Fákur


Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 38

Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 38
Um víða veröld. Hestavísur. Dýr hryssa. Árið 1925 var hryssa af góðu brokkhesta- kyni í Ameríku seld fyrir 18 þúsund dollara (um 125 þús. kr., eftir norsku gengi), og er það liæsta verð, sem fram til þess tíma hafði þeksl fyrir lir\Tssui’. Laglegur skildingur er það, sem sumir Englendingar vinna árlega í verðlaunum fyrir liesta sína í kappreiðum þar i landi. T. d. vann lord Astor árið 1925 sam- tals 26700 sterlingspund, eða 720900 krónur fyr- ir 6 hesta, sem hann átti. Næstur honum komst eigandi 3 vetra liryssu, sem „Manna“ nefndist, og sigraði i Derby-hlaupinu það ár. Hún ein færði eiganda sínum þetta ár hvorki meira né minna en 21 þús. sterlingspund, eða 567 þús. krónur. — En „Manna“, sem allir gerðu sér miklar vonir um, lauk svo frægð sinni, að hún <lalt á spretti þá um haustið á kappreiðum og er fullyrt að hún muni ól'ær til kappreiða framar. — En þótt „Mönnu“ þætti takast vel, á meðan hún var, er þó uppliæð sú, sem jafn- aldra hennar vann vestur í Ameríku þetta sum- ar, nokkuð hærri. Hún vann samtals 191500 dollara eða um 1 miljón króna og varð líka hæst þar í landi. Hún heitir Mad. Pery. Engin miskunn hjá Magnúsi. í Ungverjalandi kom það 1‘yrir sumarið 1925, að knapi, sem kominn var á vettvang, til þess að keppa, og vega átti 54 kg., reyndist % kg. of þungur. Æfingastjórinn var strangur og vildi ekki annað heyra en að knapinn væri nákvæm- lega það þungur, sem ákveðið var. Alt var kom- ið í eindaga og því góð ráð dýr. Var knapinn þá drifinn í hað og síðan fekk hann duglega „inn- töku“ i því skyni, að liann léttist um þetta Vz kíló. Ahrifin sýndu sig fljótlega, því að knaji- inn léttist um 1% kíló, og varð þá að útvega nýjan hnakk og þyngri, svo alt væri löglegt. í Buda-Pest vann þetta sama sumar knapi, sem að eins vegur 29 kíló. Ejöllin öskra, glymja gil, grundir skjálfa og balinn, þegar Röskur þrífur til og þrumar á skeiði’ um dalinn. Vel hefir sóst á vinamót, vín er í brjósti inni- Yfir hrjóstur hrauna’ og grjót hleypti eg Gjóstu ininn. pröstur. Myndin framan á blaðinu er teiknuð af Birni gullsmið Björnssyni, en öll myndamótin eru gerð af Ólafi Hvanndal. Kappreiðar á komandi sumri. pað mun nú ákveðið að tvennar kappreiðar verði háðar i sumar, þær fyrri annan Hvíta- sunnudag þ. 6. júni, en þær síðari sunnu- daginn þ. 3. júli, og munu þær verða með líku sniði og áður, og sérstakt folahlaup fyrir hesta á aldrinum 5—6 vetra. Ujipliæð verðlauna er enn ekki ákveðin, og verður það og fleira kappreiðunum viðvíkjandi auglýst síðar í hlöðum þeim sem fara út um land. Áhyrgðarmaður: Dan. Daníelsson. FélagsprentsmiÖjan.

x

Fákur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.