Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 68

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 68
66 Sara Heinámaa Þessar nýju túlkunarleiðir hafa opnað nýtt sjónarhorn á heimspekihefð sem femínistar fyrri áratuga sögðu ýmist skilið við eða virtu að vettugi. Þannig koma fram nýir fræðilegir valkostir við þær and-kartesísku kenning- ar sem ráða lögum og lofum um þessar mundir, bæði innan pragmatískrar rökgreiningarhefðar og meginlandsheimspeki. Flestir femínískir textaskýrendur sammælast hins vegar ennþá um að frumspeki Descartes bjóði ekki upp á samþætta og heildstæða sýn á kynja- mismuninn. Hinn viðtekni skilningur er sá að verufræðileg tvíhyggja að hætti Descartes skipti vísindalegri orðræðu um manneskjur í tvö aðskilin svið: annars vegar heimspekilega ígrundun ókynbundinna vitsmuna með jafna getu og samskonar virkni, hins vegar lífeðlisfræðilega og hagnýta grein- argerð fyrir körlum og konum. Ekki er talið að nokkurs konar samstæð heimspeki kynjamismunar sé möguleg á kartesískum forsendum. I þessari ritgerð held ég því fram að lesa megi Descartes á annan máta sem gangi þvert gegn þessum skilningi. Þessi lestur er ekki nýr af nálinni heldur er hann rúmlega hálfrar aldar gamall og var lagður fram í hinu sígilda verki Simone de Beauvoir, Hinu kyninu {Le deuxiéme sexe, 1949). Utleggingin á þessari mögulegu túlkun útheimtir hins vegar nokkurn undirbúning því að texti Beauvoir felur hvergi í sér berorða útleggingu á Descartes, en í honum birtist hins vegar virk kartesísk hugsun. Til að ræsa hugsunina - hugsun um kynjamismun með Descartes - þurfum við fyrst að leita til samstarfsmanns Beauvoir, Maurice Merleau-Ponty, og rifja upp endurlífgun hans á heim- speki Descartes í Fyrirbæraf æði skynjunarinnar (Phénoménologie de la perception, 1945). Hið kartesíska bakland femínískra hugleiðinga Beauvoir um kynjamismun kemur því aðeins í ljós að verk hennar séu sett í samhengi við hugtök og aðferðir fyrirbærafræðilegrar heimspeki.4 1. Staða hins lifandi líkama í kartesískri frumspeki I Fyrirbærafræði skynjunarinnar setur Merleau-Ponty fram djarfa túlkun á orðræðu Descartes um lifandi h'kama.5 Hann hafnar hinni eðlisfræðilegu túlkun sem heldur því fram að þekkingarfræði Descartes smætti alla lifandi líkama niður í eintóm gangvirki sem kunna að vera flókin en verða þó fylli- lega skýrð með orsakalögmálum. Samkvæmt Merleau-Ponty leggur Descartes ekki til eitt hugtak um líkamann heldur tvö sjálfstæð hugtök sem 4 ítarlegri rökfærslu fyrir heimspekilegu og fyrirbærafræðilegu erindi orðræðu Beauvoir við sam- tímann má fmna hjá Heinamaa 2003b. 5 Merleau-Ponty styðst í túlkun sinni á Descartes við allmarga textaskýrendur, sér í lagi Male- branche. Sjá um þetta fyrirlestra hans um einingu sálar og líkama frá árunum 1947-1948 (1997) og fyrirlestra hans um náttúruna frá 1956-1957 (1968). Annar áhrifavaldur er fyrir- bærafræði Edmunds Husserl. Husserl beindi sjónum að vandanum um efnisleika og líkamleika í fyrirbærafræðirannsóknum sínum strax í upphafi 20. aldar. Annað bindið af Ideen (1952) eftir Husserl varð Merleau-Ponty sérstaklega mikilvæg uppspretta innblásturs, en hann las verkið í handriti í Idusserlskjalasafninu í Louvain. Um þessi tengsl, sjá Heinámaa 2002,Toadvine 2002, Heinámaa 2003b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.