Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2004, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2004 aftur. Þess vegna gekk Jón eftir arfi konu sinnar. En svarið sem hann fékk var að „hvor Intet er, har Keisaren tabt sin Ret.“ Á Bessastöðum Til er bréf til Mettu frá stjúpföður hennar skrifað 21. apríl 1705 sem hljóðar þannig: „A1 Velstand Lykönskning over Dig Hjærterdatter Mette Hansdatter. Gud bevare Dig fra al Ulykke baade til Livs og Sjæl. Salutem. Kjære datter maa ogsaa vide, at Din Ko og Dine Faar er ved Magt. Intet videre, men vi vil have Dig K. datter baade Fader og Moder og Söskende under Guds trygge Beskjærmelse troligen befalet og forbliver Din K. fader og Moder til Döden. Hans Olsen. Á bréfið er skráð: Dette Brev til min Kjære Datter Mette Hansdatter at finde i Bessested i Island hos en Mand Povel Beyer.“'6 Af þessu má sjá að Metta er komin til Islands 1705 og er þá á Bessastöðum, en varla er hún búin að vera lengi ef bæði kýrin og kindumar hennar í Danmörku eru enn tórandi. En fráleitt hefur hina ungu vinnukonu Páls Beyers gmnað, þegar hún tiplaði ung, léttstíg og ástfangin um hlaðið á Bessastöðum, að afkomandi hennar ætti eftir að sitja þar sem þjóðhöfðingi. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands er 7. ættliðurinn frá Mettu. Gleðimaðurinn Jón Oddsson Hjaltalín, langafi Eiríks okkar, var ætt- aður úr Hjaltadal í Skagafirði, f. um 1687. í Mt 1703 er hann talinn vinnupiltur hjá Gísla móðurbróður sínum á Reykjum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Oddur Önundarson og f. k. hans Þorgerður Jóns- dóttir. Jón mun snemma hafa komið suður og gengið í þjónustu konungsmanna á Bessastöðum. Hann varð lögréttumaður 1717 og lögsagnari Niels Kjær í Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1728. Við lát Kjærs 1730 var Jón settur sýslumaður yfir þær sýslur og fékk veit- ingu fyrir þeim 1732. Jón Hjaltalín var, segir Klemens Jónsson, „ólærður maður, en skýr og skarpur, vel að sér í lög- um og málafylgjumaður mikill, var opt við málaferli riðinn, bæði í hjeraði og á Alþingi. Þótti hann bæði harðdrægur og einarður í lagasóknum, og enginn jafnaðarmaður. Hann var annálaður gleðimaður, og var opt glatt á hjalla að heimili hans í Reykjavík við dansleiki, vikivaka og drykkjuskap.“ Börnin í Breiðholtinu En snúum okkur nú aftur að Eiríki litla Hjörtssyni. Hann elst upp á víðáttum Breiðholtsins. Eg sé hann fyrir mér hlaupandi um holtin sækjandi kýr eða á spretti á eftir kindum. Eg sé þá bræðurna Eirík og Jón litla fyrir mér skjótast niður að Elliðaánum vaðandi og buslandi. Eg sé þá kafandi snjóþungan Elliðaárdalinn á vetuma eða sprangandi um stolta með litlu systur Sesselju í sumarblíðunni meðan Hjörtur faðir þeirra sveiflar orfinu í slægjunni og Rannveig móðir þeirra vindur úr sokkaplöggum í lauginni neðan við bæinn. Þama rennur hann upp eins og fífill í túni Breið- hyltingurinn ungi allt til 16 ára aldurs ásamt þeim Jóni og Sesselju. í Sálnaregistri 1784 er Eiríkur rétt búinn að slíta bamsskónum. Þar eru þau hjónin Hjörtur talinn 42 ára og Rannveig 40 ára. Eiríkur er þá 12 ára, Jón 7 ára og Sesselja litla 2 ára. Þar er einnig til heimilis Helga nokkur Jónsdóttir, hjú, 21 árs, en hún á eftir að koma við sögu Eirrks litla nokkrum árum seinna. Fjölskyldan býr enn í Breiðholtinu 1787 þegar Eiríkur fermist eftir fimm ára „prepareringu“, ári eftir að Reykjavík fær kaupstaðarréttindi. Hann er konfirmeraður 3. júní 1787 í Neskirkju, sléttum tíu árum áður en sú kirkja er lögð niður og sóknin sam- einuð dómkirkjusókninni. Hann er þá sagður 16 ára. Hann kann bænirnar sínar og kann að lesa af bók. Helga er sögð 22 ára og enn talin hjú á bænum. Bústaðir Ekki veit ég hvers vegna Eiríkur er fermdur í Nes- kirkju þar sem Breiðholtið tilheyrði þá Laugames- kirkjusókn. En það var svo sem ekki í kot vísað því Neskirkja var um þessar mundir talin hið prýðileg- asta guðshús og Seltimingar voru stoltir af sinni kirkju. Þeir voru því mjög óhressir þegar þeim var skipað að leggja hana niður tíu ámm seinna þegar Dómkirkjan hafði risið af grunni. Þeir héldu því áfram að nota sitt guðshús allt þar til náttúruöflin, nú eða Guð sjálfur, tók í taumana, óhress með að Sel- timingar skyldu ekki hlýðnast sínum andans mönn- um og í janúar 1799 fauk Neskirkja í hinu fræga Básendaveðri og brotnaði í spón. 1788, ári eftir ferminguna, sama ár og einokunar- verslunin er formlega afnumin og póstskipaferðir hefjast til landsins, flytur fjölskyldan sig um set frá Breiðholti að Bústöðum, en Bústaðabærinn stóð í hallanum sunnan við núverandi Bústaðaveg aðeins suðaustur af Bústaðakirkju.17 Hjörtur er þá 45 ára, Rannveig 43, Eiríkur 17, Jón 10 og Sesselja litla er orðin 5 ára. 1791 verða meiri frosthörkur í Reykjavík en elstu menn muna. Gengið var þá milli lands og eyja og frá Viðey upp á Kjalames. 1792 fylgi ég fjöl- skyldunni eftir og allt er við það sama, Eiríkur orðinn 21 árs og Helga Jónsdóttir fylgir fjölskyldunni enn og er orðin 27 ára.'8 Víkurkirkja Á sunnudegi á trinitadis það sama ár fermist Jón, bróðir Eiríks, í Víkurkirkju, hrörlegri torf- og timburkirkju, sem ber dómkirkjutitilinn á þreyttum, fausknum fjölum sínum. Þessi lúna og fúna kirkja er sú síðastu sem stendur á grunni gömlu Víkurkirkn- anna við Aðalstræti en nokkru austar er að rísa af gmnni ný og mun veglegri dómkirkja. Jón Hjörtsson er 14 ára og hefur fengið þriggja ára „prepareringu". http://www.vortex.is/aett 9 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.