Harpan - 01.02.1937, Page 21

Harpan - 01.02.1937, Page 21
H A R P N en skipasmíðar voru komnar á hátt stig. Það purfti allstór skip tíl að finna ísland. Og ein helzta íþrótt íslendinga í fornöld voru siglingar. Þeir voru ágætasta siglingarþjóð peirra tíma. Á sigl- ingum og samkvæmum við ann- að fólk byggðist þeirra menning. Og svo verður enn, að því meiri siglingar og viðskiftí, sem er við aðrar þjóðir, að því betri og meiri verður okkar menning, á þessu afskekta eylandi. Þegar smástrákar smíða sér báta og sigla þeim á pollum og pyttum, þá er það hreint það bezta' uppeldi, sem þeir geta fengið. Við búum á eyju og þurf- um að hafa viðskipti við umheim- inn- Frá upphafi íslands byggð- ar hafa siglingar verið okkur til blessunar. Því meiri viðskipti, sem við höfum haft við aðrar þjóðir og lönd, því betur hefir okkur vegnað sjálfum. Fyrir þúsund árum vorum við íslendingar helzta siglingaþjóð heimsins. íslendingar sigldu þá austur til Miklagarðs yfir hinar lygnu ár Rússlands og alla leið vestur til New York, sem nú heitir. Ein ágætasta sjóferð, sem farin hefir verið, er ferð Leifs Eiríkssonar, sem var fæddur í Dalasýslu, frá Noregi til Ame- ríku. Hann villtist að vísu, en fann þá heila, nýja heimsálfu. Hann sigldi fyrst þvert yfir hið mikla Atlantshaf á opnu skipi, án þess að hafa kompás eða A kort af óþekktum höfum og lönd- um, Fyrst fimm öldum síðar varð landsfundur hans að fullu gagni fyrir hinn menntaða heim- En frægð hans er því meiri og var- ar meðan nokkur strákur }dir sínum litla eintrjáning út á örlít- inn poll. Sú tilhneiging var und- rótin að hinni ágætu ferð Leifs hins hepna. Leifur var ágætur sjómaður. Hann hefir vafalaust siglt sínum smábátum á tjörnunum í Dala- s)rslu, þegar hann var smástrák- ur Og upp úr því spratt hin frægasta sjóferð, sem farin hefir verið. Maðurinn er staðbundinn. Skipin bera hann víðar út í ó- vissuna og æfmtýrið. Skipið er faratæki æskunnar og fullnæging allra hennar spurninga, Búið til ykkar báta, setjið segl á þá og stýri, hlaðið þið þá með ykkar æskuvonum. Síðar ber æskuþrá ykkar um frægð og frama ykkur máske um úthöfin og til framandi landa, þar til þið siglið heilu skipi heim til ætt- landsins gamla, sem tekur fagn- andi hverjum góðum son, sem snýr aftur heim. Bó-bó Sendið Hörpuna ís~ lenskum börnum er« lendis. 19

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.