Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 þrítug, eftir hálfs misseris sængurlegu. Og enn stend- ur Eiríkur einn, nú ekkjumaður og einstæður faðir aðeins 29 ára gamall, með synina tvo. I sálnaregistri í janúar árið 1800, rétt eftir að Guðný deyr, er Eiríkur talinn bóndi í Laugamesi og hjá honum eru synir hans Eiríkur 6 ára og Hjörtur 2 ára. Laugames var þá í eigu Valgerðar Jónsdóttur ekkju Hannesar biskups Finnssonar sem síðar giftist Steingrími biskupi Jónsssyni. Engan grunaði þá að barnaböm þeirra Hannesar biskups og Eiríks ættu eftir að giftast og eiga böm og buru, en það var Guð- ríður Eiríksdóttir, dótturdóttir Eiríks Hjörtssonar, sem giftist þjóðskáldinu og rektomum Steingrími Thorsteinssyni dóttursyni Hannesar biskups. í Manntali 1801 er Eiríkur orðinn einn, sagður löse- mand til heimilis í Laugarnesi, 30 ára, enkemand, sem lifir „af fiskerie og gaaer i kiöbevinde om sommeren." Landakot En hvað er til ráða fyrir ungan ekkil með tvö böm árið 1800? Ekki er gott að spá í hvað verður um litlu drengina hans næstu tvö árin en þeirra sér hvergi spor. Oft hlýtur hugur hans að hafa dvalið hjá þeim því strax og hann mögulega getur tekur hann þá til sín. Hann ræður sig fljótlega sem vinnumann að Landakoti og hefur Eirík litla, sem þá er á níunda ári, með sér. Það verða örlagarík vistaskipti því nú kynnist hann Önnu Magnúsdóttur sent þar er vinnu- kona. Eitthvað liggur þeim á að komast undir sæng- ina því 11. september 1803 fæðist þeim sonur, hálf- um öðrum mánuði fyrir tímann. Varla hafa þau Anna og Eirrkur æft sig á dönsku saman undir sænginni enda skyldu þau greinilega hvort annað, en um svip- að leyti hafði Reykjavík fengið danskan bæjarfógeta sem vildi að messað yrði á dönsku í Dómkirkjunni annan hvern sunnudag. Ekki varð honum þó að ósk sinni. En litli drengurinn þeirra Eiríks og Önnu fæðist líflítill og er skírður strax daginn eftir og gefið nafnið Jón- og verður þar með einn í langri röð Jóna í Hjaltalínsættinni. Og það fór eins og við var búist, Jón litli yfirgaf þennan heim þann 13. september af „innvortis veikindum" og var grafinn viku seinna. En þetta er annað hórdómsbrot Eiríks og fyrsta hennar og því vel nóterað í kirkjubókina. En þau lofa að ganga í hjónaband saman hið snarasta og 1. desember 1803 gifta þau sig. Seinni hlutinn sem fjallar m. a. um niðja Eiríks Hjörtssonar mun hirtast í nœsta fréttahréfi. Heimildir: 1. Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, bls. 7. Rvík 1929. 2. Ministerialbækur Reykjavíkur 1769-1797. í Mt. 1816 er Eiríkur ranglega sagður fæddur á Bústöðum. Samkv. Min. Rey. 1769-1797 er hann fæddur í Skildinganesi og foreldrar hans giftir þaðan sama ár. 3. Manntal 1703. Eiríkur Hjörtsson er þar sagður 18 ára, þá vinnupiltur á bænum Háholti í Skeiðahreppi. 4. Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir IV. bindi bls. 148. Rvfk 1909-1915 og Manntal 1729. 1729 býr Eiríkur Hjörtsson á Laugum Hraungerðishreppi með f. k. sinni Sigríði Jónsdóttur og átta bömum þeira, því yngsta fæddu um 1728. Þóranna Sölmundsdóttir er þá 24 ára og vinnuhjú hjá þeim. 5. Páll Eggert Ólason, Islenskar æviskrár, 3. bindi, bls. 66- 67. Rvík 1950. 6. Hvort Hjörtur langafi Eiríks er sá Hjörtur Guðmundsson sem býr á Bár í Hraungerðishreppi árið 1703, þá 47 ára, ásamt konu sinni Margréti Jónsdóttur skal ekki fullyrt en ég tel það afar trúlegt, bæði sökum nafna og staðsetn- ingar. Og trúlega er sami Hjörtur kominn í Mt. 1729 þá til heimilis í annarri hjáleigu í Hraungerði Hraungerðis- hreppi sagður 80 ára. Kona hans er þar sögð Valgerður Símonsdóttir, 72 ára. 7. Bogi Benediktsson, Sýslumannaævir IV. bindi, bls. 140. Rvík 1909-1915. 8. Páll Líndal, Reykjavík Sögustaður við Sund, 3. bindi, bls. 18. Rvík 1988. 9. Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, bls. 48. Rvík 1929. 10. Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, bls. 56-57. Rvík.1929. 11. Jón Helgason, Þegar Reykjavík var 14 vetra, bls. 12. Rvík 1916. 12. Bogi Benediktsson, Sýslumannaævir IV. bindi. bls. 139- 153. Rvík. 1909-1915. 13. Bogi Benediktsson, Sýslumannaævir IV. bindi. bls. 153. Rvfk. 1909-1915. 14. Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, bls. 52. Rvík 1929. 15. Tímarit J. P. I. bls. 25. 16. Klemens Jónsson, Saga Reykjavfkur, bls. 55. Rvík. 1929. 17. Páll Líndal, Reykjavfk Sögustaður við Sund, 1. bindi, bls. 108. Rvík 1986. 18. í Sálnaregistri Reykjavíkur 1784, 1785, 1787, 1788, 1789, 1792, 1797, 1798, 1800, 1801, 1803 og 1804 er hægt að fylgja búsetu og aðstæðum Eiríks Hjörtssonar. 19. Sr. Þórir Stephensen, Dómkirkjan í Reykjavík, bls. 27 Rvík. 1996. 20. Jón Espólín. Ættartölubækur. I Espólín er Hjörtur sagður deyja 1793. Dánardagur Hjörts Eiríkssonar finnst ekki í kirkjubókum Reykjavíkur en í sálnaregistri Reykjavíkur sést að hann er bóndi á Bústöðum 1792 en er dáinn í desember 1797, en þá er Rannveig talin ekkja. Milli þessarra ára er eyða í kirkjubókum og sálnaregistri. Ýmislegt verður mönnum að yrkisefni. Eftir- farandi vísu orti Ragnar Böðvarsson í gremju sinni eftir árangurslausa leit að upplýsingum um rangæskan bónda á 18. öld: Um þann bónda ekkert finnst og ekki er konan þekkt. Að vita svona minna en minnst er meira en gremjulegt. http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.