Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 203

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 203
Snilld einlægninnar 201 fylgdi rækilegur inngangur eftir valinkunnan höfund úr hópi þeirra íslend- inga sem kunnugastir voru viðkomandi efni. Þessir inngangspistlar urðu enn mikilvægari fyrir það að bókunum fylgdi oft ekkert annað fræðilegt hjálpar- efni. Þannig hefur líklega ekki verið talin þörf á atriðisorðaskrám í svo litl- um bókum sem svo auðvelt er að fletta, og hið sama kann að gilda um svo- kallaða hlaupatitla með kaflaheitum efst á síðum í hverri opnu. Hins vegar er talsvert af neðanmálsskýringum í sumum bókunum. Sumt af þessu horfir óneitanlega öðruvísi við þegar um stærri bækur er að ræða eins og sum Lærdómsritin urðu þegar frá leið. Þannig hafa Rikið eftir Platón, Siðjræði Níkomakkosar eftir Aristóteles og nú síðast Uppruninn eftir Darwin öll komið út í tveimur bindum. Auk þess hafa sum stök bindi orðið 300 síður eða meira að stærð. Þá er ekki því að neita að það hefði komið sér vel að hafa bæði atriðisorðaskrá, hlaupatitla og fleira af því sem ætlað er til að hjálpa lesendum að tileinka sér og nýta fræðirit. Þessari þörf hefur þó ekki verið sinnt nema að nokkru leyti og í sumum bókunum, til dæmis í útgáfu Svavars Hrafns Svavarssonar á Siðfræði Níkomakkosar sem virðist til fyrir- myndar að ýmsu leyti hvað þessi mál varðar. I útgáfunni á Uppruna tegundanna er þessu því miður ekki að heilsa; þar er hvorki atriðisorðaskrá, hlaupatitlar, orðskýringar né annað hjálparefni. Ástæður þess eru ekki skiljanlegri fyrir það að í algengum enskum útgáfum síðari ára er þessu vel sinnt. Þannig er kiljuútgáfa Oxford University Press prýdd stórfróðlegri skrá á 13 síðum um höfunda sem Darwin nefnir í texta sínum (Darwin, 1996). Þessi skrá dýpkar verulega sýn lesandans á einstök atriði textans og veitir einnig góða innsýn í smiðju Darwins og vinnubrögð. A eftir henni fer 17 síðna skrá um fræðiorð í bókinni ásamt skýringum og að lokum er 13 síðna atriðisorðaskrá. Hér má því segja að „hugbúnaðurinn“ eða fyrirmyndin að betri frágangi liggi fyrir þannig að eftirleikurinn hefði átt að verða auðveldur. Og að sjálfsögðu hjálpar það ekki upp á nýtingu eða nota- gildi íslensku útgáfunnar þó að lesandi geti notað hjálparefni í enskum út- gáfum svo langt sem það nær; slíkt færir okkur aftur fjær íslenskunni sem var væntanlega ekki ætlunin. Inngangurinn að Uppruna tegundanna í íslensku útgáfimni frá 2004 er eftir Ornólf Thorlacius sem hefur verið manna ötulastur við að kynna mönnum líffræði nútímans á íslensku. Inngangurinn gefur gott yfirht um hugmynda- sögu þróunarkenningarinnar eins og hún horfði við mönnum um 1980, enda virðist helsta heimild höfundarins vera frá því ári; ágæt bók eftir ástralska jarðfræðinginn og vísindasagnfræðinginn David Oldroyd sem var notuð um tíma við kennslu í þessum fræðum við Háskóla íslands (Oldroyd, 1980). Megingalli inngangsins er hins vegar sá að nýrri rannsóknir og viðhorf koma þar ekki við sögu. Höfundur treystir svo mjög á Oldroyd að hann fylgir ekki einu sinni eftir tilvísunum hans með því að taka tilvitnanir beint úr þeim frumheimildum sem Oldroyd vísar til. Eru sumar þeirra þó auðsóttar á bókasöfnum og í bókabúðum og kunna að vera fróðleiksfúsum lesanda nær hendi en bók Oldroyds (samanber til dæmis sjálfsævisöguna, Darwin 1969;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.