blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER blaðiö PAÐ ER GOTT AÐ BÚA í KÓPAVOGI Smáborgarinn er stoltur Kópavogsbúi þrátt fyrir að búa ekki lengur í gamla bænum. Smáborgarinn var í teiti um helgina með Kópavogsbúum enda vill Smáborgarinn gjarnan halda tengsl- um við rætur sínar. f teitinu urðu heitar umræður um lóðaúthlutun Kópavogs- bæjar enda búa flestir vinanna annað hvort í gamla bænum eða vilja flytja þangað. í vinahópi Smáborgarans eru fjórir mætir kvenmenn sem hafa sótt um lóðir í Kópavogi. Tvær sóttu um lóðir í Kórunum og fengu, enda tengj- ast þær báðar vel inn i Kópavog auk þess sem annar vel liðinn Kópavogs- búi var fenginn til að leggja inn gott orð fyrir þær hjá bæjarstjóra. Önnur þeirra er svo heppin að vera fædd inn í góða Kópavogsfjölskyldu en hin gift- ist inn í, ja nánast sömu fjölskyldu. Næsta lóðaúthlutun í Kópavogi var hin þekkta Þingaúthlutun sem fjallað j var ítrekað um í fjölmiðlum. Þrjár vin- konur Smáborgarans sóttu um þær lóðir. Einungis ein þeirra fékk lóð og af skærri tilviljun, varla getur það verið I nokkuð annað, var það sama konan og fékk lóð í Kórunum. Sú mæta kona gaf lóðina eftir til bróður síns sem var svo heppinn að hin systirin fékk ein- mitt lóð við hliðina. Þessi systkini voru svo heppin að fá lóð í Kórum og Þing- um, mitt á meðal þekktra andlita og vinafólks embættismanna í Kópavogi. Þekktur framsóknarmaður í Kópavogi, sem berst núna um fyrsta sætið, var einmitt svo heppinn að bróðir hans og foreldrar fengu lóð í Þingunum. Það er svo fallegt þegar fólk lætur sér annt um fjölskyldu sína. Ein af góðum vinkonum Smáborgar- ans, sem fékk enga lóð, er ansi dyggur Kópavogsbúi, bæði búið og unnið í bænum alla sína ævi. Faðir hennar hef- ur líka unnið hjá Kópavogsbæ stóran hluta sinnar ævi. Þau sækja um í hverri lóðaúthlutun en lóðin lætur bíða eft- ir sér. Önnur vinkona Smáborgarans sótti um í Þingunum og talaði við bæj- arstjórann í Kópavogi eftir úthlutunina enda ósátt við málið allt. Bæjarstjórinn talaði undir rós og vildi lítið segja en þó fengu þau þá hugmynd að þau ættu ekki möguleika á að fá lóð fyrr en í fyrsta lagi árið 2007. Þau sóttu ekki um í nýjustu lóðaúthlutun. HVAÐ FINNST ÞÉR? Ásgeir Þ. Davíðsson - Geiri á Goldfinger Hvað finnst þér um kvennafrídaginn? „Þetta er nú erfið spurning fyrir mig. Ef ég fer að tala vel um þetta gæti ég þurft að loka staðnum á kvennafrídaginn. En auðvitað fá þær stúlkur sem vinna hjá mér frí á þessum degi ef þær á annað borð vilja fá frí, annars held ég að þær hafi nú reyndar annan kvennafrídag í Rússlandi. Mér finnst það alveg sjálfsagður hlutur að kvenfólk fái frí á þessum degi. En ætti ekki að vera karlafrídagur líka, þar sem karlarnir fá sérstakt leyfi frá konunum til þess að koma á Goldfinger? Það fyndist mér eðlilegt. Það er auðvitað verið að mótmæla launamuninum á milli kynjanna og það er alveg gríðarlegur launamunur á Goldfinger, en hann er allur í hina áttina. Stúlkurnar hjá mér eru á miklu hærra kaupi en strákarnir. Strákarnir hjá mér ættu því kannski að skipuleggja svona karlafrídag! En án gríns þá fá þær sem það vilja, frí hjá mér á kvennafrídaginn, það er ekki vandamálið." Kaiser Cheifs leika í bíómynd The Kaiser Chiefs hafa sagt frá að þeir séu að leika í bíómynd byggðri á ævi þeirra. Hin 90 mínútna mynd hefur fengið nafnið Enjoyment og er sögumað- ur Bill Nighy. Myndin mun verða gefin út á DVD-disk. Samkvæmt heima- síðu sveitarinnar fjallar myndin um feril þeirra og heimssýn hljómsveitar- meðlima frá barnæsku og þar til eftir 25 ár. Aðdáendur geta farið að hlakka til að sjá upptökur af tónleikum þeirra í San Francisco, sem var uppselt á, leyniuppákomu þeirra í Leeds, tónleikum þeirra í Leeds, Glastonbury og Fuji rock festivals. The Fog í efsta sœti Kvikmyndin The Fog er í efsta sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í Banda- ríkjunum. Myndin, sem er endurgerð af hryllingsmynd frá 1980, ýtti nýju Wallace og Gromit-myndinni, The Curse of the Were-Rabbit, úr toppsætinu. The Fog tók inn 6,9 milljónir punda yfir helgina og skaut því Wallace og Gromit ref fyrir rass, en hún tók inn 6,6 milljónir punda. Elizabethtown, með Orlando Bloom og Kirsten Dunst, kom ný inn í þriðja sæti. Ný mynd Jodie Foster, Flightplan, fór niður í fjórða sætið og In Her Shoes sem Camer- on Diaz leikur í fór í fimmta sætið. Síðasta mynd Keira Knightley, Domino, kom beint inn í sjötta sæti. Ný smáskífa frá White Stripes Hljómsveitin White Stripes hefur staðfest að næsta smáskífa frá þeim verði The Denial Twist. Á vefsíðunni www.nme.com segir að smáskífan muni koma út 14. nóvember. Þetta er þriðja smáskífan sem kemur út af stóru plötu sveitarinnar, Get Behind Me Satan, en White Stripes eru á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja henni eftir. Nú þegar er uppselt á marga tónleika sveit- arinnar. Sorglegt ...þetta með Kastljós breytingarn- ar. Allir í þættinum eru svo ungir eða „ungir í anda“. Yngjum Kastljós- ið upp! Yesss... Hipp skal það vera! Stelpurnar eru allar punktur is týpur. Eða fyrrum punktur is. Eða ,wannabe“ punktur is og bakgrunn- urinn er svo „accciiiddddd" að mað- ur tekur ekki eftir því hvað fólk er að segja. Mér hefði þótt miklu skemmtilegra að sjá skrítnu 19 ára konuna í karlmannsbúk koma í við- tal í gamla settið með pabba sínum. Það hefði verið fallegt. Og hvað er að gerast með ljóskurnar sem vilja allar vera dökkhærðar? Mér fannst þetta þjóðareinkenni svo skemmti- legt. Ljóst hár og vel plokkaðar brúnir með dökkum lit. Ef þetta fer að breytast líka þá verð ég hrædd. Ég hata breytingar! Elsku Kastljós- konur. Mín vegna. Ekki fara í neitt flipp... ekki fá ykkur tattú og kisu- gleraugu. Nei. Verið bara áfram ís- lenskar og fínar. Nú er þáttur um slátur í sjónvarpinu og það er búið að raða slátrinu á disk í svona „eleg- ant fílíng“. Slátur og oregano. Svo er ferskur ananas á miðju borðinu. Þetta er svona eins og Kastljósið nýja. Ég er hrædd. http://maggabest.blogspot.com/ Stundum tekur maður vide- ómyndir sem maður heldur að séu góður en reynast hundleiðinlegt rusl. Ég er alltaf syfjaður á kvöldin og því verða myndir að vera þokka- lega góðar til að ég nenni að horfa á þær. Tvær myndir hef ég nýlega ekki nennt að horfa á til enda en ég hélt þær væru „artí“ á „næs“ hátt og góðar og eitthvað í líkingu við myndir Charlie Kaufman. The Life Aquatic with Steve Zissou er yfir- borðskennt rusl og I heart Hucka- bees er rembingslegt drasl. Þetta er nokkuð óvænt niðurstaða því leikstjóri Huckabees gerði Three Kings og Flirting with disaster sem voru báðar mjög góðar og leikstjóri Steve Zissou gerði Roy- al Tenenbaums og Rushmore. En svona er þetta bara. Menn eiga mis- jafna daga. Ekki sjá þessar myndir. Sjáðu hins vegar Sin City sem er góð. http://www.this.is/drgunni/ger- ast.html eftir Jim Unger „Halli! Hvað kosta þessar hægðalosandi pillur?" HEYRST HEFUR... Stjórnvöld leita nú allra leiða til að klekkja á Baugsveldinu. í fyrrakvöld var þremur glæsibifreiðum - ein þeirra Range Rover bif- reið Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar - lagt á gangstéttina fyrir utan höfuðstöðvar Baugs við Túngötu. „Andúð“ manna á lögum og reglu var greinileg þar sem jepparnir þrír komu í veg fyrir alla umferð gangandi vegfarenda þeim megin götunn- ar. Nú þegar ljóst er að ákæra ríkislögreglustjóra fékk ekki brautargengi í hæstarétti sendu yfirvöld aðra embættismenn á eftir Jóni Ásgeiri og skósvein- um hans. Það verður gaman að sjá hvernig þeir kjafta sig út úr stöðumælasektunum þremur sem þeir fengu að þessu sinni. Svo virðist sem Fréttablaðs- menn hafi sofnað á frétta- verðinum því sama fréttin hefur birst í blaðinu á hverjum degi í tvær vikur eða svo. Um- rædd frétt er á blaðsíðu tvö í blaðinu og er titill hennar Ritskoðun. Það hefur svo sem gerst oft áður að sama frétt- in hafi birst á fleirum en ein- um stað í sama blaði og jafnvel tvo daga í röð, en það hlýtur að vera heimsmet að sama fréttin birtist á sama dag svo vikum skiptir... Til viðbótar er um- rædd frétt í áberandi ramma sem yfirleitt er notaður um dánartilkynningar. m Ovenju rólegt hefur verið á heimasíðu Össurar Skarp- héðinssonar undanfarið og eru menn farnir að spyrja sig að því hvort kappinn sé farinn að róast. Skýringin mun hins vegar vera sú að Össur og Árný, eigin- kona hans, eru þessa dagana í Suf- folk á Englandi þar sem þau voru í brúðkaupi vinafólks. Það er því ekki nema von að lítið hafi borið á netskrifum Össurar en ekki er að efa að hann fari að lemja á lyklaborð tölvunnar áð- ur en langt um líður. Enda af nógu að taka í íslenskri pólitík. Avef Morgunblaðsins í gær var stærsta fréttin, undir liðnum Tækni og vísindi, að minni líkur væru á krabba- meini af kannabisreykingum en af tóbaksreykingum. Til þess að gera fréttina mark- verðari var svo bent á að hún væri fengin frá hinni virtu fréttaþjónustu BBC. Morgunblaðinu láðist hins vegar að nefna tvennt í fréttinni þar sem vitnað var í Robert Melamede, prófessor í Colorado háskóla. Annars vegar nefndu þeir ekki ummæli Jean King, forstjóra breska krabba- meinsfélagsins, sem gengu út á að lítið væri að marka könnun Melamede þar sem hún tæki ekki til þeirra rúmlega 400 efna sem finna má í kannabis- reyk. Hitt er að ósagt var látið að prófessorinn hefur að eig- in sögn notað kannabisefni í meira en 40 ár, og telst því tæp- ast óhlutdrægur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.