Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 2
Leiðari Krafa Neytendasamtakanna: Virk samkeppni og lægra verð Þing Neytendasamtakanna var haldið í lok septembermán- aðar og sátu það rúmlega 100 fulltrúar. Góð samstaða ríkti á þinginu og standa samtökin málefnalega sterk að því loknu. Samþykkt var ítarleg stefnu- mótun og starfsáætlun fyrir næstu 24 mánuði. Þetta má að hluta til lesa um hér í blaðinu en í heild á heimasíðu samtakanna, www.ns.is. Mikil umræða var á þinginu um hátt verðlag hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar og var megn óánægja meðal þingfulltrúa með ástand- ið og hvemig málstað neytenda sé sífellt fómað vegna hags- muna þröngra hagsmunahópa. Neytendasamtökin hafa lengi verið í fararbroddi við að sýna fram á þennan verðmun með samanburðarkönnunum sínuin á verði hér og í nágrannalöndun- um. Þess vegna fagna samtökin þeirri umræðu sem nú er komin í gang í þjóðfélaginu um þetta mikla hagsmunamál íslenskra neytenda. Það er ekki síst mikil- vægt að nú hefur þessi umræða loks náð með krafti inn á al- þingi. Neytendasamtökin ætla að berjast áfram með öllum til- tækum ráðum fyrir því að verð lækki hér á landi og verði það sama og sanngjamt er talið í ná- grannalöndum okkar. Einnig var mikið rætt um vaxandi fákeppni og einokun í viðskiptalífinu. Fjölmörg dæmi voru þar nefnd til sögunnar og fráleitt að matvömmarkaðurinn sé eini sökudólgurinn hér eða versta dæmið þótt vissulega skipti hann afar miklu máli fyrir okkur neytendur. Ekki má gleyma fjármálamarkaðnum með sinn háa vaxtamun og þjónustugjöld. Greinilegt var að þingfulltrúar höfðu áhyggjur af þessari þróun og töldu að í starfi sínu yrðu Neytendasamtökin að leggja höfuðáherslu á að berjast gegn fákeppninni, þessum skað- valdi neytenda. Andstæðan við fákeppni og einokun er sam- keppni og hún ein tryggir neyt- endum hagkvæm og góð kaup. Mikilvægt er að samkeppnin fari eftir eðlilegum og sann- gjömum leik- reglum, bæði gagnvart neytendum og atvinnu- lffi. I samræmi við þessa umræðu vom eftirtaldar þrjár megin- kröfur settar á oddinn: Evrópskt verð á vöm og þjónustu. Fjármálaviðskipti á frjálsan markað. Virk sam- keppni á matvörumarkaði. Næstu tvö ár leggja Neyt- endasamtökin áherslu á að ná fram þessum kröfum. Til þess þurfum við stuðning og nú þurfa neytendur að fylkja sér um samtökin. Neytendamál em víðtækur málaflokkur sem nær til fjöl- margra sviða. I stefnumótuninni var þannig ályktað um átján aðra málaflokka en nefndir hafa verið hér að framan, um lág- markskröfur neytenda, lausn ágreiningsmála neytenda við seljendur, upplýsingamiðstöð neytenda, neytendalöggjöf, að- hald og eftirlit með hinu opin- bera, fjármálaráðgjöf, persónu- vemd neytenda, neytenda- fræðslu, umhverfi, siðrænt val, matvæli, merkingar á matvæl- um, verðkannanir, ágenga sölu- starfsemi og auglýsingar, mikil- vægi staðlastarfs fyrir neytend- ur, næstu samningalotu innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), ferðafrelsi og sam- gönguúrbætur og loks um heil- brigðis- og tryggingamál. I llestum þessum málaflokk- um er um að ræða starfsemi í þágu allra neytenda og því sam- félagslegt verkefni. Þessu gleyma stjómmálamennimir okkar iðulega þótt þeir viður- kenni það í orði. Og vegna smæðar íslensks samfélags er erfitt fyrir Neytendasamtökin að sinna öllum þessum verkefnum á viðunandi hátt án þess að sett sé opinbert fjármagn til þeirra eins og gert er í nágrannalönd- um okkar sem þó em mun fjöl- mennari. Athygli fjölmiðla og ýmissa annarra á umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar hefur verið nokkur og sumir reynt að tortryggja umræðuna og niðurstöðu hennar. I ályktun- inni er bent á að á sama hátt og þátttaka okkar í EES-samningn- um færði neytendum vemlegan ávinning er ástæða til að ætla að aðild okkar að Evrópusamband- inu geti verið neytendum mjög hagstæð. Því fól þingið stjóm Neytendasamtakanna að kanna kosti og galla af Evrópuaðild fyrir neytendur. Umræðan sem nú er sífellt að aukast um ESB á að ná til allra sviða samfélags- ins og Neytendasamtökin telja sér skylt að kanna rækilega áhrif hugsanlegrar aðildar á ís- lensk neytendamál. Jóhannes Gumiarsson Efnisyfirlit Þing Neytenda- samtakanna 2002 Ávarp forseta íslands 3 Megináhersla á gildi virkrar samkeppni á neytendamarkaði 4 Stjórn Neytendasam- takanna 2002 - 2004 5 Frá kvörtunarþjónustunni Gallað borðstofusett frá Egor Dekor 7 Leðursóffasett frá GP húsgögnum 7 Gallagripir 7 í stuttu máli Umhverfismerkt hótel á íslandi 8 Slök neytendavernd í Færeyjum 8 Margir leita aðstoða Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna 9 Efni hættuleg umhverfinu eru í sjampói 9 Gæðakannanir Tölvuprentarar, dýrir dropar 10 Myndskannar, ódýrir og hraðvirkir 14 Umhverfismálin: Látum ekki okkar eftir liggja 16 Efnafræðin í hverdagslífi okkar 17 Námskeið: Hafðu yfirsýn yfirfjármál heimilisins 20 Tímarit Neytendasamtakanna, Sfðumúla 13,108 Reykjavík, s. 545 1200. Veffang: www.ns.is Net- fang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason. Ljósmyndir: Einar Ólason. Yfirlestur: Mörður Árnason. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 14.500. Blaðið er sent öllum félags- mönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift: 3.200 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmað- ur í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytenda- samtakanna liggi fyrir. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Lykilorð á heimasíðunni: labbi 2 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.