Bændablaðið - 01.09.1988, Side 2

Bændablaðið - 01.09.1988, Side 2
BÆNDABLAÐIÐ 7. TBL. 2. ÁRG. SEPT.1988 Riðuundanþágan: „EKKI EINA DÆMIÐ UM FRÁVIK FRÁ VIDMIÐUN" Athugasemd frá Pálma á Akri í Bændablaðinu sem nýlega kom út og mun vera 6. tölubl. þ.á. er frá því greint að ég hafi fengið „undan- þágu frá riðuniðurskurði“ eins og það er kallað og sé eini bóndinn á landinu, sem slíka undanþágu hafi fengið. í greininni sem rituð er í nokkrum fullyrðingastíl, eru auk þess nokkur slitur úr viðtali, sem átt var við mig í síma. Mér þykir rétt að taka eftirfar- andi fram varðandi þessi skrif. Annað meginatriði þessa máls er auðvitað það að ég fer eftir ákvörð- un sem tekin er af landbúnaðar- ráðuneyti og sauðfjárveikivörnum. Ég hafði snemma vors óskað eftir að ákvörðun þessara aðila lægi fyr- ir áður en ég keypti áburð, því tæp- lega var vit í að kaupa áburð og stofna til kostnaðar við heyskap ef mér bæri að skera léð niður í haust. Þetta gat verið álitamál þar sem fjögur ár eru siðan riðukind fannst i fénu og þó viðmiðunarreglan sé fimm ár voru fordæmi fyrir því að frá þeirri viðmiðun væri vikið. Þeim fordæmum hirti ég ekki um að skýra ritstjóra Bændablaðsins frá i síma, enda lét hann þess ekki getið að hann ætlaði að skrifa um málið. Þessi fimm ára viðmiðun styðst út af fyrir sig ekki við neinn lagabókstaf, en fyrri frávik frá henni hafa vafalaust ráðið þvi hver niðurstaðan varð. Það er því ekki rétt sem blaðið heldur fram, að eina dæmið um frávik frá þessari við- miðun sé hjá mér. Hitt meginatriði málsins er að því miður eru tæplega líkur til að með niðurskurði á 20-25 þús. fjár í haust sé riðuveiki þar með útrýmt úr landinu. Hætt er við að eitt og eitt tilfelli kunni að koma upp á næstu árum og þarf þá hverju sinni að skera niður hjá þeim sem fyrir þvi verða. Ég tel eðlilegt að heilbrigðiseftir- lit verði aukið með sauðfé næstu ár- in á þeim svæðum sem riða hefur fundist eða verið landlæg. Ég hef óskað eftir slíku auknu eftirliti með mínu fé. Fari svo að nýtt riðutilfelli finnist verður fénu að sjálfsögðu fargað, svo sem hvarvetna annars staðar, þar sem riðuveikar kindur kunna að finnast. Allt tal um sérreglur f'yrir mig og mitt fé og glósur um Jón eða séra Jón eru því tilefnislausar. Með þökk fyrir birtinguna Fálmi Jónsson Athugasemd ritstjóra: Eins og fram kemur í brél'i Fálnta fékk hann undanþágu frá riðunið- urskurði og það var meginatriði fréttar okkar um þetta mál. Kjartan Blöndal framkvæmdastjóri sauð- fjárveikivarna tjáði okkur að þetta tilfelli væri algert einsdæmi, — undanþágur Irá rcglunum hefðu ekki áður vcrið veittar. Hafi slíkt verið gert án vitundar sauðfjár- veikivarna eykur það síst hróður riðumála í þessu landi. En Pálmi ætti allra hluta vegna að upplýsa bæði sauðfjárveikivarnir og bænd- ur um þessi l'rávik frá reglunum. Þá er ósatt sem segir að undir- ritaður hal'i ekki látið þess getið að hann ætlaði að skril'a um málið. I upphafi samtals kynnti ég mig sem blaðamann og þá á reyndur stjórn- málamaður að vita að um blaða- samtal er að ræða. Enda eru þessi mál mér persónulega óviðkomandi. í lok samtalsins sagðist ég ætla að „vinna úr þessu“ og við það gerði bóndinn og alþingismaðurinn á Akri enga athugasemd. Allt tal um Jón og séra Jón í þessu máli á augljóslega fullan rétt á sér. Bjarni Haróarson ritstjóri. Kúlulaga plast-tankar Sterkari og betri M ROTÞRÆR: fyrir sumarhús, einbýlishús og stærri sambýli. VATNSTANKAR: margar stærðir. FITUGILDRUR og OLÍU- GILDRUR w L \ FÓÐURSÝLÓ: einnig einangruð fyrir loðdýrafóður. SÖLUSTADIR: Sambandió byggingavijrur Kaupfélögin G.A. Böðvarsson, Sclfossi FRAMLEIÐANDl: KOSSPLAST H/F GAGNHKIDI 38 80« SELFOSS í SÍMI 98-21760 Hollur cr heimafenginn baggi og ódýrasta kjarnfóðrið scm bændur eiga völ á fæst mcð gerð heyköggla. Ólafur Eggertsson: HEYKÖGGLAR ERU ÓDÝRASTA KJARNFÓÐRIÐ Nú er að Ijúka einu erfiðasta hey- skaparsumri sem menn muna hér um slóðir og eftir því eru heyin. Þó víða hafi ýmisskonar votheysverk- un bjargað, þá stendur eftir að meirihluti uppskerunnar er enn verkaður í þurrhey og þar er viða vá fyrir dyrum í fóðurmálum. Ofan á þetta bætist langur gjafatími í vor og því litlar fyrningar. Én hvað tengist þetta allt gerð heyköggla á Austurlandi? Það sem af er þessu ári hefur samstæðan unnið 625 m1 og væri eðlilegt ástand með heyin mætti vænta að kögglað yrði annað cins til áramóta. En við núverandi að- stæður er ekki liklegt að verkefni verði nema 300 m' út árið. Þetta er mikill skaði fyrir þetta fyrirtæki sem berst í bökkum, og ekki síöur er það skaði l'yrir bænd- ur, sem i stað þess að breyta eigin heyi i kjarnfóður — vissulega með hjálp aðkeyptra efna — sjá fram á að verða að nota dýrt, aðkeypt kjarnfóður. Það kæmi hins vegar ekki á óvart þó eftirspurn eftir kögglum verði mjög vaxandi seinna í vetur þegar hey frá sumrinu er orðið vinnslu- hæft. Við skulum nú rifja upp nokkrar tölur o.fl. sem snertir heyköggla- gerð og hagkvæmni þeirra gagnvart öðru fóðri. Fyrst eru hér tölur yfir fóðurverð á Egilsstöðum, birtar með góðfús- legu leyfi þeirra kaupfélagsmanna. Graskögglar 1988: Meindýr með innflutningi... Það er viðar en í innflutningi á ferfætlingum sem þarf að varast að pestir og meindýr berist með innflutningi. I sumar kom í ljós „Amerískt thrips“ í blómum hér á landi sem hefur borist með inn- flutningi á plöntum þó svo að leiðina hafi ekki tekist að rekja. „Thrips“ er fluga sem leggst á plöntur og dregur úr þeim þrótt en er næsta viðráðanleg í blóma- rækt þar sem hægt er að eitra fyrir hana. Aftur á móti er þessi skepna hinn mesti vágestur fyrir grænmetisbændur því eðlilega er ekki hægt að beita eins sterkum eiturefnum í þeirri ræktun. Til þessa hafa íslenskir gróðurhúsa- bændur mátt glíma við svokallað „Nelliku thrips“ og þótt nóg um. Ennþá hefur nýja „thrips" flugan bara fundist i blómjurtum og þeg- ar verið gerðar róttækar hreinsan- ir á nokkrum húsum en of 'snemmt að segja til um hvort það Frá Skagaf.: hvert kg. 22,17 kr. Reyðarfjarðarblanda 26,24 kr. S.Í.S. blanda 30,80 kr. Maís 25,90 kr. Nú mun algengast að notuð sé 25% íblöndun og sem líklegt með- altal skulum við segja að fari 450 kg. af heyi í m’ af kögglum. Séu kögglaðir 20 m' eða meir er gefinn 10% afsláttur af öllu magn- inu, en annars kostar kögglun nú 3300 kr. á m'. Úr góðu heyi og 25% íblöndun má vænta köggla með fóðurgildi 1,2-1,3 kg í FE. Kögglun án afsl. 1 m' 3.300 kr. Fiskimjöl 90x25 kr. 2.250 kr. Sykur 50x22 kr. 1.100 kr. Önnur íbl. 200 kr. Kostnaðarverð I m' eða 600 kg. köggla 6.850 kr. eða 11,41 kr./kg. Mismunur frá meðalfóðurverði, sem er um leið beinn hagnaður þess sem lætur vinna og notar hey- köggla, er þá 5,60 kr./kg þegar tek- ið er tillit til verðs á graskögglum og innfluttu fóðri og hann hefur reikn- að sér hey og vinnu. Með öðrum orðum, þá verður rúmur helmingur af fullu verði heykögglanna til heima hjá bóndanum sjálfum. Eins og staðan er í dag er megin- málið að til séu fyrningar, eða full- verkað hey frá sumrinu og geta bætt það með kögglun, sé það lítils virði en framleitt kjarnfóður úr því sem betra er. Því án heyköggla viljum við ekki vera. Ólafur Eggerlsson, Berunesi tekst að drepa hana alveg eða hvort þessi fylgifiskur innflutn- ingsins er kominn til að vera... Aheit TIL HJÁLPAR GÍRÓNÚMERIÐ 62 • 10 • 05 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK S 62 10 05 OG 62 35 50

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.