blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 20
20 I HEILSA FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaöiö Aldraðir eru ekki einsleitur hópur Tíunda hver kona greinist með brjóstakrabbamein Röntgenmyndataka dregur úr dánartíöni Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins. Tíunda hver kona á Íslandi grein- ist með brjóstakrabbamein á lífs- leiðinni og árlega greinast um 170 konur með brjóstakrabbamein. Það er þvi deginum ljósara að það er konum nauðsynlegt að fara reglulega í skoðun hjá Krabba- meinsfélaginu. Þrátt fyrir það mæta einungis um 5;% kvenna á höfuðborgarsvæðinu i brjósta- krabbameinsskoðun. Október er jafnan nýttur til að vekja athygli á brjóstakrabbameini ár hvert þrátt fyrir að umræðan ætti vitan- lega að vera opin alla daga ársins. Blaðið spjailaði við Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabba- meinsfélagsins, um krabbamein, sársauka og fleira. Guðrún segir að það sé augljós mun- ur á aðsókn í brjóstakrabbameins- skoðanir í október en aðra mánuði. .Umræðan ýtir við konunum og það er eins gott því að konur á höfuð- borgarsvæðinu mæta alls ekki eins vel og til dæmis konur úti á landi. Það verður nú að leggja áherslu á það að það er hvergi í nágrannalönd- unum í boði að konur geti komið í bæði leghálskrabbameinsskoðun og brjóstakrabbameinsskoðun í sömu heimsókninni. Við erum alltaf með árveknismánuð í október og þetta er hefð sem hefur komist á erlendis. Umsvifin hafa vaxið ár frá ári hjá okkur og það eru sífellt fleiri sem taka þátt. Aðalsamstarfsaðili okk- ar er fyrirtækið Artica sem er um- boðsaðili Estée Lauder hér á landi og þau hafa verið mjög áhugasöm og velviljuð í þessu samstarfi ásamt KB-banka sem er aðalstyrktaraðili félagsins." Einstaklingsbundið hve konur finna mikið til Guðrún segir að það sé mjög mikil- vægt fyrir konur að koma í brjósta- krabbameinsskoðun enda er best að ná meininu meðan það er lítið og auðlæknanlegt, þá eru horfurnar betri og aðgerðin minni. „Það var einmitt að koma út grein í virtu bandarísku læknatimariti sem sýn- ir að minnkuð dánartíðni af völd- um brjóstakrabbameins er fyrst og fremst álitin vera vegna greiningar með röntgenmyndatöku fremur en vegna meðferðarinnar. Þeir vilja meina að það að greina æxlið snemma með röntgenmyndatöku sé stærri áhrifaþáttur til að draga 99........................ Tíðni brjóstakrabba- meins fer vaxandi á Vest- urlöndunum, við vitum ekki afhverju það staf- ar en það hlýtur að vera eitthvað í lífsháttum okkar og umhverfi okkarsem veldurþví. úr dánartíðni heldur en þessi góða meðferð sem nú er völ á,“ segir Guð- rún og bætir við að þess vegna sé svo mikil synd að það skuli ekki vera nema 55% kvenna sem mæta í skoðun á höfuðborgarsvæðinu.“ Þegar Guðrún er spurð að því hvort það geti verið að konurnar hræðist einfaldlega að fara í brjóstaskoðun vegna sársauka segir hún að það geti vel verið. „Kannski eru einhverjar konur hræddar við þrýstinginn en það verður að þrýsta, annars tekur maður lélegar myndir og græðir ekk- ert á því. En það hefur náttúrlega ver- ið reynt að minnka þrýstinginn eins og mögulegt er. Þetta er þrýstingur í nokkrar sekúndur og svo er það bú- ið. Það er mjög einstaklingsbundið hvað konur finna til og ég held að engri konu finnist þetta þægilegt.“ Umhverfi og mataræði hefur áhrif Guðrún segir að konur í Austurlönd- um fjær hafi miklu lægri tíðnibrjósta- krabbameins heldur en konur á Vest- urlöndum. Hins vegar breytist þessi tíðni á nokkrum árum þegar þær flytja til Vesturlanda og Guðrún seg- ir að þetta sýni að hluta orsakanna sé að leita í lífsstíl okkar. „Tíðni brjóstakrabbameins fer vaxandi á Vesturlöndunum, við vitum ekki af hverju það stafar en það hlýtur að vera eitthvað í umhverfi okkar sem veldur því. En við erum mjög hepp- in hér á íslandi því dánartíðnin hef- ur lækkað, hún er að minnka og við teljum okkur eiga þátt í því með þess- ari skoðun því þá er hægt að greina krabbameinið snemma. Við vitum að það eru sumir sem hafa ákveðin brjóstakrabbameinsgen en þeir eru mjög fáir. Þannig að það álykta allir að það sé umhverfisþátturinn sem skiptir mestu og þeir eru örugglega fleiri en einn en hverjir þeir eru vit- um við ekki. Auknar rannsóknir munu leiða það í ljós. Umhverfi og mataræði hefur örugglega einhver áhrif. Það hefur það líka í mörgum öðrum sjúkdómum en það eru senni- lega ekki beinir orsakaþættir." svanhvit@vbl.is Ókeypis blpðþrýst- ingsmæling Jórunn Frímannsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og ritstjóri heilsuvefsins doktor.is, býður öllum konum sem körlum í ókeypis blóðsykurs- og blóð- þrýstingsmælingu í Kringlunni í dag milli kl. 16 og 18 á 1. hæð. Auk þess býður doktor.is nú notendum sínum upp á ókeyp- is netráðgjöf og Jórunn vill af því tilefni ítreka nauðsyn þess að huga að heilsunni. Netráð- gjöf doktor.is gefur notendum vefsins kost á að komast í beint samband við sérfræðinga sem svara spurningum þeirra um heilsutengd málefni. Aldraðir eru breiður hópur ólíkra ein- staklinga með mismikla þörf fyrir þjónustu og aðstoð. Er það rétt skil- greining að tala um alla 67 ára og eldri sem eldri borgara eða ellilífeyrisþega eins og gert er á lífeyrislaunagreiðslu- seðli þeirra? Við eigum heldur að tala um eftirlaunaþega og eftirlaun eða einfaldlega bara lífeyri. Ég tel miklu réttara að ræða þessi mál út frá getu einstaklinga og þörfum þeirra fyrir þjónustu, það er mikill getumunur á einstaklingum 67 ára og eldri. Sum- ir tala um eldri-eldri borgara og svo yngri-eldri borgara. Það er samt ein- faldlega þannig að níræð amma mín er miklu frískari en margir sem eru 20 árum yngri. Félagsleg tengsl Það skiptir verulegu máli fyrir allt samfélagið að lífeyrisþegar einangrist ekki. Það er mikil hætta á því þegar fólk hættir að vinna að það gerist og að það séu fáir eða engir sem fylgist með. Akureyrarbær hefur markað þá stefnu að heimsækja alla sem komnir eru á eftirlaun, kanna hjá þeim aðstæð- ur og ræða við þá. Mér finnst þetta frá- bær stefna og tel mikilvægt að það sé ekki bara Akureyri sem kanni aðstæð- ur með þessum hætti. Það færi vel á því að öll sveitarfélög landsins tækju þetta upp og allir sem færu á lífeyri, ungir sem aldnir, fengju heimsókn u.þ.b. ári eftir að þeir hefja lífeyris- töku sína. Þannig mætti finna þá sem eru í hvað mestri hættu á að einangr- ast og koma í veg fyrir alvarlegar af- leiðingar félagslegrar einangrunar. Mikilvægi hreyfingar Sjaldan er góð visa of oft kveðin. Það er ekki hægt að gera nógu mikið úr mikilvægi hreyfingar fyrir aldraða. Það er reyndar ekki hægt að gera nógu mikið úr mikilvægi hreyfingar fyrir alla aldurshópa, en þegar aldurinn færist yfir verður erfiðara og erfiðara að byrja. Þeir sem hafa alltaf hreyft sig í gegnum tíðina halda því eflaust áfram þó þeir hætti að vinna og rú- tínan breytist. Það er nauðsynlegt að hreyfa sig í að minnsta kosti 20 mínút- ur á dag, best væri að ná því upp í eina klukkustund á dag og eru gönguferðir kjörin leið til þess að gera það. Það er mikið efni á www.doktor.is um mikil- vægi hreyfingar og farið nákvæmlega í það í nokkrum greinum. Það er ekki eftir neinu að bíða! „Ekkert er eins þreytandi og aðgerða- leysið“ - máltæki gyðinga. Jórunn Frímannsdóttir, ritstjóri www.doktor.is TWiiniab þegar árangurinn skiptir máli ■ÖFLUGT FITUBRENNSLUEFNI - AUKIN ORKA Á ÆFINGUM ■ HELDUR ÞÉR VAKANDIVIÐ - LESTUR, - AKSTUR,..... Útsölustaðir: Apótek og )um www.medico.is Akraiind 3 - 201 Kóp TWlNLAB þegar árangurinn skiptir máli ■ÖFLUGT FITUBRENNSLUEFNI 'AUKINN KRAFTUR Á ÆFINGUM Útsölustaðir: Apótek og heilsustöðum v™w-'"ed'“'j Akrallnd 3 - 201 Kóp Hreyfing sem hluti af daglegu lífi! • Ef þú hefur ekki stundað neina hreyfingu lengi er rétt að byrja hægt og gera lítið í einu. Best er að hreyfing verði smám saman hluti af daglegu lífi. • Farðu upp með lyftunni og gakktu síðan niður stigann • Taktu á þig krók þegar þú gengur út í búð • Ef þú ferðast með strætó, farðu þá út nokkrum biðstöðvum á undan og gakktu síðasta spölinn • Það er líka hreyfing að ganga innan veggja heimilisins • Þegar lagt er á borð má fjölga ferðum og taka fáa hluti í einu • Stattu upp og sestu mörgum sinnum • Settu saman æfingar sem þú getur gert daglega, sitjandi eða liggjandi • Gættu þess að reyna ekki of mikið á líkamann. Góð þjálfun í 20 mínútur á dag er gulls ígildi og best er að púlsinn sé meðalhraður. Þjálfun með rabbhraða er góð. Æfingar fyrir óþjálfað eða lítið þjálfað fólk, gerðar sitjandi • Sestu á traustan borðstofustól, sittu framarlega á setunni, með beint bak og án þess að snerta stólbakið. Teygðu þig dálítið áður en þú byrjar. • Gakktu á staðnum - lyftu fótunum til skiptis og trampaðu í gólfið. Um leið skaltu hafa handleggina dálítið bogna og hreyfa þá af krafti aftur og fram. • Hliðarbeygjur: Sittu með fætur sundur og beygðu bolinn fram og til hlið- ar, fyrst nokkrum sinnum til hægri og síðan nokkrum sinnum til vinstri. • Stattu upp og sestu niður nokkrum sinnum - reyndu að gera þetta án þess að nota handleggina. Fjölgaðu skiptunum smám saman. • Settu fæturna til skiptis upp á stólsetuna. Þér er óhætt að halda í stólbak- ið fyrst, efþú vilt. • Bolvindur: Sittu með fætur í sundur og snúðu upp á líkamann sitt á hvað. • Gakktu kringum stól - sestu niður annað veifið og haltu síðan áfram. Farðu öðru hverju öfugan hring. • Ekki er úr vegi að nota tónlist við æfingarnar. Veldu þá tónlist sem þér þykir gott að hlusta á. Þú getur gert æfinguna að ganga á staðnum á milli hinna æfinganna eftir því sem þrekið eykst. • Mundu að þér er óhætt að mæðast dálítið. • Gera skal hverja æfingu 6-10 sinnum. Æfingar fyrir óþjálfað fólk, gerðar liggjandi • Leggstu á bakið (á gólfinu, á teppi eða í rúminu) . Byrjaðu á að hita þig upp (hreyfðu fingur og tær, teygðu og krepptu fætur, teygðu og beygðu fótleggi og handleggi, teygðu allan likamann eins og þú getur). • Æfðu þig í að færa þig úr einni stellingu í aðra. • Færðu þig úr baklegu á hliðina og síðan yfir á magann og síðan sömu leið til baka. • Sestu upp og leggstu aftur á bakið. • Liggðu á bakinu, dragðu fæturna undir þig og lyftu rassinum upp. • Liggðu á maganum, farðu upp á fjóra fætur og stattu loks upp. Gerðu þetta svo í öfugri röð. • Endurtaktu æfingarnar nokkrum sinnum. • Mundu að þú hefur gott af því að mæðast svolítið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.