Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 192

Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 192
190 ÁrbókVFÍ 1989/90 ferilsíun, sem fram til þessa hefur aðeins verið fyrir hendi í ratsjánni á Keflavíkurflugvelli einsog áður ergetið. Jafnframt þessu varákveðið að efla vélbúnað RDS kerfisins, þannig að fjölga mætti tengimöguleikum, auka afköstin og margfalda geymslugetu fyrir ratsjár- gögn. í þessu skyni voru fest kaup á öflugri vélbúnaði af sömu gerð og áður hafði veriö valin. Helstu breytingarnar felast í að bætt er við sérstakri tölvu af HP-9000/370 gerð til að sjá um ferilvinnsluna, auk þess sem öflugri búnaður kom í stað annarra hluta kerfisins. Nýja tölvan, sem sér um alla gagnaúrvinnslu, tengist RDS tölvunni með nærneti, sem gefur kost á mjög fljótvirkum samskiptum milli þessara tveggja tölva. Ferilvinnslutölvan er á ensku nefnd Radar Tracking System eða RTS til aðgreiningar frá RDS tölvunni. Heildarkerfið nefnist Radar Data Processing System (RDPS), en hér er í reynd aðeins um fyrsta áfanga að slíku kerfi að ræða. Ástæða þess að hér eru notuð ensk heiti er einfaldlega sú, að allur þessi búnaður er hluti af alþjóðlegu kerfi. Auk nýrra tölva var keypt diskstöð fyrir geisladiska, sem geta geymt allt að 600 Mb af gögnum. Pessi stöð gefur kost á að geyma á einum geisladiski öll ratsjárgögn, sem safnað er á tveim vikum, og kemur hún því í stað segulbandsins. Heildarmynd fyrsta áfanga ratsjárvinnslukerfisins er sýnt á mynd 6. Eins og þar kemur fram gerir kerfið ráð fyrir tengingu við nýju ratsjárstöðvarnar á Gunnólfsvíkurfjalli (H-2) og Bolafjalli (H-4), sem koma til sögunnar á síðari hluta ársins 1991. Jafnframt því sem fest voru kaup á þessunt vélbúnaði, hófst þróun nauðsynlegs hugbúnaðar á kerfisverkfræðistofu og srníði tengi- búnaðar. 6. Ferilvinnsla Fyrsta stigið í vinnslu ratsjárgagna í nýja kerfinu er svonefnd ferilvinnsla, sent byggist á ferilsíun (tracking). Þessi vinnsla, sem fram fer í nýju RTS tölvunni felst einkum í að: - Ræsa eða framreikna ferla - Tengja saman ný gögn og ferla - Vinna úr gögnum meö ferilsíun - Senda gögnin til RDS tölvu Nauðsynlegt er að útskýra í fáum orðum hvernig skilgreina má feril, sem er þýðing á enska heitinu „track“. Hér er um að ræða að mynda í tölvunni gagnastrcng um einstaka hluti, sem ratsjáin „sér“, þannig að hún „þekki" þessa hluti og geti haldið þeim aðgreindum. Þetta ergert með því að tengja saman þau gögn, sem berast frá ratsjánni unt hverja flugvél, reikna út ýmsa eiginleika eins og hraða og stefnu, og færa þessar upplýsingar inn í gagnastrenginn, sem nefnist ferill vélarinnar. Með þessu er tölvunni gert kleift að „þekkja“ einstakar flugvélar og gera ýmsar reikniaðgerðir. Þannig má t.d. framreikna stöðu flugvéla fram í tímann og kanna, hvort þær muni nálgast um of, ef þær halda óbreyttri stefnu og hraða. Hvert skeyti, sem berst frá svarratsjánni inniheldur upplýsingar unt fjarlægð og stefnu frá ratsjánni til flugvélarinnar auk fjögurra tölustafa auðkennis og flughæðar. Þegar nýtt skeyti berst frá ratsjánni er fyrst leitað eftir hvort til sé ferill, sem skeytið gæti hugsanlega tengst. Ef svo er ekki, er gert ráð fyrir, að um nýja ogóþekkta flugvél sé að ræða, þ.e.a.s. flugvél, sem tölvan hefur ekki fengið gögn um fyrr frá ratsjánni. Eru þágerðar ráðstafanir til að setja upp nýjan feril. Þetta gerist þó ekki þegar í stað. því minnst tvær mælingar þurfa að berast til þess aö hægt sé að reikna út hraða ogstefnu flugvélar. Slíkt er hinsvegar nauðsynlegt til aö lýsa ferlinum. í reynd verða a.m.k. þrjár til fjórar mælingar að berast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Árbók VFÍ

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.