Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 Messingsstjakarnir sem Brandur Bjarnhéðinsson, langalangafi Eiríks Hjörtssonar, gaf Víkurkirkju um 1710. Þeir eru í dag elstu gripir Dómkirkjunnar. (Ljósmynd Jón Ögmundur Pormóðsson) en hinn að troða belginn og blása lofti í pípumar. Fyrsti organisti Dómkirkjunnar var Pétur Gudjohn- sen, en fyrsti belgtroðarinn var enginn annar en Eiríkur Eiríksson. Og fyrir það eitt og sér fékk hann 6 ríkisdali segir í reikningum kirkjunnar. Flann var því allt í senn hringjari, grafari og belgtroðari við Dómkirkjuna í Reykjavík. Og geri aðrir betur.12 Eiríkur er það bama Eiríks Hjörtssonar sem fylgir honum lengst og er til heimilis hjá föður sínum fram á fertugs aldur. Hann er í Mt. 1845 sagður 52 ára til heimilis á Steinsstöðum í Reykjavík. Eiríkur deyr 13. nóvember 1859 66 ára gamall. Til gamans má geta þess að Steinsstaðir vom tómthús þar sem nú er Hverfisgata 29. Þar stendur í dag danska sendiráðið og þar bjó lengst danskra sendiherra Fr. le Sage de Fontenay ásamt konu sinni Guðrúnu en hún var dóttir Eiríks Bjamasonar Eiríkssonar Hjörtssonar. Eiríkur hringjari var m. ö. o. afabróðir sendiherrafrúarinnar.33 Hjörtur 2. Hjörtur hét næst elsti sonur Eiríks, f. 1798. Móðir hans var Guðný Eyjólfsdóttir frá Bústöðum. Hjörtur átti Guðrúnu Pálsdóttur Þórðarsonar frá Stöðlakoti.. Börn Hjartar og Guðrúnar sem ég hef fundið hingað til voru tvær Guðnýjar, sú eldri f. 1826 d. 1827, sú yngri f. 1831 d. 1839, Þuríður, f. 1828, og Guð- mundur, f. 1838. En Guðnýjarnafnið var eins og áður sagði bæði móður- og systurnafn Hjartar. Hjörtur bjó fyrst í Stöðlakoti, nú við Bókhlöðustíg, ásamt tengdaforeldrum sínum. í Mt. 1845 býr hann á Holti í Reykjavík ásamt konu sinni og em börn hans þar talin Þuríðurl8 ára og Guðmundur 8 ára. Lengra hef ég ekki fylgt þeim. Jórunn 3. Þriðja bam Eiríks, og fyrsta dóttir hans, er Jórunn sem fæðist 1799 og deyr sama ár. Móðir Jórunnar er einnig Guðný Eyjólfsdóttir frá Bústöðum. Jón 4. Fjórða bamið og fyrsta barn þeirra Eiríks og Önnu Magnúsdóttur er Jón f. 1803 sem deyr fárra daga gamall. Guðný 5. 1805 fæðist svo fimmta barn Eiríks dóttirin Guðný, látin heita eftir Guðnýju fyrstu konu Eiríks. Guðný litla slítur barnsskónum á Rauðará. Um Guðnýju vitum við fátt, aðeins það að hún deyr 15 ára gömul. Ætla má að dauði Guðnýjar hafi haft mikil áhrif á Rauðarárheimilið, en ári seinna deyr einnig Anna móðir hennar. Ingimundur 6. Ingimundur Eirrksson er sjötta barn Eiríks, fæddur 1809. Hann lærir jámsmíði, býr fyrst í Reykjavík en sest síðar að norðan heiða. 1 Mt. 1845 er hann á Akureyri kvæntur Margréti Jónsdóttur, dóttur Jóns Jónssonar yfirprentara á Hólum, sjó- manns og vefara í Gufuskálum og Elínar Kristínar Erlendsdóttur prests í Nesþingum Vigfússonar.34 Hjá þeim eru þá börn þeirra Erlendur Hjörtur, Anna Sigríður og Agústína Ragnheiður, öll fædd í Hrafnagilssókn. A Akureyri byggði Ingimundur sér hús, kallað Fiðbjörnshús, sem nú er friðlýst. Hann flytur til Vesturheims árið 1883, þá 73 ára, ásamt dóttur sinni Elínu 32 ára og sonarsyni sínum Hirti Traustasyni 14ára.35 Markið var sett á Mountain í Norður Dakoda en þar bjó Tryggvi sonur hans sem flutti vestur árið 1876, þá einhleypur vinnumaður 29 ára. Athyglisvert er að bæði Tryggvi og Trausti Ingimundarsynir kalla sig Hjaltalín.36 Eg brá mér svo í smiðju til vinar míns Odds Helgasonar og fékk snarlega þær upplýsingar að Ingimundur hefði átt átta börn, en þau sem ekki dóu á unga aldri eða voru barnlaus fóru öll til Vestur- heims. Eftir varð þó eitt barnabarn, Ingimar Trausta- son, b. á Hálsi í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, tengda- sonur Benedikts Einarssonar bónda, hagyrðings og hreppstjóra á Hálsi. En sonur Ingimars, Benedikt Ingimarsson sem var síðasti afkomandi Ingimundar hér á landi, að því er ég best fæ séð, lést fyrir örfáum árum bamlaus.37 Það eina sem nú minnir á jámsmið- inn Ingimund Eiríksson er fallega friðlýsta húsið hans á Akureyri, byggt 1849, sem nú hýsir safn Góðtemplarareglu Islands. http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.