Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 og er alls í 30 liðum. Áttunda greinin kveður á um töku manntalsins. Hún hljóðar svo: „Skal de ved Sysselmændene, hver i sit Syssel, item Præsterne, hver i sit Sogn, lade forfatte et rigtig Mandtal over alle Familier i Landet, og derudi specificere Husbond og Hustru, Börn og Tyende, item et Mandtal over indensogns Betlere, saavel som over de andre omstrippende Betlere, saavidt mueligt, eftersom der ere Klagemaal indkommene, at Landet til dets store Besvær dermed skal være opfyldt, ved dets Anledning de ogsaa med Flid skal efterforske, om ikke deris Ladhed mere end Mangel af Arbeid dertil Aarsag er, og paa hvad Maade de bedst kunde sættis udi Arbeid, hvorved de kunde fortjene deris Föde, foruden at besværge Almuen med deris Betleri. (Lovsamling I, bls. 586-87)“. Viðhorf yfirvaldanna til flökkufólks í niðurlagi greinarinnar eru eftirtektarverð og eins spumingin um hvort leti eða atvinnuleysi ráði þar för. Fyrir- mælin um manntalstökuna eru annars mjög almenn og því þurftu Ami og Páll að taka afstöðu til margra álitamála þegar þeir skipulögðu framkvæmdina og rituðu fyrirmæli til þeirra sem sjá skyldu um sjálfa talninguna. Það má því eigna þeim heiðurinn að því hversu vel tókst til um framkvæmdina og þakka þeim hversu nákvæmlega fólk var skráð sbr. það sem segir hér í upphafi. Skipulag I október 1702 sendu Ámi og Páll bréf til allra sýslu- manna þar sem gefin em nákvæm fyrirmæli um töku manntalsins. Sýslumenn létu fyrirmæli nefndarmanna ganga áfram til hreppstjóra sem sáu um töku manntalsins. Á þessum tíma vom hreppamir 163 og venjulega vom 3-5 hreppstjórar í hverjum hreppi. Rétt er að vekja athygli á því að það voru hreppstjórar sem tóku manntalið en ekki prestar eins og mælt var fyrir um í bréft konungs. Það hefur legið beinast við að nota hið veraldlega stjómkerfi til verksins. Það var sem sagt í höndum sýslumanna og hrepp- stjóra að annast talningu landsmanna. Manntalið skiptist því eftir sýslum og hreppum innan hverrar sýslu. Fólk er svo skráð eftir heimilum á bæjum og hjáleigum innan hvers hrepps. Manntal hvers hrepps hefst á því að nafn hrepps eða sveitar er skráð. Því næst er hver bær nefndur og undir nafni hans eru rituð nöfn alls heimilisfólks. Fyrst er bóndi nefndur, síðan húsfreyja og þeirra börn. Því næst aðrir full- orðnir ásamt börnum. Sveitarómagar eru síðast taldir. Þeir sem tilfallandi voru til staðar á bæ vegna heimsóknar eða tímabundinnar vinnu skyldu ekki skrást í þeim hreppi heldur þar sem þeir áttu heima. I lok manntalslista hvers hrepps eru svo skráðir þurfalingar eða ómagar hreppsins þar sem þeir dvöldu á langaföstunni. Loks skyldi gera sérstaka skrá yfir alla utansveitarhúsgangsmenn og þeir taldir þar sem þeir gistu nóttina fyrir páska árið 1703. Framkvæmd Manntalið fór fram frá desember 1702 til júní 1703, en á flestum stöðum í mars og aprfl árið 1703. Sums staðar virðist sem hreppstjórarnir hafi farið um hreppinn og skrifað fólkið á hverjum bæ en annars staðar hafa þeir stefnt mönnum til sín og skráð heimilisfólk eftir frásögn þeirra. Vegna þess að manntalið var ekki alls staðar tekið á sama tíma orsakaði það allmargar tví- eða fleirtalningar, eink- Hlutfallsleg skipting karla og kvenna eftir heimilisstöðu 1703 Karlar Konur Heimilisstaða var mikilvægur mælikvarði á stöðu manna í samfélagi 18. aldar. Allmikill munur var á stöðu kynjanna. Karlar voru mun líklegri en konur til að standa fyrir búi og hlutfallslega fleiri karlar en konur bjuggu á heimilum foreldra sinna. Konur voru aftur á móti líklegri en karlar til þess að hafna í stöðu vinnufólks eða ómaga. http://www.vortex.is/aett 15 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.