Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 2
Leiðarinn Búseti er besti kosturinn Er húsnæðiskerfið komið í ógöngur? Hefur meðalfjölskyldan yfirleitt ekki lengur efni á skjóli fyrir sig og sína? Neytendablaðið hefur fengið Stefán Ing- ólfsson verkfræðing til að gera athugun á þessu og eru niðurstöður hans að mörgu leyti sláandi. Hér er um mjög ítarlega út- tekt að ræða, þar sem mældur er allur kostnaður við hina ýmsu húsnæðiskosti sem í boði eru. Búseti kemur, sér og sigrar í þessari athugun blaðsins. Það er ljóst að í dag er þessi kostur sá hagkvæmasti fyrir heimil- in og er sama hvort litið er til félagslegs hluta Búseta eða þess almenna. Svo virðist sem félagslega íbúðakerfíð hafí snúist upp í andhverfu sína og er húsnæðiskostnaður þar allt of mikill, ekki síst miðað við að hér er verið að byggja fyrir þá lægstlaunuðu í þjóðfélag- inu. Ef horft er til félagslegra íbúða úti á landsbyggðinni er niðurstaðan enn dap- urlegri. Þar eru félagslegar íbúðir ein- faldlega dýrasti kosturinn sem í boði er. Þegar það liggur fyrir að húsnæðiskostn- aður fyrir láglaunafjölskyldu er nálægt 40% lægri í félagslegri búsetaíbúð með húsaleigubótum heldur en í jafnstórri íbúð innan verkamannabústaðakerfisins (húsnæðisnefndir), er greinilegt að síðar- nefnda kerfið er í ólagi. I athugun Stefáns kemur einnig fram hörð gagnrýni á rétt neytenda þegar skil- að er aftur íbúðum í félagslega kerfínu og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða Búseta eða húsnæðisnefndimar. Á vegum Búseta starfa eigin matsmenn sem meta eignina og „niðurstaða úttekt- armanna er bindandi fyrir báða aðila samningsins“ segir í samþykkt Búseta. Velta má fyrir sér hvort ákvæði sem • • • • < £ vo £: o H i . -fsS&' i w £ k *o J Jóhannes Gunnarsson þetta fái staðist lög. Neytendur hljóta til dæmis ávallt að hafa möguleika á að skjóta slíkum ákvörðunum til almennra dómstóla. Matsmenn húsnæðisnefnda em að forminu til dómkvaddir, en eru engu að síður starfsmenn viðkomandi húsnæð- isnefnda. Vinnubrögð sem þessi kalla eingöngu á tortryggni og ber að breyta hið snarasta, því úttektarmenn hljóta ávallt að vera óháðir báðum aðilum. Það er ekki síður athyglisvert í athug- un Stefáns hve miklar tekjur heimili þarf að hafa til að geta ráðist í íbúðarkaup með húsbréfum. Samkvæmt athugun Stefáns á fjölskylda með minna en 150 þúsund króna tekjur á mánuði enga möguleika á að kaupa á almennum mark- aði, miðað við húsbréf til 25 ára - ekki einu sinni lélega tveggja herbergja íbúð - og þrátt fyrir að hún hafi náð að spara sem samsvarar 15 prósent af kaupverði. Með húsbréfum til 40 ára gæti fjölskylda með þessar tekjur hins vegar keypt sér lélega tveggja herbergja íbúð. Og það er fyrst við 200-250 þúsund króna tekju- mörk sem fjölskylda getur leyft sér þann „munað“ að búa í þriggja herbergja íbúð. Það hlýtur því að vera eitthvað bogið við það kerfí sem við búum við, kerfí sem í raun byggir á séreignarstefnu. Stórs hluta af skýringunni gæti verið að leita í allt of háum raunvöxtum. Neytendablaðið vonar vissulega að frumkvæði blaðsins verði kveikja að um- ræðu sem leitt geti af sér nauðsynlegar úrbætur í húsnæðismálum. Greinilegt er að gríðarlega stór hluti heimila í landinu stendur frammi fyrir miklum vanda vegna þessarar frumþarfar sinnar. - Jóhannes er formaður Neytendasamtakanna NEYTENDASKRIFSTOFUR -1ÞINA ÞAGU Höfuðborgarsvæðið Skúlagötu 26,101 Reykjavík Opið virka daga kl. 9-16, s. 562 5000 Fax 562 4666 Vesturland Furugrund 17, s. 431 1402 og 431 3069 Fax 431 2841 Starfsmaður: Árný Ármannsdóttir Vestfirðir Pólgötu 2, s. 456 5075 Fax. 456 5074 Starfsmaður: Aöalheiður Steinsdóttir Opið virka daga kl. 13-16 Norðuriand Glerárgötu 20, pósthólf 825, Akureyri. Opiö kl. 9-13 virka daga, símatími kl. 11-13, s. 461 1336 Fax 461 1332 Starfsmaður: Vilhjálmur I. Árnason A ustur-Skaftafellssýsla Víkurbraut 4, Flöfn s. 478 2295 ,Fax 478 1538 Starfsmaður: Birna Arnaldsdóttir Opið 9-12 mánudaga Suðurland Eyrarvegi 29, Selfossi. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-12, s. 482 2970 Fax. 482 2775 Starfsmaður: Halldóra Jónsdóttir Suðurnes Hafnargötu 90, pósth. 315, Keflavík. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl.10-12 s. 421 5234, Fax. 421 5234 Starfsmaður: Edda Kristjánsdóttir Stjórn Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson, formaður Þuríður Jónsdóttir, varaformaður Viktor Kjartansson, gjaldkeri Gissur Pétursson, ritari Drífa Sigfúsdóttir Ingveldur Fjeldsted Mörður Árnason Raggý Guðjónsdóttir Steindór Karvelsson Vilhjálmur Ingi Árnason Þorgerður Einarsdóttir Þorlákur Helgason Formenn neytendafélaga Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins Jón Magnússon Neytendafélag Akraness Ásdís Ragnarsdóttir Neytendafélag Vestfjarða Aðalheiður Steinsdóttir Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Vilhjálmur I. Árnason Neytendafélag Fljótsdalshéraðs Oddrún Sigurðardóttir Neytendafélag Austur-Skaftafellssýslu Birna Arnaldsdóttir Neytendafélag Suðurlands Sigurbjörg Schiöth Neytendafélag Suðurnesja Halldór Levý Björnsson Neytendasamtökin eru landssamtök neytendafélaga sem eru starfandi víða um land. Þeim sem ekki eiga kost á þjónustu neytendaskrifstofu í sínu héraði er bent á að leita til skrifstofu Neytendasamtakanna að Skúla- götu 26 í Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga klukkan 10-12:30 og 13-15. Sími 562 5000. Grænt númer 800 6250 2 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.