Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 12. október 2004 Árið 2001 markaðssetti MS vörulínuna Skyr.is hérlendis sem náði strax gríðarmiklum vinsældum meðal neytenda. Hafa vinsældirnar farið stig- vaxandi og stefnir í að árið 2004 verði metár í sölu á Skyr.is. Skyr.is er unnið með vinnslu- aðferð sem byggist á sérstakri síunaraðferð sem gefur skyrinu mýkt og eykur nýtingu prótína. Skyr.is er tilbúið til neyslu og annað útálát er óþarft. Skyr.is fæst nú í sjö mismunandi bragð- tegundum, þar af er ein hrein og tvær án viðbætts sykurs. Hægt er að fá Skyr.is í 170 g dós og 500 g dós og fylgir með 170 g dósinni skeið svo hægt sé að njóta þess hvar og hvenær sem er. Skyr.is er 99,8% fitulaust enda unnið úr undanrennu eins og annað skyr. Þó er það næstum rjóma- kennt og veitir góða saðningu. Það er því tilvalið megrunarfæði. Fyrir utan að vera fitusnautt þá er Skyr.is prótínríkt eins og annað skyr. Í ofanálag gerir fyrrnefnd síunaraðferð það að verkum að hin hollu mysuprótein varðveitast í Skyr.is en síast ekki frá eins og í venjulegu skyri. Eru mysuprótín um fjórðungur prótínanna í Skyr.is og þar með er Skyr.is ein auðug- asta uppspretta mysuprótína í náttúrulegu formi sem völ er á. Mysuprótín eru vinsæl meðal líkamsræktarfólks og þykja hafa margvísleg heilsusamleg áhrif, meðal annars á ónæmiskerfið. Hinar miklu vinsældir Skyr.is hafa einnig náð út á skyndi- bitamarkaðinn og hafa verið settir upp svokallaðir BOOZT-barir á þremur stöðum í Reykjavík; í Kringlunni, World Class Spöng- inni og Laugum. BOOZT saman- stendur af Skyr.is og ávöxtum sem hrært er saman með klaka. Margir eru farnir að gera skyrdrykki heima fyrir sem byggjast á BOOZT-drykkjum og á þessi þróun sinn þátt í auknum vinsældum Skyr.is. Skyr.is er framleitt hjá Mjólk- urbúi Flóamanna Selfossi en sala og dreifing er í höndum Mjólkur- samsölunnar. Skyr.is hefur náð miklum vinsældum Grunnskóla- og stjórnsýsluhús byggt að Borg í Grímsnesi Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að byggt verði nýtt grunnskóla- og stjórnsýsluhús að Borg í Grímsnesi og að það verði tekið í notkun 12. ágúst 2005. Þá um leið verður lögð af kennsla í Ljósafossskóla. Gunnar Þorgeirsson oddviti sagði í samtali við Bændablaðið að hugmyndavinnu væri lokið og nú væru verkfræðingar og arki- ektar að bera saman bækur sínar. Sveitarstjórn hefur samþykkt að semja við Fasteign ehf. um byggingu hússins á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Um verður að ræða einkaframkvæmd og mun Grímsnes- og Grafningshreppur leigja húsið af eigendunum. Tvær nýjar rannsóknir sýna fram á að mjólk hefur grennandi áhrif en hægt er að hafa áhrif á offitu með því að taka inn kalk sem flestir fá úr mjólkurafurðum. Offita hefur aukist mikið síðustu áratugina og stöðugt fleiri tala um offitufaraldur á heimsvísu. Hingað til hefur athyglin einkum beinst að fitu og kolvetnum en nú hefur athygli vísindamanna einnig beinst að kalki og því jákvæða hlutverki sem það hefur. Á ráðstefnu sem var nýlega haldin í Prag voru samankomnir 2.400 vísindamenn til að fara yfir nýjustu rannsóknirnar á offitu. Á meðal þeirra sem kynntu niðurstöður sínar á þessari ráðstefnu var virtur danskur vísindamaður, Arne Astrup. Rannsókn hans sýndi fram á að kalk í mjólk og mjólkurafurðum dregur úr upptöku fitu í líkamanum. Fullorðinir einstaklingar með offituvandamál voru rannsakaðir og var þeim skipt upp í tvo hópa. Hóparnir fengu mismunandi matseðla sem þeir áttu að fara eftir, annars vegar með lágu og hins vegar háu kalkinnihaldi. Aðaluppspretta kalks í báðum hópum voru fitulitlar mjólkurafurðir. Athygli vakti að upptaka fitu í líkamanum var minni hjá þeim sem neyttu kalkríkrar fæðu. Í annarri rannsókn, sem framkvæmd var af Michael B. Zemel í Bandaríkjunum, var 32 einstaklingum skipt í 3 hópa sem fengu sama fjölda hitaeininga í fæðunni en mismikið af kalki úr fitulitlum mjólkurafurðum. Hópurinn sem fékk minnst af kalki léttist um 6,4 kg, miðhópurinn léttist um 8,6 kg og sá hópur sem fékk mest kalk léttist um 10,9 kg. Rannsóknin stóð yfir í 24 vikur. Það liggja einnig fyrir aðrar rannsóknir sem gefa til kynna samhengi á milli neyslu kalks og líkamsþyngdar. Þessar tvær nýjustu rannsóknir eru áhugaverðar að því leyti að þær sýna fram á að áhrif kalks á líkamsþyngd eru meiri en áður hefur verið talið og vegna þess að fitulitlar mjólkurafurðir hafa verið aðaluppspretta kalks. Síðarnefnda rannsóknin sýndi ekki einungis fram á að sá hópur sem neytti kalkríkustu fæðunnar léttist mest, heldur leiddi hún einnig í ljós að sú fita sem hvarf var magafita (kviðarholsfita) hjá sama hópnum. Þetta er sú fitutegund sem talin er hættulegust þegar um er að ræða fitutengda sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki af gerð 2. Fitutap af magasvæðinu var 19% hjá þeim hópi sem fékk minnst af kalki, 50,1% hjá miðhópnum og 66,2% hjá þeim hópi sem neytti kalkríkustu fæðunnar. Næringarfræðingar eru þegar farnir að benda fólki á að drekka mjólk þegar það vill grennast. Að þeirra áliti er mjólk besta uppspretta kalks því úr henni getur maður fengið mikið kalk, litla fitu og fáar kaloríur. Kari H. Brugge, næringarfræðingur hjá Grete Roede AS, segir að þau ráðleggi fólki, sem kemur til þeirra og vill grennast, að drekka mjólk. Enn fremur segir hún að þegar fólk vill léttast þurfi það að fækka kaloríum og einnig er mikilvægt að hafa mikla fjölbreytni í fæðunni þannig að maður fái nægjanlegt magn af vítamínum og steinefnum. Ef mjólkinni er sleppt, getur verið erfitt að fá nógu mikið kalk. Þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið núna undanfarið gefi fólki enn eina ástæðu til að mæla með mjólkurdrykkju. Skýringar á grennandi áhrifum mjólkurafurða: Kalk hefur áhrif á umbreytingu á fitu og kaloríum. Kalkið virðist minnka fituuppsöfnun í fitufrumunum þegar of mikil orka er til staðar. Við orkuleysi hefur verið tekið eftir að kalk örvar fitubrennslu. Mikil kalkneysla virðist sem sagt draga úr uppsöfnun á fitu og örva fitubrennslu við þyngdarminnkun. Hæfileikar kalksins til að viðhalda fitubrennslu, þrátt fyrir orkuskort, gefur til kynna mikilvægi þess að halda áfram að borða fitulitlar mjólkurafurðir í megrunarkúrum. Kalk getur einnig myndað ógegndræp sambönd í þörmunum með fitu og þannig dregið úr fituupptöku upp að vissu marki. Mjólk inniheldur þar að auki önnur efni, svokölluð lífvirk peptíð, sem virðast einnig hafa fituminnkandi áhrif. Heimild: www.tine.no Þýtt af Landssambandi kúabænda, október 2004. Nýjar rannsóknir sýna fram á að mjólk er grennandi! Besti bænda- vefurinn! Ert þú með vefsíðu þar sem segir frá lífinu í sveitinni, þínu búi eða bændafjölskyldu? Ef svo er þá getur þú tekið þátt í vefsíðukeppni um “besta bændavefinn 2004” þar sem vegleg verðlaun eru í boði - helgardvöl fyrir tvo á Radisson SAS! Allir bændur og aðrir sem búa í sveit geta tekið þátt í keppninni. Keppt er í tveimur flokkum: Mundu að frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 1. desember nk. svo það er nægur tími til vefsmíða eða til endurbóta á eldri vefjum! Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 8. desember á vefnum bondi.is og umfjöllun um keppnina og þá sem tilnefndir voru birtist í jólablaði Bændablaðsins. Eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í keppninni er að senda upplýsingar um heimasíðuna og hver sé höfundur hennar á netfangið tb@bondi.is. Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 8. desember á vefnum bondi.is. Geitfjárræktarfélag Íslands vill minna geitfjáreigendur á aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 5. nóvember nk. kl. 14:00 í bókaherbergi Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni. Fundarefni : - Venjuleg aðalfundarstörf. - Niðurskurður geita samhliða niðurskurði sauðfjár í riðutilfellum. - Möguleiki á auknum rann- sóknum á geitum vegna riðu. Formaður

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.