar hann dó 1755.14 Metta amma Rannveigar og kona Jóns Hjaltalíns var dönsk og bjuggu þau á landnámsjörðinni Reykjavík, Vrk, frá um 1730 til 1752 er innréttingarnar hófust „og er hann því í raun réttri síðasti ábúandinn á jörðinni,“ segir Klemens Jónsson um Jón Hjaltalín í Sögu Reykjavíkur. Um ættir Mettu hinnar dönsku er margt á huldu. Hún hefur verið talin Jensdóttir og á sá Jens að hafa verið fullmektugur bæjarfógeti í Arósum á Jótlandi.15 Undir það tekur Halldór Ármann Sigurðsson prófessor í grein sinni um Mettu í Lesbók Morgun- blaðsins í febrúar 1998. Aðrar heimildir telja að Metta hafi verið dóttir Hans Jan Sörensen full- mektugs hirðstjóra utanlands og síðar borgmeistara á Jótlandi en Klemens Jónsson hefur í bókinni „Saga Reykjavíkur'1 gert ágæta samantekt um þessa dönsku konu sem „var síðasta húsfreyja í Reykjavík og átti heimili í nágrenninu vafalaust um 30 ár.“ Metta mun hafa komið til Islands sem þjónustu- stúlka með Páli Beyer landfógeta einhvern tíma milli 1702 og 1705. Á Bessastöðum kynnist Metta ungum vinnumanni, trúlofast honum og þau eiga saman bam. Klemens Jónsson telur að hún hafi misst heit- mann sinn í bólunni 1707. Hún trúlofast sr. Runólfi Hinrikssyni á Sandfelli í Öræfum, trúlega fyrir milli- göngu amtmannsins, en Runólfur svíkur hana og giftist annarri. Metta giftist svo Jóni Hjaltalín, trú- lega fyrir atbeina Páls Beyers. Klemens Jónsson telur að Metta hafi verið Hans- dóttir og að faðir hannar hafi trúlega verið „ride- foged" eða umsjónarmaður á stóreign á Sjálandi. Til er bréf ritað með hönd Jóns Hjaltalíns manns hennar dagsett 31. ágúst 1720 í Effersey, þar sem Jón bjó þá. I bréfinu biður hann amtmann Fuhrmann að vera sér hjálplegan við að ná föðurarfi hennar hjá stjúpföður hennar sem bjó nálægt Köge á Sjálandi. Hún þurfi arfsins sárlega með, „fremmed Kvinde i fremmed Land“ og þá fimm barna móðir. I bréfinu kemur fram að foreldrar hennar hafi verið „temmelig formuende Folk“, og að hún hafi verið elst systkina sinna. En 1720 þegar bréfið er skrifað var móðir hennar dáin og stjúpi hennar giftur http://www.vortex.is/aett aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.