Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 133

Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 133
Stæðni grjótgarða 131 ings. Reikningar á stæðni sem byggja á þessari aðferð við ákvörðun á skerstyrk samtímis því að tekið er tillit til vatnsþrýstings, er nefnd c-cp aðferðin. Þessi reikniaðferð er algeng og mikið notuð erlendis. Það er mun kostnaðarsamara að ákveða skerstyrk og vatnsþrýst- ing fyrir hana en ef Su aðferðin er notuð, enda þarf þá ekki að meta vatnsþrýsting. Vegna mikils kostnaðar við c-cp aðferðina er þvf mikilvægt að fá mat á nákvæmni su aðferðarinnar við aðstæður á íslandi, þar sem þarf að meta hættu á broti í jarðlögum. Stæðnireikningareru gerðir samkvæmt NGI Publ 16 (5.12) hvort sem valiðer að nota su eða c-cp aðferðina. Grein þessi lýsir fyrst helstu jarðtæknilegu eiginleikum jarðlaga þar sem hefur orðið brot og mikið sig við gerð grjótgarða vegna hafnargerðar. Gerð er grein fyrir hvaða rannsónir hafa verið gerðar á staðnum og er sérstaklega fjallað um mælingar með vængjabor. Lýst er framkvæmdum við gerð Skjólgarðs í Sundahöfn í Reykjavík, á árunum 1988 og 1989 en þar urðu skrið, brot og mikið sig. Einnig er lýst framkvæmdum við grjótgarða við Kleppsbakka í Sundahöfn og Vogabakka í Kleppsvík, en þar urðu brot í fyrra tilvikinu og skrið í því síðara. Eitt dæmi er síðan tekið frá Hafnarfirði en þar hefur orðið umtalvert sig við gerð grjótgarðs í norðurhluta hafnarinnar. Við alla þessa staði hafa verið gerð vængjapróf og er athugað hvernig skerstyrkur mældur þannig kemur heim og saman við endurreiknaða skerspennu í botnlögunum. 2. Rannsóknir 2.1 Vængjaborun. Vængjabor er notaður til að mæla á staðnum skerstyrk veikra leirríkra jarðlaga. Prófið er gert þannigað vænger þrýst niður í valda dýpt ogmælt hve stórt vægi þarf að setja á hann, áður en brot verður og hann snýst. Nánari lýsing er gefin í „Veiledning for utförelse av vingeboring“ Norsk Geoteknisk Forening“. Melding Nr 4. 1982 Oslo (5.11). Vængjaprófið hefur verið mikið notað í Noregi og er talið vera ódýr og fljótvirk aðferð til að ákvarða ódreneraðan skerstyrk. Oftast er talið að þessi aðferð geti einnig átt við um silt ef það er eitthvað plastískt. Hér á landi hefur í nokkur ár verið reynt að nota vængjabor í lífrænum linunt siltlögum sem eru gjarnan nefnd botnleðja. Pessi efni eru lítið plastísk og jafnvel alls ekkert og er því mikilvægt að fá staðfest með rannsóknum þar sem hafa orðið brot, að hve miklu leyti þessi mæliaðferð er nothæf. í venjulegum linum leirlögum vex skerstyrkur mældur með vængjabor í beinu hlutfalli við lóðrétta virkaspennu o^ (5.10). Skemton sýndi fram á að það er samband rnilli su/o! og þjálni leirs (Ip) og lagði hann til eftirfarandi líkingu. su/oi = 0,37 Ip + 0,11. Bjerrum (5.9) ályktaði síðan að langtímasig virkaði eins og yfirstyrking (forkonsolidering) sem orsakaði að hlutfallið su/oi væri hærra fyrir slíkan leir en er samkvæmt líkingu Skemtons. Bjerrum lagði til að miðað væri við tvær líkingar þar sem önnur gilti fyrir leir sem væri nýlega myndaður og ætti líking Skemtons við hann en síðan væri annað samband fyrir leir sem hefði haft verulegt langtímsig sem hann nefndi gamlan leir. Á mynd 1 er sýnt þetta samband eins og Bjerrum setti það fram 1972 (5.9). í botnleðju sem hefur verið athuguð hér á landi er um að ræða lífrænt lint silt. I slíku efni er mikið langtímasig og því líklegt að efnið líkist fremur gömlum leir en ungum. Bjerrum rannsakaði mörg brot í leir, bæði í fyllingum og gryfjum þar sem skerstyrkur var mældur með vængjabor. Hann bar síðan saman reiknað öryggi gegn broti og þjálni (Ip) efnisins. Út frá þessum samanburði setti hann fram sitt fræga leiðréttingalínurit fyrir ákvörðun á skerstyrk mældum með vængjabor, sU|(leiðrétt) = pi suv(mælt með væng). Á þessum línuritum, sem eru sýnd á mynd 1, er gerður greinarmunur á hvort leirinn er ungur eða gamall.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Árbók VFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.