Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 Ingimundur Eiríksson flutti til Akureyrar og virðist hafa látið þar nokkuð til sín taka. Hann er einn 60 bæjarbúa sem undirrita bænaskjal til konungs 1849 uni að fá að byggja þar kirkju. Þar stendur I. Eiríksson jernsmed, við hliðina á undirskrift sýslumannsins sjálfs. Af almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar sést að Ingimundur deyr í Mountain 22. júní 1898 þá búinn að vera vestra í 15 ár og kominn á 88. aldursár.38 í Sögu Norður-Dakoda er stuttlega minnst á hann og sagt að hann hafi tekið virkan þátt í uppbyggingu og starfi safnaðarins.39 Ingimundur virðist hafa látið nokkuð til sín taka m.a. í safnaðarmálum á Akureyri, en hann er einn 60 bæjarbúa sem undirrita bænaskjal til konungs 1849 um að fá að byggja þar kirkju. Þar stendur /. Eiríksson jernsmed, við hliðina á undirskrift sýslumannsins sjálfs.40 Sigríður 7. Sigríður yngsta barn Eiríks og Önnu, og sjöunda bam Eiríks, fæðist 1812. Hún giftist Alexíusi Jóns- syni b. á Nauthól við Reykjavík, ættuðum úr Kjós. Þau eignuðust að minnsta kosti fjögur böm: Ingi- mund, Önnu, Eirík og Margréti. Ut frá Eiríki Alexíussyni er kominn mikill ættbálkur á Akranesi. Hann var m. a. afi Ólafíu Þorvaldsdóttur húsmóður á Hálsi í Kjós, sem drukknaði ásamt manni sínum í Meðalfellsvatni 1947. Sigríður er einnig formóðir Ingu Þóra Geirlaugsdóttur konu sr. Jóns Dalbú Hró- bjartssonar og Harðar Geirlaugssonar sem var deildarstjóri hjá Sementsverksmiðju ríkisins.41 „Tvíbaka, bolla, kringla, krans..“ Þegar kemur að bömum Eiríks Hjörtssonar og Ragnhildar síðustu konu hans vex vitneskja mín nokkuð, ekki síst vegna þess að við afkomendur þeirra hafði faðir minn töluvert samband þegar hann var að alast upp, þótt ekki kynntist hann ömmu sinni Rannveigu sem dó áður en hann fæddist. Anna 8. Anna, elsta bam þeirra Eiríks Hjörtssonar og Ragnhildar Guðmundsdóttur frá Deild, var fædd 1823. Hún átti Eirík Eiríksson járnsmið í Reykjavík. Hann hrökk út af þilskipi og drukknaði aðeins 41 árs árið 1867.421 Sögu Reykjavikur hælir Klemens Jóns- son myndarskap Önnu en hún bjó ásamt Eiríki manni sínum, eins og Hjörtur hálfbróðir hennar um tíma, í Friðbjarnarhús á Akureyri. Þetta hús, sem nú er friðlýst, byggði Ingiinar Eiríks- son járnsmiður, sonur Eiríks Hjörtssonar um 1849. Stöðlakoti en þar voru um 1870 fjórir bæir. Þau hjónin bjuggu í Suðurbænum. Anna var m. a. amma Önnu Guðbrandsdóttur konu Brynjólfs tannlæknis Bjömssonar og Ingibjargar Guðbrandsdóttur, „Imbu Brands“ sund- og leikfimikennara, sem margir hafa heyrt um og um var ort: „Tvíbaka, bolla, kringla, krans, þetta gefur hún Imba brands.“ og „Imba brands, Imba Brands, kennir bæði hopp og dans.“ Stórskáldið Guðríður (Birgitta Guðríður) dóttir Önnu varð seinni kona Steingríms Thorsteinssonar skálds og rektors Menntaskólans í Reykjavík. Þau áttu sex böm m. a. Axel Thorsteinsson fréttamann og Þórunni Tostrup Thorsteinsson sem lést fyrir örfáum árum í Kaupmannahöfn, háöldruð. Þórunn sagði mér að hún myndi eftir Önnu ömmu sinni rúmliggjandi í Stöðlakoti, en gamla konan hafði þá fengið slag. Þó teygði hún sig eftir kandísmola og gaf Þórunni litlu þegar hún kom í heimsókn til hennar. En annars sagði Þórunn að ætt móður sinnar hefði fallið mjög í skuggann af ætt stórskáldsins. En Steingrímur var eins og kunnugt er sonur Bjarna Thorsteinssonar amtmanns á Stapa. Steingrímur fékk Guðríði, þá unga stúlku, til þess að hugsa um heimilið fyrir sig og son sinn eftir dauða konu sinnar og þau fóru fljótlega að draga sig saman. Steingrímur var 54 ára þegar þau áttu sitt fyrsta barn og þau voru búin að eiga þrjú börn áður en þau giftu sig. Stórskáldið hefur ef til vill ekki verið alveg sátt við að giftast þessari alþýðustúlku sem hann í bréfi til vinar síns í Kaupmannahöfn segir þó að sé orðin sér einkar kær.43 Sagt var að þegar skólasveinar hins lærða skóla fréttu að Steingrímur væri farinn að gera hosur sínar grænar fyrir Guðríði, þá hafi þeir staðið á fætur allir sem einn þegar Steingrímur kom inn í skólastofuna, bukkað sig og sagt „Gudda, Gudda“, (God dag, God dag)- við lítinn fögnuð Steingríms! Jón 9. Níunda barnið er Jón, því enn á ný er reynt að koma Jónsnafninu upp, en án árangurs. Jón er fæddur um 1824 og sagður eins árs í sóknarmannatali 1825. Fleiri sögum ferekki af honum. http ://w w w. vortex. is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.