blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 I 23 gegnum í dag. Það er ýmislegt breytt síðan ég átti mína yngstu dóttur. Ég vissi til dæmis ekki að núna vigta ljósmæður ekki börnin þegar þær koma í heimsókn og konur fara heim eftir sólarhring. Það hefur því ýmislegt breyst sem kemur kannski þeim á óvart sem eru dottnar úr barneign, eins og ég,“ segir Guðrún en bætir svo hlæjandi við: „Auðvit- að eru konur á mínum aldri ennþá að eignast börn, ég ætla ekki að láta eins og ég sé sjötug. En það er ýmis- legt sem kemur mér skemmtilega á óvart og mér finnst þessar breyting- ar vera flestar til batnaðar." Hægt að samræma vinnu og uppeldi Guðrún segir að í foreldrahlutverk- inu finnist henni sjálfri erfiðast að vita hvort hún sé að gera rétt. „Ég held að það sé kannski verst fyrir for- eldrana, hvort þeir eru að gera rétt eða ekki. En það er bara eitthvað sem maður lærir. Maður tekur ákvarð- arnir og vonar að þær séu réttar. Það er engin uppskriftabók til, það er meira um leiðbeiningar úr ýmsum áttum. Svo gerir maður þetta bara að sínu, það er ekkert eitt rétt fyrir alla.“ Þegar blaðamaður spyr segist Guðrún halda að henni hafi bara tekist ágætlega til með sínar dætur. ,Ég held að mér hafi tekist ágætlega til með flest en ég veit það ekki. Eg held að margir foreldrar velti því fyr- ir sér í dag hvort við séum of góð við börnin okkar en mín reynsla er sú að maður getur aldrei verið of góður. En það er þetta með að vera með já- kvæðan aga. Börn í dag fá kannski meira af hlutum en minna af tíma. Það er kannski það sem við erum að berjast við, að hafa tíma fyrir börnin og líka nennuna. Mér finnst stund- um eins og foreldrar megi ekki vera að því að sinna þessum börnum, stundum rekur maður sig á það. Það er alveg hægt að flétta vinnu og upp- eldi skemmtilega saman. Sumir fara bara á mis við hvað það getur verið skemmtilegt og gefandi að eiga börn og lifa fjölskyldulífi. Það er það sem veitir manni hamingju. Það er ekki til hamingjusamt foreldri ef börnin eru óhamingjusöm" Kann vel við sig i söngn- umogíflölmiðlum Flestir muna eftir Guðrúnu úr sjón- varpinu enda vakti hún athygli fyr- ir lífsgleði og skemmtilegt viðhorf. Guðrún hefur bæði verið í útvarpi og sjónvarpi en segir þó að útvarpið eigi sennilega betur við sig. „Ég kann bet- ur við útvarpið en ég get alveg unn- ið í sjónvarpi. Mér finnst útvarpið bara skemmtilegri miðill, sjónvarp- ið er stundum þungt í vöfum. Það er allt öðruvísi að búa til svona þætti heldur en að vera í daglegum þætti á hverjum einasta degi.“ Guðrún ætti að þekkja það vel þar sem hún hefur verið viðriðin fjölmiðla síðan árið 1986 þegar hún var með vísnaþátt á Rás 1. „Síðan þegar Rás 2 var gerð að sólarhringsútvarpi var ég færð þang- að yfir. Svo var ég byrjuð að syngja og spila á gítar þegar ég var 12-13 ára. En ég hef aldrei haft meira að gera í söngnum en undanfarin þrjú ár. Það er brjálað að gera, sem er æð- islegt. Ég hef alltaf sungið og verið í fjölmiðlum í einu þannig að ég eigin- lega kann ekki annað. Og svo er ég hætt að vera stressuð,“ segir Guðrún og hlær innilega. „Með aldrinum hættir maður því bara.“ Tekurallt ítörnum Guðrún segist ekkert endilega hafa tekið sér pásu frá öðrum verkefnum meðan hún tekur upp Fyrstu skrefin en upptökur standa yfir um þessar mundir. „Ég hef nú aðeins minnkað við mig aðra vinnu en ég er líka að taka upp plötu sem kemur út fyrir jólin. Eg og Friðrik Ómar Hjörleifs- son erum að gera dúettplötu. Svo er ég náttúrlega með minn laugar- dagsþátt, Helgarútgáfuna, á Rás tvö sem mér þykir afar vænt um. Ég hef verið með hann í tvö ár. Maður tekur þessu bara eins og vertíð. Ég held það eigi svo vel við Islendinga að vera vertíðarvinnufólk, maður tekur allt í törnum. Það er brjálað að gera hjá manni í þrjá mánuði og svo koma rólegri tímar inn á milli.“ Þegar blaðamaður spyr Guðrúnu hvort hún sé kannski sú manngerð sem þarf að hafa mikið að gera til að líða sem best skellir hún upp úr. „Veistu, þetta er mjög góð spurning. Fjölskylda og vinir hlægja oft dátt að mér og segja að ég vilji hafa þetta svona. Ég vil ekki viðurkenna að ég sé svona ofvirk en ég vil greinilega hafa mikið að gera.“ Sendiherra Kópavogs Auk þess að vera foreldri, söngkona og fjölmiðlakona er Guðrún líka Kópavogsbúi. „Ég er Kópavogsbúi númer eitt, tvö og þrjú og verð aldr- ei neitt annað. Maður er búin að horfa á Kópavog eflast og vaxa og það er æðislegt. Ég er ofboðslega stolt af því að vera Kópavogsbúi og held með Breiðabliki og HK. Dætur mínar spila fótbolta og þær eru bæði í HK og Breiðabliki þannig að ég verð að halda með báðum liðum. Ég elska Kópavog og lít stundum á mig sem sendiherra Kópavogs,“ segir Guðrún og hlær dátt. „Bæjarbragur er aldrei eins þegar maður fer á milli bæja. Það er alltaf einhver sérstök stemmning sem myndast í hverjum bæ og ég held að Kópavogsbúar séu að upplagi frekar léttir og skemmti- legir. Þetta er mjög góður bær. En auðvitað gæti hann verið betri, ég segi það ekki. En þá erum við kom- in út í pólitík svo við skulum bara sleppa því,“ segir þessi myndarlega og lífsglaða söngkona um leið og hún kveður með sínum dillandi hlátri. svanhvit@vbl.is Guðrún segir að í foreldrahlutverkinu finnist henni sjálfri erfiðast að vita hvort hún sé að gera rétt VOLVO for life ÖU erum við einstök, hvert og eitt okkar. Enginn á sinn líkan. Fyrir okkur ert þú miðja alheimsins. Þegar þú ert annars vegar er takmark okkar bara eitt: að uppjylla óskir þínar og þarfir á þann hátt að þú lítir á Brimborg sem öruggan stað til að vera á. Við erum meðþéraHa leið! brimborg Öruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.volvo.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.