blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaöiö Minna um vopnuð átök í heiminum Vopnuðum átökum hefurfœkkað umtalsvert í heiminumfrá lok- um kalda stríðsins. Sameinuðu þjóðirnar eru taldar betur í stakk búin til að sinna friðargœslu en áður. Alþjóðleg hryðjuverkastarf- semi hefur aftur á móti aukist. Vopnuðum átökum hefur fækkað í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóöanna. Rumsfeld í Kína: Reynir að bera klæði á vopnin Xiong Guongki, hershöfðingi, tekur á móti Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, við komu hans til Peking í gær. Kínverjar og Bandaríkjamenn lögðu til hliðar ágreining þjóðanna vegna vígbúnaðar Kínverja í gær þegar Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hélt til fund- ar með helstu embættismönnum þjóðarinnar. í ræðu sem Rumsfeld hélt í Singapore í sumar lýsti hann yfir áhyggjum af auknum útgjöld- um Kínverja til hernaðarmála sem vöktu hörð viðbrögð kínverskra yfir- valda. Meðal annars sagði hann að Kínverjar stefndu með þessu valda- jafnvægi í heimsálfunni í hættu. f gær reyndi Rumsfeld aftur á móti að bera klæði á vopnin og lýsti því með- al annars yfir að Bandaríkjamenn vildu gjarnan sjá Kínverja taka virk- an þátt í heimsmálunum á friðsam- legan og uppbyggilegan hátt. Báðar þjóðirnar segjast binda vonir við að heimsókn Rumsfeld leiði til þess að samskipti þeirra batni, ekki síst á sviði hernaðar- mála. Gagnkvæm varkárni hefur ríkt í samskiptum þjóðanna eftir að bandarísk njósnaflugvél og kín- versk orusstuþota lentu í árekstri árið 2001. ■ Vopnuðum átökum í heiminum hef- ur fækkað um 40% síðan kalda stríð- inu lauk samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fækkunin er einkum rekin til þess að samtökin hafa getað sinnt betur friðargæslu og hrint af stokkunum aðgerðum til að koma í veg fýrir átök. Samkvæmt skýrslunni hefur dauðsföllum á vígvöllum, þjóðar- morðum og mannréttindabrotum fækkað til muna. Eina tegund póli- tísks ofbeldis sem hefur aukist er al- þjóðleg hryðjuverkastarfsemi. Hún er alvarleg ógnun sem hefur orðið tæplega þúsund manns að bana að meðaltali á hverju ári síðastliðin 30 ár. Á sama tíma hafa tugir þúsunda verið drepnir á hverju ári í vopnuð- um átökum. Varað við bjartsýni Þrátt fyrir miklar framfarir og auk- ið öryggi á heimsvísu varar skýrslan einnig við því að fólk fagni um of enda séu enn 60 stríð háð í heimin- um þar á meðal alvarleg átök í frak og í Darfur-héraði í Súdan. „Tímabil- ið frá lokum kalda stríðsins hefur einkennst af meiriháttar neyðartil- fellum, grófum mannréttindabrot- um, stríðsglæpum og mannskæð- ari hryðjuverkaárásum en nokkru sinni áður,“ segir í skýrslunni. Þá er ennfremur talin veruleg hætta á að ný stríð brjótist út eða að gömul átök taki sig upp á ný þar sem ríki heims skuldbinda sig ekki á nógu af- gerandi hátt til að koma í veg fyrir átök og huga að friðargæslu eftir að átökum lýkur. Togstreita kalda stríðsins ekki iengur til staðar Engu að síður telja skýrsluhöfund- ar að ekki sé ástæða til svartsýni. Andrew Mack, prófessor við Háskól- ann í bresku Kólumbíu, sem hafði umsjón með rannsókninni, sagði að með lokum kalda stríðsins hefði spenna milli kapítalisma og komm- únisma horfið, stríðsfjármögnun Rússlands og Bandaríkjanna hefði verið hætt og það sem mestu skipti að nú hefðu Sameinuðu þjóðirnar meira sjálfstæði og öryggisráðið væri ekki jafn lamað og áður. í annarri rannsókn sem gerð var fyrr á árinu var sagt að Sameinuðu þjóðirnar hefðu náð árangri í 66% þeirra verkefna sem lúta að því að koma á eða tryggja frið. Margir telja að niðurstöður nýju skýrslunnar séu nær lagi. Mack segir sjálfur að 40% árangur sé afrek út af fyrir sig, ekki síst í ljósi þess að árangurinn hafi verið lítill sem enginn fyrir 1990. ■ Réttarhöld yfir Saddam Hussein hefj- ast í dag Réttarhöld yfir Saddam Hussein og sjö háttsettum samstarfsmönnum hans hef]ast í írak í dag. Þeir eru kærðir fyrir að bera ábyrgð á morðum á nærri 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982 eftir misheppn- aða tilraun til að ráða forsetann fyrrverandi af dögum. Tals- menn dómstólsins segja að þeir rétti fyrst yfir Saddam Hussein út af Dujail-fjöldamorðunum þar sem rannsókn þess máls sé íljótlegri og kosti minni fyr- irhöfn en mörg önnur mál sem verið er að rannsaka í tengslum við 23 ára valdatíð Husseins. Verði Saddam Hussein og aðrir sakborningar fundnir sekir gætu þeir átt dauðarefsingu yfir höfði sér en einnig er mögulegt að dómnum verði áfrýjað. Dómstóllinn sem mun rétta í málinu var settur á laggirnar í desember 2003. Af öryggis- ástæðum verður ekki gefið upp hvar réttarhöldin fara fram. Réttarhöldunum hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna gagnrýni á lögmæti dómstóls- ins og ótta um öryggi dómara. ■ •• Starfemennt ** „ »í : FRÆÐSLUSETUR Höfum opnað nýja þjónustu og gagnagrunn ó netinu Fræöslusetrið Starfsmennt býður nú upp á rafrænar skráningar og gagn- virkt kerfi sem er liður í aukinni þjónustu Starfsmenntar. Á heimasíðunni kynnir setrið ný námskeið og verkefni. ( boði er fjöldi námskeiða og þjálf- unartilboða sem eru hönnuð með þarfir starfsmanna og stofnana ríkisins í huga. Fræðslusetrið veitir einnig stofnunum ríkisins ráðgjöf á sviði starfsþróunarmála og endur- og símenntunar. Farðu inn á heimasíðu Starfsmenntar og kynntu þér nýja og spennandi möguleika. www.smennt.is _...! þér hvað við höfum upp á að bjóða

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.