Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 33

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 33
F A K U R 31 Þættir úr sögu hestsins. Ferð Árna lögmanns, er hann reið „Högna“ á þrem dögum, nótt og dag, frá Brú á Jökul- dal, yfir gróðurlausar auðnir og öræfi, mýra- flóa og fen, vestur á pingvöll, og kom á síðustu stundu til alþingis og bjargaði málum föður síns, Odds biskups Einarssonar í Skálholti, befir alla jafna verið talin ein hin frækileg- asta för. sem farin hefir verið hér á landi ein- hesta. pað er ekkert einsdæmi, að hestur, eða vönt- un á hesti, hefir valdið úrslitum, sem mikils hafa varðað. Oft hefir hestur bjargað lífi manna á örlagaríkri stundu og þannig ráðið forlögum heillar þjóðar eða þjóða. Frá ómunatíð hefir hesturinn verið mann- inum frábær vinur og dauðtryggur þjónn. í ófriði og á friðartimum, við vinnu og að leik- um hefir hann ótrauður heitt þreki sínu og þoli, og oft án verðugs þakklætis og viðurkenn- ingar fyrir dyggilega þjónustu. Islendingar standa í mikilli þakkarskuld við hestinn. Hvernig hefðum vér megnað að byggja vort ógreiðfæra og strjálbýla land, ef vér liefð- um eigi notið krafta hans, þar sem fram á þennan dag, að kalla má, öllum samgöngum er við haldið með hjálp liestsins. Uppruni og þróun. pegar Evrópumenn komu í l’yrsta sinni til Norður- og Suður-Ámerílcu, voru þar engir hest- ar til. Indíánar, sem nú um Iangan aldur liafa verið afhurðamiklir hestamenn, urðu mjög undrandi og óttaslegnir, er þeir sáu i fyrsta skifti hesta þá, er Spánverjar fluttu yfir Atl- antshaf. A Pampas i Suður-Ameríku eru svo- kallaðir villihestar, en það eru afsprengi liinna tömdu hesta, er Spánverjar fluttu með sér. Má það því merkilegt heita, að víða í Ame- ríku Iiafa fundist steingerfingar af útdauðum hestum, sem gefa Iiesta hugmynd um þroska- sögu hestsins. pað er jafnvel álit margra sér- fræðinga i þessum efnum, að uppruni hestsins og elsta tilvera hansliafi veriðiNorður-Ameriku. paðan sé hesturinn kominn til Suður-Ameríku, og síðar til Evrópu, er Atlantis tengdi við Ameríku. það er óvíst af hverju hestar gereyðilögðust í Ameriku, en margt virðist henda i þá átt, að ameríska ljónið eigi ekki litla sök á því, því að það er enn einn af skæðustu óvinum hestarækt- arinnar í ýmsum héruðum Suður-Ameríku. Enski Shire-hesturinn, sem er 185—189 cm. að stangarmáli á hæð og 900—1000 kg. að þyngd, er nú talinn að vera stærsti og þyngsti hestur jarðarinnar. pvi verður ekki neitað, að það er feikna mikill stærðarmunur á honum og íslenska hestinum, sem er 112—140 cm. að stangarmáli á hæð og vegur 225—450 kg. En þo er þessi stærðarmunur mjög lítill á móts við þann stærðarmun, sem er á milli núlifandi hesta og þess litla dýrs, sem rekja má ætt nú- tíðarhestsins til„ lið fram af lið, og því má nefna frumföður alls hestakyns. petta litla dýr, sem lifði á jörðunni fyrir mörgum miljónum ára, var að eins um 20 cm. á hæð og voru fimm tær á hverjum fæti og námu þær allar við jörðu. Allir geta imyndað sér, hvilíkar hættur hafa vofað yl'ir þessu varn- arlitla smádýri, er óvinir þess steðjuðu að því. Eina ráð þess hefir verið að sjiretta úr spori, en jafnaðarlega hefir það varla haft meiri flýti til að hera en allflestir óvinanna. Hafa líka hinar mörgu tær frekar verið til tafar á flótt- anum. Sú hreyting verður á afsprengi þessa dýrs, að 2 tærnar taka að stvttast og hverfa svo, og hefir það gert aðstöðu þeirra hetri gagnvart óvinun- um, gert dýrin fljótari i förum. All er breytingum háð. Frá upphafi heims hefir stöðug þróun gerst, hvort heldur litið er á hið andlega eða hið likamlega. Hið órjúfan- Jega þroskalögmál er sígildandi. A næsta skeiði sjást dýr, sem eru töluverl stærri en þau, er áður voru til, og liafa þau 3 tær á hverjum fæti og nema þær allar við jörðu. pví næst dýr með 3 tær og kemur að eins ein táin við jörðu. pannig heldur breyt-

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.