Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 20

Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 20
Rusl eða verðmæti? kg/mann/viku af matar- leifum. Ef pappírsumbúð- ir (undan morgunkorni o.þ.h.) eru teknar með verður magnið 1,65 kg og ef allur garðaúrgangur er tekinn með 2,20 kg. Sjálf jarðgerðin virðist einnig geta gert sig þótt vetrarkuldi ríki. Hvað eft- ir annað mældisl hilastig í jarðgerðarmassanu á bil- inu 60-75°C veturinn 1994-95 sem þó var sá kaldasti á höfuðborgar- svæðinu síðan 1920. Gæði afurðarinnar virðast einnig vera þokkaleg. I samanburði við mold sem seld er sekkjuð út úr búð voru t.a.m. áburðarefni í mun hærri styrk í afurð jarðgerðarinnar. Þá bendir flest til þess að sorpflokk- unarkerfi af þessu tagi þar sem kröftum er beint að jarðgerð lífræns úrgangs, megi reka sem ábatasama starfsemi. Verkefnið í Hafnarfirði hefur að mestu svarað þeim spurningum sem lagt var upp með. Fyrir- hugað er að víkka verk- efnið út og taka inn hverfi þar sem er fjölbýli af ýmsum stærðum og ganga úr skugga um hvort einhverjar þær aðstæður séu fyrir hendi í tjölbýli sem ekki er hægt að yfir- stíga. Verði niðurstöður af því jákvæðar er ekkert því til fyrirstöðu að fram- kvæma þetta fyrirkomu- lag í heilu sveitarfélagi. Svörin við spurningun- um hér í byrjun verða því þau að í bananahýðinu eru fólgin verðmæti og að það getur borið ávöxt á ný í formi frjósams jarð- vegsbætis, svo framarlega sem eitthvert kerfi verði hannað utan um flokkun og hirðingu lífræns úr- gangs. Um ljósaperuna gegnir öðru máli; enginn sjáanlegur endurvinnslu- farvegur er fyrir hana og hún er því best geymd á einhverjum góðum urð- unarstað. MteÉlk )i ! 1 •'Aét' J ' • j Stjórn Neytendasamtakanna 1996-1998. Nokkra stjórnarmenn vantar á myndina en alls er stjómin skipuð 21 manni úr öllum landshlutum. Mikil endurnýjun í stjórn Drífa Sigfúsdóttir var kjörin formaður Neytenda- samtakanna 1996-1998 á nýafstöðnu þingi sam- takanna í stað Jóhannesar Gunnarssonar sem gegnt hafði embætti formanns síðan 1982. Jóhannes gaf ekki kost á sér til endurkjörs en gegnir áfram starfi framkvæmdastjóra eins og hann hefur gert undanfarin ár. Jón Magnússon er nýr varafor- maður samtakanna. Mikil endurnýjun varð í stjóm en hana skipa, auk Drífu og Jóns: Reykjavík: Ágúst Ómar Ágústsson, Bjöm Guðbrandur Jónsson, Einar Jón Ólafsson, Helga Ólafsdóttir, Hrönn Marinósdóttir, Mörður Árna- son, Sólveig Edda Magnús- dóttir. Reykjanes: Elísabet Karls- dóttir, Njarðvík, Hallgrímur Guðmundsson, Kópavogi, Sverrir Arngrímsson, Garða- bæ, Þráinn Hallgnmsson, Kópavogi. Vesturland: Ámý Ólína Ármannsdóttir, Akranesi. Vestfirðir: Þorgerður Ein- arsdóttir, Isafirði. Norðurland: Jón Karlsson, Sauðárkróki, Pálína Hjartar- dóttir, Húsavík, Vilhjálmur Ingi Árnason, Akureyri. Austfirðir: Guðrún Jóns- dóttir, Höfn. Suðurland: Kjartan Ágústsson, Selfossi, Valgerð- ur Fried, Selfossi. Framkvæmdastjóm skipa þau Drífa Sigfúsdóttir, for- maður, Jón Magnússon, varaformaður, Ágúst Ómar Ágústsson, ritari, Einar Jón Ólafsson, Hrönn Marinósdótt- ir, Mörður Ámason, Sverrir Amgrímsson og Þráinn Hall- grímsson. Jóhannes Gunnarsson lét af fonnennsku eftir langan feril í embætti formanns og var kvaddur með virktum. Hann er hér með hinum nýjafonnanni samtakanna, Drífu Sigfúsdóttur, bœjarfulltrúa i Reykjanesbœ. 20 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.