Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 12
Húsnæðiskostnaður Félagslegar eignar- íbúðir dýrasta r í dreifbýlinu Fasteignaverð í þéttbýlisstöð- um á landsbyggðinni er al- mennt 35% til 50% lægra en í Reykjavík. Þá eru undanskilin Suðurnes og Akureyri auk þess sem fasteignaverð á Selfossi og ísafirði fer stundum upp í 70% af verði í Reykjavík. Á minni stöðum, ekki síst þar sem atvinnulíf er fá- breytt og samdráttar gætir, er verðið jafnvel enn lægra. Mismunur á fasteignaverði veldur því að húsnæðiskostnaður er nokkru lægri en í Reykjavík. Á móti kemur að kostnaður vegna rafmagns og hita er á sumum stöð- um hærri en á höfuðborgarsvæðinu og mismunur er á fasteignagjöldum. Könn- unin tekur ekki tillit til áðumefndra þátta því þeir eru mjög breytilegir frá einu sveitarfélagi til annars ekki síður en fast- eignaverð. Lægra fasteignaverð veldur því að húsnæðiskostnaður á mörgum þéttbýlisstöðum er nálægt 20% lægri en í Reykjavík. Markaðsverð eldra húsnæðis er á dreifbýlisstöðum talsvert lægra en nýbygginga. Félagslegar eignaríbúðir sem eru seldar á kostnaðarverði eru þess vegna með dýmstu eignum. Það veldur því að húsnæðiskostnaður í þeim er mjög hár. Þá er reyndar ekki tekið tillit til þess að erfiðleikar kunna að fylgja því að selja almenna eignaríbúð. Talsverð umræða hefur orðið um háan húsnæðiskostnað í félagslegum eignar- fbúðum á landsbyggðinni. Margir eig- endur þeirra hafa haldið því fram að þær væru dýr kostur og ásókn í nýjar félags- legar eignaríbúðir hefur minnkað undan- farin ár. Nú standa íbúðir auðar eða hefur verið breytt í leiguíbúðir. Það kemur því tæplega á óvart að at- hugunin staðfestir þennan grun. Húsnæð- iskostnaður í nýlegum félagslegum íbúð- um er um 20% hærri en í almennum eignaríbúðum. Mismunurinn verður mestur hjá þeim sem búa í félagslegu húsnæði og lenda ofan fyrir leyfileg tekjumörk en við það hækka vextir á lán- um þeirra. Þessir eigendur greiða um 25% hærri húsnæðiskostnað en gerist í almennum eignaríbúðum. Almennar bú- seturéttaríbúðir eru álíka hagkvæmar og eignaríbúðir og sama gildir um félagsleg- ar búseturéttaríbúðir í sveitarfélögum þar sem húsaleigubætur eru ekki greiddar. Greiði sveitarstjóm hins vegar húsaleigu- bætur er hagstæðast að búa í félagslegum búseturéttaríbúðum ef þær eru á annað borð til í sveitarfélaginu. Valkostur Húsnæðisk. Þús./mán. % Félagsleg búseturéttaríbúð (húsaleigubætur) 20,1 67 Félagsleg búseturéttaríbúð (án húsaleigubóta) 29,9 98 Eignaríbúð keypt með 40 ára húsbréfum 30,4 100 Almenn búseturéttaríbúð 30,5 100 Eignaríbúð keypt með 25 ára húsbréfum 30,6 101 Félagslegar íbúðir, 20-30 ára yfir 33,0 109 Nýjar félagslegar íbúðir 36,2 119 Nýjar félagslegar íbúðir (yfir tekjumörk) 38,4 125 Taflan miðast við kaup hjóna með tvö börn á þriggja herbergja íbúð. Verð í félagslega kerfinu og hjá Búseta reiknast 6,5 milljónir en markaðsverð er 40% lægra. Fjölskyldan á skuldlaus um 15% kaupverðs og launatekjur eru 150 þúsund kr. á mánuði nema þegar um félagslegar Búsetaíbúðir er að ræða. Miðað er við að laun fjölskyldu sem komin er upp fyrir leyfilegar hámarkstekjur í félagslega kerfinu séu 175 þúsund á mánuði. Leitið hjál| Tveir einstaklingar með sömu fjárhagsstöðu geta svarað spurningunni um hvort þeir séu í fjárhagserfiðleikum á mismunandi hátt. Það sem einn telur fjárhags- erfiðleika telur annar að ekki sé um erfiðleika að ræða. í þessari grein er leitast við að hjálpa þér að átta þig á hvenær fjárhag þínum er þannig háttað að nauðsynlegt sé að grípa í taumana, annað hvort sjálfur eða með því að leita eftir aðstoð ráðgjafa. Fjárhagserfiðleikar byrja sjaldnast allt í einu. Þetta er oft hægfara þróun, svo lúmsk að margir eiga í erfiðleikum með að átta sig á því hvenær erfiðleikamir byrjuðu. Það má að vissu leiti líkja þessu við sjúkdóm sem smáversnar og þú leitar þér ekki læknishjálpar fyrr en verkimir eru orðnir illþolanlegir. Það sama má segja um fólk í fjárhagserfiðleikum. Það byrjar oft þannig að einn mánuðinn verð- ur að geyma nokkra reikninga til að eiga fyrir framfærslu. Þetta er ekki litið alvar- legum augum, litið er á slíkt sem ein- stakan atburð og þetta muni lagasl um næstu mánaðamót eða þá í versta falli um þar næstu mánaðamót. Þegar kemur að næstu mánaðamótum þarf að borga sömu reikninga og venju- lega og við þá bætist að greiða þarf reikningana sem geymdir voru frá mán- uðinum á undan. Á vanskilin er kominn vanskilakostnaður og þar með er minna eftir en nauðsynlegt er fyrir framfærslu. Fjölskyldan er komin í vítahring þar sem ekki er tekið á erfiðleikunum heldur er þeim ýtt á undan með ærnum tilkostnaði. 12 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 r

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.