Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 32

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 32
30 F Á Iv U R Kollafjarðar förin 5. sept ember 1926. á KollafjarSar- eyrum. Nokkr- ir úr förinni að „hlaupa i skarðið“. ÖSru máli yrði að gegna, ef kynbótabú væru rekin, þá mundu gripir frá þeim verSa seldir sanngjörnu verði, svo að sem flestum veitist létt að eignast þá. Ennfremur má fullyrða, að jafn- skjótt og bændur sæju vel meðfarna og fallega gripi koma frá kynbótabúunum, að þá myndu þeir, áður en langt um liði, gera gangskör að, að koma búpeningi sínum í það ástand, að hann gæl'i þeim þann arð, ,sem náttúran befir til ætlast, sé vel og viturlega með hann farið. Ef til vill má gera ráð fyrir, að á meðal ráð- andi manna finnist þeir, sem segi: að nú sé sisl tímar til að eyða landsfé til kynbótastofn- ana, bæði vegna fjárhagsörðugleika og eins vegna þess, að landbúnaðarafurðir væru að falla í verði. Hvað fyrri mótbáruna snertir, þá mun það satt vera, að um nokkura fjárkreppu mun vera að ræða, en vonandi þó ekki það mikla, að ekki sé vinnandi vegur þess vegna að brinda kynbótabúum á laggirnar, ef vilja og trú á þau vantaði ekki. Við seinni mótbár- unni, sem eg nefndi, er því til að svara, að þeg- ar afurðasala búpenings er lág, þá ríður bænd- um á, að skepnurnar svari sem mestum arði, við það gætir minna verðlækkunarinnár á aí'- urðunum. Síðastliðið ár seldust örfá bross til útlanda og þau fáu, senr þangað seldust, seldust lágu verði. Hér innanlands seldist nokkuð af afsláttar- hrossum; flest þerra litil, eða þá gömul af- námsbross, og seldust þau lágu verði, sem von- legt var, því að þau voru rýrt búsílag. pað er nauðsynlegt fyrir bændur að losna við þesskonar bross, en um leið verða þeir að gæta þess að ala ekki upp samskonar gripi. — Væru gripirnir betur upp aldir, hvort heldur þeir eru fluttir til útlanda eða seldir hér innanlands, þá mundu þeir borga í flestum tilfellum betur uppeldiskostnaðinn, og ætti það að vera næg ástæða til, að bændur findu hvöt hjá sér til að vanda vel til uppeldis hrossanna, eins og yfir Iiöfuð ætti að vera á öllum búpeningi. Ymsar hentugar jarðir á ríkissjóður, sem reka mætti á kynbótabú, og ekki ætti að vera skotaskuld úr að fá hæfa menn til að reka slík bú, því að fyrst og fremst hefir Búnaðarfélag Islands nokkra ráðna ráðunauta, sem til mætti grípa, enda ættu þeir að vera öðrum fremri til þess starfa, og svo koma árlega nýir menn af búnaSarskólum, sem sjálfsagt er að bera fult traust til i því efni. Um fyrirkomulag slíkra búa ætla eg ekki að ræða að þessu sinni. Séu jarðir með góðum leigumála fyrir höndum, þá er annar kostnað- ur við stofnun þeirra ekki afar tilfinnanlegur, ef ekki er þotið út í öfgar með húsabyggingar á þeim til að byrja með. pað er enginn sá bóndaglópur til, að hann ckki kjósi lieldur að eiga fallegan og góðan hest, heldur en latan og ljótan. pá vilja og bændur heldur eiga fallega og nytháa kú, en ljóta og nytlausa, sama má segja um sauðfé. — pessu eiga kynbótabú að koma til leiðar eftir hæfi- lega langan tima eftir að þau eru tekin til starfa. (Isafold). Dan. Daníelsson.

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.