Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 18
Heimilið 1. Sjónvarp Tregtendranleg efni koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Þessi efni eru sett í fjölda raf- magnstækja og tauefna. Þetta er í sjálfu sér frábær hug- mynd, en þessi efni eru eitr- uð. Þau valda hormónaröskun og finnast í auknum mæli í blóði og vefjum dýra og fólks. Ein tegund þessara efna nefnist PBDE og hefur fund- ist í móðurmjólk. Sænsk rannsókn frá 1998 sýnir að PBDE-magn í sænskri móð- urmjólk hefur 50-faldast á síðustu 25 árum. Þessi kemísku efni sem iðnaðurinn framleiðir hafa margvísleg áhrif á fólk og þau safnast upp í umhverfinu. Efnin hafa verið rannsökuð á öpum og hafa þessar rannsóknir sýnt fram á aukin fósturlát og breytingar á ónæmiskerfinu. Vandamálið með treg- tendranleg efni er að þau halda ekki kyrru fyrir í tækj- unum heldur þyrlast út í and- rúmsloftið og þaðan berast þau í líkama okkar. Þar fyrir utan fáum við líka þessi skað- legu efni úr feitum mat. Enn vantar örugga vitneskju um skaðleg áhrif þessara efna á fólk, en vísindamenn eru sammála um að það sé mjög uggvænlegt að þessi efni finn- ist í auknum mæli í móður- mjólk. Flest komumst við í tæri við tregtendranleg efni á degi hverjum þar sem við sitj- um við tölvuna eða sjónvarp- ið. Til eru 50 mismunandi tegundir tregtendranlegra efna en nú er í undirbúningi reglu- gerð sem einungis tekur til tveggja efna. Framleiðendur sjónvarpa eru farnir að skipta þessum efnum út og nú er hægt að kaupa tölvur og sjón- vörp sem eru laus við þau. Lista yfir vörur án þessara efna er að finna á www.greeninfo.dk 2. Lím Lím inniheldur oft ófagra blöndu af hættulegum kem- ískum efnum. Margar tegund- ir innihalda lífræn leysiefni sem eru heilsuspillandi. í lími má finna efni sem valda krabbameini, umhverfisspjöll- Þú qetur treyst því að vörur með norræna umhverfismerkinu, svaninum, eru umhverfisvænar. Tileinkaðu þér umhverfisvæna lífshætti. Hollustuvernd ríkisins • Neytendasamtökin um, ofnæmi og hormónarösk- un. Bisphenol-A er gjarnan notað í límframleiðslu. Efnið er ofnæmisvaldur og raskar hormónajafnvægi líkamans. Áður fyrr var þetta efni notað í plastfyllingar fyrir tennur og enn í dag er það notað til að þekja áldósir að innanverðu. Enska matvælaeftirlitið gerði könnun þar sem í ljós kom að yfir 60% af dósum fyrir mat innihéldu þetta skaðlega efni. Allt frá árinu 1938 hefur menn grunað að bisphenol-A valdi hormónaröskun og er þessi grunur mjög vel rök- studdur. Komið hefur í ljós stækkun á blöðruhálskirtli hjá karlkyns músum ef mæður þeirra hafa fengið litla skammta af bisphenol A á meðgöngutíma. í mörg ár hefur verið beðið eftir áhættumati Evrópusam- bandsins á efninu. Það hefur loksins verið gert. Bisphenol A er flokkað sem hættulegt fyrir æxlunargetu fólks. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.