Bændablaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 3
BÆNDABLAÐIO 7. TBL. 2. ÁRG. SEPT. 1988 BÆNDABLAÐIÐ Útgelandi: I-élagið Bændasynir hf. Ritstjóri og ábm: Bjarni Harðarson, Auglýsingar: Jón Daníelsson. Bókhald og áskriftir: Sigurður Baldursson. Aðrir starfsmenn: Elín Gunnlaugsdóttir, Páll Ásgeirsson, Þórður Ingimars- son, Jón JúliusElíasson, Einar Benediktsson, Kristín Þóra Harðardóttir og fleiri. Umbrot, preniun og pökkun: Filmur og prent, Blaðaprent og Plastpökkun. Skrifstofur eru að Skúlagötu 32, 3 hæð, í Reykjavik. Símar 9I-I7593, 96-25930 og heimasímar 91-16H8 (JD), 91-25814 (BH). Blað þetta kethur út mánaðarlega og er rekið samhliða útgáfu á l.ANDS- BYGGÐINNI. Áskrift fyrir 7 mánuði kostar 650 krónur og fylgir í kaupbæti að allir áskrifendur l'á LANDSBYGGDINA senda ókeypis, en hún kemur lika út mánaðarlega og þvi sendum við ferskar og skeleggar landsbyggðar- Iréttjr frá okkur hálfsmánaðarlega. Allar ábendingar og greinaskrif vel þegin. VIÐ ÞURFUM AÐ SELJA KJflTIÐ Það var engan veginn fjörlegt andrúmsloftið á aðal- fundi Landssamtaka Sauðfjárbænda sem haldinn var á Flúðum í Hrunamannahreppi nú á haustdögum og kannski að vonum að svartsýni hafi gætt í tali fundar- manna. Það er samdóma álit allra sem til þekkja að þol- anlega hafi gengið að koma böndum á mjólkurfram- leiðsluna og ágætlega horfi í þeirri grein. En þrátt fyrir stórfellda fækkun fjár á síðustu árum er enn mikill vandi fyrir höndum útaf offramleiðslu á kindakjöti. Hætta er á að enn verði samdráttur í neyslu hér heima og vonir manna um markaði erlendis hafa frekar dofnað. Þessi samdráttur í neyslu kindakjöts er einn alvarleg- asti vandi landbúnaðarins um þessar mundir og um leið einn alvarlegasti byggðavandinn sem við eigum við að stríða. Á nefndum aðalfundi sauðfjárbænda komu fram nokkrar tillögur til úrbóta, allrar athygli verðar. Mark- aðsnefnd fundarins lagði til að gert yrði átak til að selja erlendum ferðamönnum íslenska dilkakjötið. í því skyni verði leitað eftir samstarfi við ferðaskrifstofur og gerð könnun meðal ferðamanna hvaða matreiðsla þeim henti best. í þessu skyni mætti þróa skyndibitarétti sem henta inn á þennan markað og því má bæta við að full þörf er á skyndibitum úr dilkakjöti sem henta okkur íslending- um. Bændablaðið vill í annað sinn koma því á framfæri að austur í Indlandi eru seldir við góðan orðstír svokall- aðir „Mutton“ borgarar sem líkjast hamborgurum nema hvað kjötið er ýmist kinda eða geitakjöt. Önnur helstu úrræði sem fram komu hjá nefndinni voru að hvetja slát- urleyfishafa til öflugs sölustarfs í sláturtíðinni, kanna möguleika á útflutning á lifandi fé til slátrunar og að hætta með árlegar haustútsölur sem menn eru nokkuð samdóma um að séu skaðlegar markaðinum. í almenn- um umræðum ræddi Kristján Finnsson þá stefnu sauð- fjárbænda að lengja bæri sláturtímann en i þeim hefur lítið þokast áleiðis. Fyrirsjáanleg fækkun sláturhúsa er líkleg til að draga enn úr möguleikum á þessu og á fund- inum var bent á þann þátt sláturhúsamálsins að með fækkun húsanna færist sláturmarkaður haustsins líka fjær hluta kaupenda sem getur enn orðið til að skemma fyrir markaðinum. Hér þarf því að snúa vörn í sókn og veruleg lenging sláturtiðar gæti orðið til mikilla hagsbóta fyrir markað- inn. Benda má á reynsluna sem orðið hefur af lenginu sláturtíðar nautakjöts en salan þar hefur stóraukist. Það virðist vera að fólk kjósi helst að fá ferskt kjöt af nýslátr- uðu og þá verður að svara þeim kröfum. Við sífellt flókn- ari samfélagsgerð er líka næsta víst að það hentar alls ekki öllum að taka sláturmat nokkra daga á haustin. Vitanlega er dýrara að senda lömb til slátrunar á miðju sumri eða í desember en á móti gæti lengri sláturtími sparað fé. Sláturleyfishafar geta nýtt hús og tæki betur, geymslukostnað má minnka með þessu og aukin sala skilar auknum tekjum. Allt getur þetta orðið til að mæta auknum kostnaði við framleiðsluna og það er vafamál að dilkakjötið sé of dýrt til að seljast, — miklu líklegra er að stjórnvöld og bændur verði að tíma og þora að eyða pén- ingum í markaðsöflun. Framtíð sveitanna er í veði. • —b. BLAÐIÐ HITAVEITA UM ALLAN FJÖRD Þessa dagana er verið að leggja hitaveilu inn á 18 bæi i Seylu og Slartarlireppi norrtan Varmahlióar í Skagafirói. Valn kemur frá hilaveitunni í Varmahlió og koslnaó grcióa bændurnir sjálfir. Körin (il hilaveilunnar kaupa SkaglirOingar frá Hjúpi hf. á KlúAum í Hrunamannahreppi. Þart er nýjung aö rörin eru lögó í vegkanlinum sem auðveldar vcrkið en þessa mynd lók blaða- maður Bændablaðsins við bæinn Grófargil i Seyluhreppi. KRYDDUÐ I>að þarf ekki að krydda egg- in heldur hænurnar til þess að fá út krydduð egg, — bragð eftir smekk. Þetta er niðurstaða Þjóðverja. Okkar maður í Berl- ín sendi BÆNDABLAÐINU blaðaúrklippu þar sem sagt er frá þessu. Það var dýralæknir í Slesvík Hol- steinfylki sem fyrstur reyndi þetta. Hann varð var við það sem margir EGG íslenskir eggjabændur þekkja, að ef hænurnar voru fóðraðar á fiski- mjöli þá kom fiskbragð al' eggjun- um. Því ætti að vera hægt að fá kryddbragð með því að setja krydd út í fóðrið og það gerði þessi ágæti dýralæknir. Hann setti náttúruleg krydd út í fóðrið eins og basilikum, rosmarin, thymian og fleiri tegund- ir. I50 manns voru svo fengin til að smakka á eggjunum og líkaði vcl. Matvælafræðingur við háskól- ann í Kiel telur að krydduð egg séu spor í rétta átt hvað varðar hollustu þvi nú geti fólk hætt að salta eggin, en það hefur verið talið ntjög óhollt. Eggin verða fljótlega boðin á almennum markaði þarna ytra en að vonum lítið eitt dýrari heldur en þessi venjulegu og „bragðdaufu.“ BÆNDABLAÐIÐ innti Jónas Halldórsson i Sveinbjarnargerði, formann Félags eggjabænda eftir því hvort eitthvað í þessa veru væri á döfinni hér heima en hann kvað svo ekki vera. Vel gæti svo farið að einhver reyndi þetta, — el'iblöndun þessi væri þá heimil samkvæmt ís- lenskum lögum. Undanfarið hefur verið lítið um vöruþróun sagði Jónas, og er ástæðan grimmilegt verðstríð sem haldið hefur öllum framleiðendum niður í taprekstri og dregið úr þeint allan mátt til framþróunar og markaðsöflunar. Með samstöðu sem náðist siðasta vetur er að vænta betri tíma og kannski, kannski koma egg með rosmarin bragði í búðirnar á Fróni. —b. ER FULLVIRDIS- RÉTTURINN EIGN? FullvirðisréUurinn kom að vonum nokkuð við sögu í um- ræðum manna á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Akureyri. Stjórn SB hefur ályktað að fullvirðisrétturinn megi ekki tengjast eignarréttar- böndum við lögbýli eða persón- ur. Haukur Halldórsson for- maður benti í þessum efnum á slæma reynslu Kanadamanna þar sem fjölmargir einstakling- ar sem eru hættir búskap eiga fullvirðisrétt og leigja hann til bænda. Fullvirðisrétturinn er þar með orðinn ákveðinn kostn- aðarliður í búrekstrinum þó hann fáist ekki viðurkenndur sem kostnaðarhluti við verð- lagiýiþu. 3 | J j I I, umíýeðum á fundinum kom fram'að menn vilja afmarka eignar- háld á fullvirðisrétti við starfandi bændur og sporna við þvi að hann hafi það fjármunagildi sem nú er. Guðrún Aradóttir á Skiðabakka sagði til dæmis að fullvirðisréttur- inn væri orðinn verðmæti en óljóst hver ætti þau. Sturlaugur Eyjólfs- son á Efri-Brunná taldi að hætta ætti uppkaupum og leigu á fullvirð- isrétti en þess í stað ætti að aðstoða þá bændur sem vildu hætta búskap með jarðakaupum og Halldór Þórðarsson á Laugalandi tók undir þau sjónarmið að fullvirðisréttur- inn væri eingöngu í höndum starf- andi bænda svo nokkur dæmu séu nefnd. En fullvirðisréttareignin tengist öðrum þætti umræðunnar á Stétt- arsambandsfundi. Þar lögðu menn líka áherslu á að það yrði að takast nýir samningar við ríkisvaldið um verðábyrgð á ákveðnu magni fram- leiðslunnar. Núverandi búvöru- samningur rennur út 1992 og verði ekki samið aftur þá er grundvöllur- inn undir fullvirðisréttinn brostinn. Fullvirðisréttur hverrar jarðar er í raun og veru ekki annað en ákveðin hlutdeild í þessum samningi. Það er hætt við að ef ekki verður pólitísk- ur vilji fyrir nýjum búvörusamningi geti gengið erfiðlega að halda utan um kvótakerfi í landbúnaðinum. Á aðalfundinum lagði Haukur Hall- dórsson áherslu á að sem fyrst yrði unnið að því gera nýjan samning sem tæki við 1992 og það ljóst að þarna er brýnt hagsmunamál á ferðinni. Annað atriði sem líka verður til að draga úr áreiðanleika fullvirðis- réttar sem eignar er sú álitsgerð lög- fræðinga sem segir að inneign bænda hjá sláturleyfishafa fyrir innlagða dilka flokkist ekki undir forgangskröfu ef sláturleyfishafi verði gjaldþrota. Þórólfur Sveins- son á Ferjubakka varaformaður Stéttarsambandsins vék að þessu á aðalfundi Landssambands Sauð- fjárbænda og taldi að þetta sýndi okkur að menn hefðu kannski mátt vara sig meira áður en þeir fóru út í að kaupa fullvirðisrétt dýrum dómum af nágrönnum sínum. Kaup hafa einkum verið stunduð í mjólkurframleiðslunni og þar hafa bændur verið að borga allt uppí 20 krónur fyrir lítrann meðan skila- verðið var ekki nema 28 krónur. Þetta er mikið hærra verð en Fram- leiðnisjóður bauð. Það er samdóma álit margra að þessi verslun með fullvirðisrétt hafi verið af hinu illa og einn Stéttarsambandsfulltrúi, Sturlaugur Eyjólfsson á Efri Brunná sagði á aðalfundinum að Framleiðnisjóður ætti að hætta uppkaupum og leigu á fullvirðis- rétti en þess í stað ætti að aðstoða þá bændur sem vildu hætta búskap með jarðakaupuin. ÞI/—-b.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.