Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 12. október 2004 25 Hólmar Pálsson, eigandi Minni- Borgar í Grímsnesi, sem rekið hefur fyrirtækið Borgarhús ehf. síðan 1990 og smíðað á þeim tíma á annað hundrað sumar- og heilsárshús, er með á prjónun- um hugmynd sem á vart sína líka hér á landi. Hann ætlar byggja 18 holu hágæðagolfvöll með glæsilegu golfhúsi og 17 heilsárshúsum inn á golfsvæðinu sjálfu. Stofnað hefur verið hluta- félagið Golfborgir ehf. og stefnt að því að selja 170 hlutabréf í klúbbnum. Hugmyndin um hágæðagolf- völl við Minni-Borg í Grímsnesi hefur nú verið í þróun og útfærslu í tæp tvö ár. Hún hefur verið kynnt völdum aðilum og hefur vakið hrifningu og þann hljómgrunn sem hvatt hefur aðstandendur til að halda áfram undirbúningnum. Hólmar segir að margir hafi lýst því yfir að þeir vilji vera með þegar þeir sjá að hugmyndin verði að veruleika. Byggð verða 17 heilsárshús inni á golfvallarsvæðinu sjálfu, sem verða í eigu Golfborga. Sér- stakt hlið verður á brautinni að húsunum við golfskálann. Þessi hús verða í eigu félagsins og eru fyrst og fremst ætluð til notkunar fyrir eigendur Golfborga og gesti. Hólmar Pálsson sagði í samtali við Bændablaðið að verið væri að koma þessu í gegnum deiliskipu- lag og síðan yrði hafist handa með hönnun svæðisins. ,,Svo er maður að leita áskrifta að hlutabréfum í Golfborgum enda er það fjöldinn sem á að eiga golf- völlinn, golfskálann og frístunda- húsin inni á vellinum. Hugmyndin er að menn njóti arðs af bréfunum sínum með því að nýta sér völlinn og alla aðstöðu með niðursettum gjöldum bæði af vellinum, húsun- um og golfskálanum. Þá er gert ráð fyrir fleiru til afþreyingar á svæð- inu svo sem hestaleigu, stangveiði og fleiru," sagði Hólmar Hann segir að Golfborgir í heild sinni muni kosta nokkur hundruð milljónir króna, þ.e. golf- völlurinn, klúbbhúsið og frístunda- húsin inn á vellinum. Þá sagðist Hólmar auk þessa vera byrjaður á uppbyggingu frí- stundahúsasvæðis sem hann nefnir Minni-Borgir og er fyrir ofan golfvöllinn. Þar er um að ræða á milli 20 og 30 frístundahús. Fyrstu húsin verða tilbúin í nóvember nk. Hann sagðist helst vilja leigja þessi hús til langtíma enda yrði eftirspurnin mikil ef golfvöllurinn verður að veruleika en einhver þeirra verða einnig í skamm- tímaleigu. Hólmar er líka að byggja það sem hann kallar skógarþorp og er hugmyndin að byggja þrjú slík. Þetta eru 7 lítil hús sem byggð verða í kringum þorpstorg með háum skjólveggjum og gróðri. Hiti verður undir þorpstorginu og gönguleiðum og þarna verður líka þorpslaug. Þetta verða svæði þar sem hópar geta verið algerlega út af fyrir sig og þessi hús verða aðeins til leigu. Hann segir að fyrsta þorpið verði tekið í notkun í vor. Haustfundir LK Nú liggur fyrir tímarammi haustfunda LK. Á fundunum munu forsvarsmenn LK ræða um nýgerðan mjólkursamning, hugsanleg áhrif alþjóðasamninga á samninginn, markaðsmál nautgriparæktarinnar o.fl. innri málefni greinarinnar. Ákveðið hefur verið að halda fjórtán fundi og verður fyrsti fundurinn í Borgarfirði 26. október. Forsvarsmenn LK verða með framsögur á fundunum en Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar og formaður Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins, verður einnig með framsögu um markaðsmál mjólkurvara á þremur fundum; einum á Vesturlandi, einum á Suðurlandi og einum á Norðurlandi. Nánar má lesa um skipulag fundanna hér fyrir neðan. Þriðjudaginn 26. október Fundur hjá Mjólkurbúi Borgfirðinga í matsal Landbúnaðarháskólans kl. 20.30. Miðvikudaginn 27. október Fundur hjá Félagi þingeyskra kúabænda í félagsheimilinu Breiðumýri kl. 20.30. Fimmtudaginn 28. október Fundur hjá Nautgriparæktarfélagi Vopnafjarðar í Miklagarði kl. 13.30. Fundur hjá Félagi nautgripabænda á Héraði og Fjörðum í Gistihúsinu á Egilsstöðum kl. 20.30. Mánudaginn, 1. nóvember Fundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi í félagsheimilinu Flúðum kl. 20.30. Þriðjudaginn 2. nóvember Fundur hjá Búgreinaráði BSE í nautgriparækt á hótel KEA kl. 20.30. Miðvikudaginn 3. nóvember Fundur hjá Félagi skagfirskra kúabænda í Ólafshúsi (á Sauðárkróki) kl 13.30. Fundur hjá Nautgriparæktarfélagi Vestur-Húnavatnssýslu og Félagi kúabænda í Austur- Húnavatnssýslu í Víðihlíð kl. 21.00. Fimmtudaginn 4. nóvember Fundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi á hótel Kirkjubæjarklaustri kl. 13.00. Fundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi í gistihúsinu Árhúsum á Hellu kl. 20.30. Föstudaginn 5. nóvember Fundur hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga á Hótel Ísafirði kl. 13.00. Þriðjudaginn 9. nóvember Fundur hjá Mjólkurbúi Kjalarnesþings í Kaffi Kjós kl. 20.30. Miðvikudaginn 10. nóvember Fundur hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal í Dalabúð kl. 20.30. Fimmtudaginn 11. nóvember Fundur hjá Nautgriparæktarfélagi Austur-Skaftafellinga að Smyrlabjörgum kl. 20.30. Skrifstofa LK Sími: 433 7077, fax: 433 7078. Netfang: lk@naut.is. Veffang: www.naut.is. Heimilisfang: Landssamband kúabænda, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Umsjón: Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK Verð til kúabænda hækkað hjá nokkrum sláturleyfishöfum Nú hafa nokkrir sláturleyfishafar hækkað verð til kúabænda og vegna þessara breytinga er nokkur munur orðinn á milli einstakra sláturhúsa. Þegar þetta er skrifað greiða sláturhúsin á Suður- og Vesturlandi mun hærri verð til bænda en önnur sláturhús á landinu og eru bændur landsins hvattir til að kynna sér vel bæði verð og greiðslukjör sláturhúsanna áður en ákvörðun er tekin um slátrun. Athygli er vakin á því að hér á síðum blaðsins er birtur útdráttur af vef LK þar sem sjá má öll gildandi verð sláturleyfishafa nú í byrjun október. Jafnframt er athygli vakin á því að verð getur breyst með skömmum fyrirvara og bændum því bent á að öruggast er að fylgjast með verðlistum á heimasíðu LK. Afleysingasjóður Eins og bændur vita hefur Afleysingasjóður verið að tæmast hægt og rólega undanfarin ár, enda ekki verið greitt til sjóðsins sl. ár annað en vextir. Nú er svo komið að sjóðurinn er uppurinn og því er ekki lengur hægt að fá afleysingastyrki úr þessum sjóð. Minni-Borg í Grímsnesi Hugmynd að hágæðagolfvelli, lúxusgolfskála og frístundahúsum Hugmyndin um 18 holu golfvöll og glæsilegt golfhús hefur fengið góðan hljómgrunn. Fyrir nokkru var smalað svæðið frá Þríhyrningi og út með Möðrudalsfjallgarði austur að Ánavatni og Sænautavatni - austan og utan við Sænautavatn. Það er langur rekstur frá fjallinu Þríhyrningi og í rétt á Rangalóni sem er eyðibýli við útenda Sænautavatns. Af þeim sökum var þrengt að fénu á göngubrúnni á Sænautaseli, sem er innan við vatnið, og það tekið á bíla og ekið í rétt. Þessar bráðfallegu myndir tók Gréta Dröfn Þórðardóttir, Hákonarstöðum. Fjallgarðasmölun í Jökuldalsheiði. Féð komið á brúna og bíður fars í réttina. Sænautasel.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.