Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 15
Gæðakönnun á myndskönnum Epson Perfection 1250 Photo hlaut 2,80 (af 5,5 mögulegum) i heildargœðaeinkunn og fékkst á um 18 þús. kr. hjá Hans Petersen. Epson Perfection 1650 Photo hlaut 3,2 (af 5,5 mögulegum) í heildargœðaeinkunn og fékkst á tœpar 35 þús. kr. hjá Hans Petersen. tölvupósti. Til þess þarf tölvan vitaskuld að vera nettengd ineð mótaldi eða á annan hátt. Skönnuðu myndimar er hægt að geyma á harðdiski tölvunnar, afrita á disklinga og geisladiska eða senda í geymslu á veraldarvefnum en ýmsir aðilar bjóða ókeypis slíkt geymslupláss. Þess ber þó að gæta að það getur tekið æði langan tíma að senda stórar staífænar myndir á intemetinu. HP Scanjet 5470c hlaut 3,4 (af 5,5 mögulegum) í heildar- gæðaeinkunn ogfékkst á tœp- ar 35 þús. kr. hjá Einari J. Skúlasyni. HP Scanjet 4470c hlaut 3,1 (af 5,5 mögulegum) í heildar- gœðaeinkunn ogfékkstá tœpar 19 þús. kr. hjá Boð- eind. Allir framleiðendur nema Canon og Mustek láta í té rekla sem gera kleift að nota skann- ana bæði með stýrikerfum af gerðunum Microsoft Windows og Apple Macintosh. Um upplausn og skönnun Gæði skannaðrar og útprent- aðrar myndar fara eftir því hversu smágerð hún er, þ.e.a.s. Microtek Scanmaker 4800 hlaut 3,3 (af 5,5 mögulegum) í heildargœðaeinkunn ogfékkst á um 18 þús. kr. hjá Aco /Tœknivali. hver upplausnin er. Hún er gef- in upp í dflum á þumlung, yfir- leitt skammstafað DPI sem stendur fyrir „dot per inch“. Því hærri sem DPI-talan er þeim mun hærri er upplausnin. Tölvuskjár er með upplausn kringum 72 DPI en gæða- myndir í tímariti og bók kring- um 300. Það er því tilgangs- laust að hafa myndir í hærri upplausn en 72 DPI ef aðeins á að nota þær á vefnurn. Hins vegar verða myndimar loðnar og óskarpar ef þær birtast á prenti í lágri upplausn. Ef þú átt skanna og prentara geturðu stækkað og minnkað myndimar að vild í stað þess að fara með þær á framköllun- arstað. En hins vegar er ekki ráðlegt að skanna mynd og reyna svo að stækka hana í út- prentun. Þá áttu á hætlu að hún verði í lægri upplausn en æski- legt er og þú sættir þig við. Reikna má með að prentar- inn þinn geti prentað út í allt að 1200 dpi upplausn. Til að prenta út ljósmynd í bestu upp- lausn þarftu þá að skanna hana í 1200 dpi. Ef þú ætlar að stækka hana þarftu að skanna í enn hærri upplausn. Hyggist þú minnka hana dugir lægri upp- lausn. Sumar myndir dugar þér e.t.v. að skanna í 300-500 dpi. Allt lærist þetta með tímanum og skynsamlegt er að gera til- raunir með litlar myndir í mis- munandi upplausn. Með ntyndvinnslubúnaði sem fylgir skönnunum geturðu prófað þig áfram. Þeir skannar í gæðakönnun ICRT sem ekki fengust hér- lendis vom þessir 11: Plustek OpticPro S6, Visioneer 4800USB, Canon Canoscan D1250 U2F, Mustek BearPaw 2400TA, Umax Astra4500, Canon SmartBase MPC400, Hewlett Packard psc 750, Canon Canoscan D1250 U2, Epson Perfection 1250, Epson Perfection 1650 og Hewlett Packard scanjet 4400c. 4,8 3,0 1,8 3,8 W: Raad og Rön 8/2002. **** Sjá nánar markaðskönnunina á vef Neytendasamtakanna http://www.ns.is. Lykilorðið er labbi International Consumer Research and NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2002 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.