Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 9
I stuttu máli Ráðgjafarstofa umfjármál heimilanna Margir leita aðstoðar Ráðgjafarstofa um fjánnál heimilanna var stofnuð í febrúar 1996. Að henni standa félagsmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, íbúðalánasjóður, Landsbankinn, Búnaðar- bankinn, íslandsbanki, Samband íslenskra sparisjóða, Neytendasamtökin, Þjóðkirkj- an, Landssamtök lífeyrissjóða, Samband íslenskra sveitarfélaga, ASÍ og BSRB. Ráðgjafarstofan þjónar fjölskyldum af öllu landinu og býður upp á endurgjalds- lausa þjónustu við skipulagningu tjármála heimilisins. A fyrstu sex árunum sem Ráðgjafar- stofan hefur staifað hafa um 3.700 fjöl- skyldur nýtt sér þjónustu hennar. Starfs- menn Ráðgjafarstofunnar eru sex og því miður anna þeir ekki öllum þeim fjölda beiðna sem berast í hverri viku. Umsækjendur koma með útfyllta um- sókn og nauðsynleg gögn og fer þá starfs- maður Ráðgjafarstofunnar yfir eigna- og skuldastöðu fjölskyldunnar, athugar hver innkoman er og hvað þarf að borga í mán- aðarlegan rekstur fjölskyldunnar, svo sem hita, rafmagn, hússjóð, síma, áskriftir, dagvistargjöld, tryggingar, fasteignagjöld eða húsaleigu ásamt rekstri bifreiðar. Ráðgjafarstofan notast við viðmiðunar- neyslu sem tekin var saman að frumkvæði Neytendasamtanna árið 1992 og unnin af Sólrúnu Halldórsdóttur þáverandi hag- fræðingi Neytendasamtakanna. Þessi neyslustaðall er uppfærður reglulega og er miðað við neysluvísitölu Hagstofunnar, nú síðast í janúar 2002. Tekið er mið af samsetningu fjölskyldunnar og inni í þess- um tölum er kostnaður við mat og hrein- lætisvörur, lækniskostnað, tómstundir og liður sem kallast ýmislegt. Athuga ber að þetta er lágmarksframfærsla fjölskyldu í greiðsluerfiðleikum og alls ekki raunhæft að gera áætlun mörg ár fram í tímann miðað við þessar lágmarkstölur, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum útgjöldum umfram brýnustu nauðsynjar. Til dæmis er ekki reiknað með útgjöldum vegna gjafa eða endurnýjunar á heimilisbúnaði eða viðgerðum. Tillögur ráðgjafa eru margs konar, allt eftir efnum og aðstæðum umsækjanda, eigna- og skuldastöðu og tekjum heimilis- Eftir Ingveldi Fjeldsted starfs- mann Ráögjafastofunnar ins. Ráðgjafinn getur t.d. lagt til að eignir verði seldar, lánum skuldbreytt, aðstoðað við gerð samninga, þar sem skuldir eru í lögfræðiinnheimtu, og nauðasamninga, fijálsa eða þvingaða. Hann getur einnig leitað eftir aðstoð Félagsþjónustu og rök- stutt beiðnina skriflega til félagsráðgjafa. Stundum verður því miður að benda fólki á að ekki er hægt að forða eign þess frá nauðungarsölu eða að viðkomandi sé gjaldþrota. Það er mitt mat að nauðsynlegt sé að stjómvöld láti gera íslenskan neyslustaðal samsvarandi þeim sem finna má á hinum Norðurlöndunum, þar sem hægt væri að sjá hvað það kostar í raun og veru að reka íslenskt heimili, því ljóst má vera að stað- all sá er starfsfólk Ráðgjafarstofu styðst við sýnir ekki raunkostnað fjölskyldunnar. Flestar fjölskyldur halda afmæli, gefa gjafir, kaupa og/eða endumýja húsgögn og heimilistæki, ásamt því að fara í frí. í tölum Ráðgjafarstofu er ekki gert ráð fyrir þessum munaði sem þó er bráðnauðsyn- legur öllu venjulegu fólki. Boðið er upp á ráðgjöf í síma alla virka daga frá kl. 9 til 12 í síma 551-4485 og 800-4485. Fólk af höfuðborgarsvæðinu getur pantað viðtalstíma og tekið er við viðtalsbeiðnum á miðvikudögum frá kl. 9 og bókað er eina viku fram í tímann. Þeg- ar umsækjanda hefur verið úthlutað tíma er honum sent umsóknareyðublað sem hann kemur með útfyllt til ráðgjafans. Fólk af landsbyggðinni getur fengið senda umsókn í pósti, fyllt hana út og sent til baka með þeim gögnum sem ráðgjafi þarf til að vinna að máli hans, en þau eru: Afrit af tveimur síðustu skattskýrslum, síðasti álagningarseðill, launaseðlar síðustu þriggja mánaða, einn greiðsluseðill af þeim bankalánum sem viðkomandi er með, greiðsluþjónustusamning ef hann er fyrir hendi, upplýsingar um yfirdrætti, kortaviðskipti og ógreidda reikninga. I sumum tilfellum þarf ráðgjafi einnig að fá veðbókarvottorð. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna er til húsa að Suðurlandsbraut 30, bak- húsi. A heimasíðu stofunnar, www.rad.is, er að finna margvíslegar upplýsingar um fjármál. Þar er einnig hægt að prenta út umsókn um ráðgjöf og fjárhagsyfirlit sem hægt er að fylla út til að finna hvað fjöl- skyldan ætti að reikna sér í framfærslu áður en farið er að greiða skuldir. Efni hættuleg um- hverfinu eru í sjampói Af 40 tegundum sjampós sem rannsökuð voru í Noregi fengu aðeins fimm fyrstu ein- kunn og umhverfismerkt sjampó voru ekki endilega betri. Það voru Gr0n hverdag og Miljpheimevemet sem gerðu þessa umhverfisrannsókn á al- gengum tegundum sjampós sem seld eru á norskum mark- aði. Niðurstaða þeirra er að í sjampói eru notuð efni sem eru eitruð, efni sem brotna seint niður og hormónarask- andi efni. Meðal þess sjampós sem fékk bestu einkunn er Wella Shampoo fyrir normalt/feitt hár. I rannsókninni var leitað að ýmsum efnum, svo sem rot- vamaiefnum og hormónarask- andi efnum. Rotvamarefni er það efni í sjampói sem mest álag hefur á umhverfið. Vörur með geymsluþolsmerkingar eru þess vegna með minna af skaðlegum efnum. Það sama á ekki endilega við um vörur með sama vöru- rnerki. Þannig vom tvær teg- undir af Wella sjampói í rann- sókninni og á meðan önnur fékk bestu einkunn fékk hin tegundin næst slökustu ein- kunn. Ekki einu sinni umhverfis- merktar vörur gefa einhlítar leiðbeiningar fyrir neytendur hvað er um- hverfisvænt. Þær vörur sem eru umhverfismerkt- ar, meðal annars með Svaninum, vom ekki endilega þær bestu, en það er vegna þess að kröf- umar sem gerðar eru til um- hverllsmerktra vara em þannig að hluti af vörunum stenst kröfumar þótt ekki séu þær umhverfismerktar. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.