Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 29

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 29
Sigríður A. Arnardóttir skrifar skuldara, t.d. um veltu og skuldir hans hjá bankanum. Hér er urn að ræða nauðsyn- legar upplýsingar sem liggja þurfa fyrir áður en tekin er ákvörðun um ábyrgðar- skuldbindingu. Ábyrgðarmaðurinn á að geta fengið upplýsingar um stöðu lánsins og honum skal tilkynnt ef vanskil verða á greiðslum lánsins. Dómur Háraðsdóms Hafnarfjarðar Nýlega var dæmt í Héraðsdómi Hafnar- fjarðar í máli ábyrgðarmanns gagnvart banka. Ábyrgðarmaðurinn hafði skrifað undir óútfylltan víxil vegna yfirdráttar- heimildar, hvað varðar útgáfudag, gjald- daga og fjárhæð. Upphaflega hafði yfir- dráttarheimildin verið 100.000 krónuren rúmum fjórum árum síðar var hún komin í 3.000.000 krónur og að lokum greiddi ábyrgðarmaðurinn um fimm milljónir króna vegna ábyrgðarskuldbindingar sinn- ar. Bankinn var sýknaður af kröfum ábyrgðarmannsins. 1 niðurstöðu dómsins kemur fram að ábyrgðarmaðurinn hefði átt þess kost að takmarka ábyrgð sína með því að hafa víxilinn að ákveðinni fjárhæð eða takmarka ábyrgð sína samkvæmt umboði en hvorugt hefði verið gert. Einnig hefði ábyrgðarmaðurinn getað sagt upp ábyrgð- Við sjálfskuldarábyrgð gengst ábyrgðarmaður í ábyrgð fyrir skuldbindingu eins og hún vœri hans eigin skuld, þannig að ef skuldin lendir í vanskilum er hœgt að ganga að ábyrgðar- manninum. Teikning: Sigurður Valur. inni. Engin lagaskylda hefði hvflt á bank- anum að tilkynna ábyrgðarmanninum um hækkun á yfirdráttarheimildinni. Dómurinn sýnir hve staða ábyrgðar- manna er veik. Engin upplýsingaskylda hvflir á lánastofnunum gagnvart ábyrgðar- mönnum, hvorki varðandi breytta stöðu lána né er fyrir hendi almenn upplýsinga- skylda um réttarstöðu ábyrgðarmanna. Úrbóta er þörf Neytendasamtökin leggja áherslu á að rík upplýsingaskylda hvfli á lánastofnunum gagnvart ábyrgðarmönnum og tryggja þannig að þeir geri sér grein fyrir hvaða skuldbindingar þeir eru að takast á hendur og hver réttindi og skyldur þeirra séu. Koma mætti þessum upplýsing- um á framfæri í formi upplýs- ingabæklinga sem hægt væri að nálgast í afgreiðslu lánastofn- ana. Að auki þarf að tryggja vemd ábyrgðarmanna með lögum. Fyrirmynd að slflai lagavemd er að finna á Norðurlöndum. Hér væri um að ræða reglur um upp- lýsingaskyldu banka áður en skrifað er undir ábyrgðarskuld- bindingu, lágmarkskröfur um efni láns- samnings, um viðvömnarskyldu til ábyrgðarmanna ef lánssamningur er van- efndur, upplýsingar sem ábyrgðarmaður- inn getur krafið bankann um og til- kynnningar um breytingar á lánssamningi svo dæmi séu tekin. I desember á síðastliðnu ári var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um réttindi og skyldur ábyrgðarmanna vegna íjárskuldbindinga einstaklinga. Það er því von á að þetta svið neytendavemdar verði tekið til skoðunar á næstunni og munu Neytendasamtökin leggja áherslu á að sett verði lagavemd á þessu sviði, til vemdar ábyrgðarmönnum auk áherslu á almenna upplýsingaskyldu frá hendi lánastofnana. - Sigríður er lögfrœðingur Neytendasamtakanna NEYTENDASTARF ER íALLRA ÞÁGU Nýja kökuhúsið Austurstræti 8 101 Reykjavík Sjónvarpsmiöstööin Síöumúla 2 108 Reykjavík Kaupfélag V.-Húnvetninga 530 Hvammstanga Kaupmannasamtök íslands Kringiunni 7 103 Reykjavik Sparisjóöur Vestmannaeyja Bárustíg 15 900 Vestmannaeyjum Sportkringlan Kringlunni 8-12 103 Reykjavík Trésmíöaféiag Reykjavikur Suöurlandsbraut 30 108 Reykjavik Verkakvennafélagiö Framtíöin Strandgötu 11 220 Hafnarfiröi Verkakvennafélagið Snót Heiöarvegi 7 900 Vestmannaeyjum Verkalýös- og sjómanna- félag Sandgeröis Tjarnargötu 8 245 Sandgeröi Verkalýösfélag Patreksfjaröar Bjarkargötu 7 450 Patreksfiröi Verkalýösfélagiö Súgandi Aöalgötu 26 430 Suöureyri Verkaiýös- og sjómannafélag Fáskrúösfjaröar Skólavegi 72 750 Fáskrúösfiröi Verkaiýösfélag Akraness Kirkjubraut 40 300 Akranesi Verkalýösfélag Noröfiröinga Egilsbraut 11 740 Neskaupstaö Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Miöstræti 11 900 Vestmannaeyjum Verkalýðsfélagiö Hörður Hvalfjaröarströnd 301 Akranesi Verkalýösfélag Raufarhafnar Aöalbraut 27 675 Raufarhöfn Verkamannafélagiö Dagsbrún Lindargötu 9 101 Reykjavík Verkamannafélagiö Hlíf Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfiröi Verslanir 10-11 Höfuðborgarsvæöinu Verslun O. Ellingsen hf. Crandagaröi 2 101 Reykjavík NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 29

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.