Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 12. október 2004 Nr. 767/2004 AUGLÝSING um ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið 2005. Landbúnaðarráðherra hefur í samræmi við ákvæði 3. gr. reglugerðar nr. 524/1998 um útflutning á kindakjöti, með síðari breytingum, ákveðið að til að hljóta undanþágu frá útflutningsskyldu skuli fjöldi vetrarfóðraðra kinda vera að hámarki 0,64 á hvert ærgildi greiðslumarks á því lögbýli, sem undanþegið kann að vera. Undanþága þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2005 og skal miða talningu á fjölda sauðfjár við sannreynda talningu búfjáreftirlitsmanns sem framkvæma skal fyrir 15. apríl 2005. Auglýsing þessi er sett í samræmi við reglugerð nr. 524/1998, um útflutning á kindakjöti með síðari breytingum og með heimild í 6. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Auglýsingin kemur í stað auglýsingar nr. 722 frá 23. september 2003. Landbúnaðarráðuneytinu, 24. september 2004. F. h. r. Ólafur Friðriksson. Atli Már Ingólfsson. Upphaf nýs framleiðsluárs er þegar mjaltaskeiðinu lýkur og geldstaðan tekur við. Margt af því sem við gerum í geldstöðunni og lýtur að hirðingu og fóðrun hefur meiri eða minni áhrif á hvernig kúinni vegnar að því er varðar væntanlegan burð, framleiðslu, heilbrigði og frjósemi á komandi mjólkurskeiði. Hvað á geldstaðan að vera löng? Geldstöðutíminn hjá íslenskum kúm er mislangur. Bóndinn á og verður að stýra hve lengi hver kýr stendur geld. Einkum tvo þætti þarf að leggja til grundvallar ákvörðun á lengd geldstöðunnar; aldur kýrinnar og holdafar. Eðlileg lengd geldstöðu er 6-9 vikur. Sex vikna geldstaða á í flestum tilvikum að duga fyrir eldri kýr sem eru í eðlilegum hold- um. Feitar kýr ættu ekki að standa lengur geldar en 6-7 vikur. Magrar kýr og 1. kálfs kvígur þurfa heldur lengri geldstöðu eða 8 - 9 vikur. Sé geldstöðutíminn of skammur kemur það niður á afurðum á næsta mjólkurskeiði. Hvers vegna geldastaða? Geldstaðan er mikilvægur og nauðsynlegur tími fyrir kúna til undirbúnings komandi mjólkur- skeiði. Á þessum tíma endurnýjast ýmsir mikilvægir vefir líkamans, einkum í júgrinu og á þessum tíma fer fósturvöxturinn að segja til sín fyrir alvöru. Geldstaðan er ekki ,,afslöppunartími" heldur á hún að vera markviss og skipulegur undir- búningstími fyrir komandi mjólk- urskeið. Hvernig er heppilegast að fóðra í geldstöðunni ? Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvernig heppilegast sé að standa að fóðrun síðustu vikurnar fyrir burð. Í seinni tíð er hin al- menna regla, studd töluverðum fjölda rannsókna; - að kýrnar séu markvisst fóðraðar til að mæta þörfum til viðhalds og fóstur- þroska og að þær haldi svipuðum og jöfnum holdum síðustu 6 - 8 vikurnar fyrir burð. Sjá töflu 1. Í geldstöðunni eiga gripirnir hvorki að fitna né leggja af. Það er alls ekki æskilegt að megra of feitar kýr og kvígur í geldstöðunni. Ekki er heldur æskilegt að fita eða bæta hold magurra gripa. Of sterkt eldi fyrsta kálfs kvígna á þessum tíma getur einnig valdið óþarflega miklum fóstur- vexti og burðarerfiðleikum sem fylgifisk. Rétt undirbúningsfóðrun kvígna, jafnt sem eldri kúna síðustu tvo mánuði meðgöngunnar er því gríðarlega mikilvæg. Séu kýrnar ekki í eðlilegum eða réttum holdum í upphafi geldstöðu er orðið of seint að grípa til aðgerða. Þessvegna ættu bændur að meta holdafar allra sinna gripa á miðju mjólk- urskeiðinu (150 dögum eftir burð) og nýta seinni hluta þess til að stýra holdafarinu á rétta braut m.t.t. geldstöðunnar fram- undan. Undirbúningfóðrun fyrir burð Þegar nær dregur burði, t. a. m. síðustu 2-3 vikur gelstöðunnar þarf að hefja aðlögun kúa, jafnt sem 1. kálfs kvígna, að því fóðri sem þær eiga að fá um og eftir burðinn. Þetta gildir jafnt um heyfóður sem kjarnfóður. Fóðurumskipti nálægt burði ber að varast. Fóðurað- lögunin snýst um að byggja upp rétta örveruflóru í vömbinni og aðlaga tegundasamsetningu hennar því fóðri sem mjólkurframleiðslan á að byggja á. Þannig tryggjum við stöðugt gróffóðurát. Eftir einhliða gróffóður seinni hluta mjólkurskeiðs og fyrri hluta geldstöðunnar þarf að venja gripina kjarnfóðri. Kjarnfóðurað- lögunin má ekki verða of ör. Góð viðmiðun er að byrja ekki fyrr en í fyrsta lagi 3 vikum fyrir burð, - gefa lítið framan af en auka dagsgjöfina jaft og þétt síðustu dagana fyrir burð. Hagnýt við- miðun getur verið að dagleg kjarn- fóðurgjöf um burð nemi þriðjungi þess sem mest verður gefið á dag eftir burð. Muna að taka tillit til þess að flestar kýr hafa yfir. Snefilefni og vítamín Kvígur eru alla jafnan fóðraðar nær eingöngu á heyfóðri stærstan hluta meðgöngunnar. Því má gera ráð fyrir að almenn steinefna-, snefilefna- og vítamínstaða hjá þeim geti verið í knappara lagi um burð. Þetta getur líka átt við um eldri kýr. Hafi þær hinsvegar haft aðganga að saltsteinum eða fengið alhliða bætiefnablöndu eða kjarn- fóður er staðan önnur. Undir- búningsfóðrun kvígna fyrir burð þarf því öðrum þræði að snúast um að tryggja þeim nægileg stein-, snefilefni og vítamín svo og að- laga þær kjarnfóðri. Staða andoxunarefna Á síðustu vikunum fyrir burð er mikilvægt að byggja upp styrk s.k. ,,andoxunarefna" hjá kúm og kvígum. Á þessum tíma verða mikil umskipti í efnaskiptunum og álag á lifur stóreykst. Ef ekki er rétt staðið að fóðrun er ávallt mikil hætta á að gripirnir fari að brjóta niður forðafitu. E-vítamín er eitt virkasta andoxunarefnið, sem ver fitu gegn skemmdum af völdum þránunar. Erlendis er því víða ráðlagt að gefa kúm og kvígum allt að 1000 mg af E-vítamíni á grip/dag síðustu tvær vikur með- göngunnar (1000 mg E-vítamín samsvara 1000 A.E (alþjóða- einingar)). Selen / Vítamín E gefið fyrir burð Þessi mikilvægu næringarefni vinna jafnan saman og eru nefnd í samhengi. Einföld og örugg leið til þess að tryggja gripum nægilegt magn snefilefna og vítamína al- mennt er að nota s.k. forðastauta, sem komið er fyrir í meltingarvegi gripanna. Sérstakir forðastautar eru til fyrir gripi í geldstöðu (All- Trace ,,Dry Cow"). Þeir innihalda flest mikilvægustu snefilefnin ásamt A, D og E vítamínum, eru ætlaðir gripum yfir 150 kg þunga og endast í 4 mánuði. Heppi- legasti ísetningatími er við upphaf geldstöðu eða u.þ.b. tveimur mánuðum fyrir burð. Hverjum grip eru gefnir tveir stautar en efna- losunin verður við núning milli þeirra. Markviss og skipuleg fóðrun og hirðing kúnna í geldstöðunni getur skilað töluverðum árangri í framleiðslu, heilbrigði og frjósemi á komandi mjólkurskeiði. /GG Þann 24. ágúst fór hópur á vegum Ferðaþjónustu bænda til Skotlands. Ferðin var fullbókuð, 40 farþegar ásamt fararstjóra ferðarinnar sem var Sigurgeir Þorgeirsson. Nú í sumar hefur verið eitt mesta rigningarsumarið á Skot- landi í manna minnum en eftir smá skúrir fyrsta daginn vorum við mjög heppin með veður. Eftir komuna til Glasgow var haldið norður á bóginn í áttina til Inverness og á leiðinni var heim- sóttur bóndabær sem sérhæfir sig í sauðfjárbúskap, eða nánari tiltekið svarthöfðafé. Þar er verið að gera sérstakar rannsóknir á svarthöfðafé því það hefur hingað til ekki greinst með riðu. Við Inverness var síðan farið í fleiri heimsóknir á bæi og var búfjárráðunautur staðarins okkur innan handar í þeim efnum. Bæirnir sem við skoðuðum sérhæfðu sig í naut- griparækt, svínarækt, sauðfjárrækt, kornrækt og fleiru. Sumir eru í einkaeigu en aðrir eru nokkurs konar leiguliðar. Þarna var einnig áhugavert að sjá hvernig bændurn- ir gátu nýtt sér hina ýmsu styrki á vegum Evrópusambandsins, en sérstaklega vakti athygli okkar samvinna eins bæjarins við náttúruverndarsinna svæðisins og hversu vel heimafólk og starfs- menn þjóðgarðs unnu saman. Á leiðinni aftur í suðurátt var farið á sauðfjárhundasýningu, nokkuð sem varð hápunktur ferð- arinnar. Það var hreinlega stór- kostlegt að sjá hvernig einn maður gat stjórnað ellefu hundum við að reka fé. Hvolparnir eru einungis 6 vikna gamlir þegar þeir byrja í þjálfuninni og byrja þeir á að reka gæsir. Í tvö ár eru þeir þjálfaðir með raddskipunum en læra síðan að hlýða flautunni sem er óspart notuð. Áfram var haldið suður til Perth þar sem elsta starfandi viskí- verksmiðja Skotlands var heim- sótt. Eftir að hafa smakkað á framleiðslunni hélt hópurinn í gistingu í bænum Crieff. Seinni hluta ferðarinnar skoðuðum við m.a. Stirling kastala, gistum síðustu tvær næturnar í Glasgow og fórum í dagsferð til Edinborgar. Eftir sérstaklega vel heppnaða ferð, þar sem blandað var saman fræðslu og skemmtun, var haldið heim á leið. Nú hefur verið ákveðið að vera með aðra svipaða fagferð á næsta ári og kemur í ljós á næstu mánuðum hver áfanga- staðurinn verður. Skotlandsfararnir. Skoskir sauðfjár- bændur sóttir heim Skotinn sýndi ótrúlega snilld með 11 hunda. Undirbúningur kúa og kvígna fyrir burð Nautgriparækt Geldstaðan Tafla 1. Viðhaldsþarfir FEm á dag AAT g/dag g AAT / FEm Lífþungi, kg 400 3,8 291 77 450 4,1 318 78 480 4,3 333 77 Fósturvöxtur: 8. mán meðgöngu 1,5 106 71 9. mán meðgöngu 2,5 159 63 Viðhald + fósturv. Kýr, 450 kg á 8. mán. 5,6 424 Kýr, 450 kg á 9. mán. 6,6 477

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.